Fara í efni

Afhending umhverfisverðlauna Ferðamálastofu og kynning á nýju gæða- og umhverfisverkefni

Umhverfisverðlaunagripur
Umhverfisverðlaunagripur

Þann 16. desember næstkomandi mun Katrín Júlíusdóttir ferðamálaráðherra afhenda umhverfisverðlaun Ferðamálastofu á Grand Hótel Reykjavík (Hvammi) kl 15.

Við sama tækifæri verður einnig og kynnt nafn og merki á nýju gæða- og umhverfisverkefni fyrir íslenska ferðaþjónustu, ásamt því sem kynnt verður staða verkefnisins. Af þessu tilefni býður Ferðamálastofa samstarfsfélögum í ferðaþjónustunni til jólasamverustundar.

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu
Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu hafa verið veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi. Auglýst var eftir tilnefningum í byrjun október sl. og bárust margar góðar ábendingar. Í fyrra fengu Íslenskir fjallaleiðsögumenn verðlaunin.

Nánar um gæða- og umhverfisverkefnið
Ferðamálastofa, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálasamtök Íslands hafa um nokkurt skeið unnið að samræmdu gæða- og umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu sem fyrirhugað er að innleiða á komandi misserum. Meginmarkmið kerfisins er að auka og efla gæði í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi. Auk almennrar kynningar á stöðu verkefnisins verða á fundinum tilkynnt úrslit úr samkeppni sem efnt var til um nafn og merki fyrir þetta nýja kerfi .

Dagskrá:

 • Ávarp
  – Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri
 • Afhending umhverfisverðlauna Ferðamálastofu
  – Katrín Júlíusdóttir ferðamálaráðherra
 • Nafn og merki fyrir nýtt gæða- og umhverfisverkefni afhjúpað
  – Katrín Júlíusdóttir ferðamálaráðherra
 • Kynning á gæða- og umhverfisverkefninu 
  - Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður þróunarsviðs Ferðamálastofu

*********
Boðið verður upp á léttar veitingar með jólaívafi í lokin.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til alda@icetourist.is  fyrir lok dags þann 14. des. næstkomandi.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest!

Með kveðju,
Starfsfólk Ferðamálastofu