Fara í efni

Til leiðbeiningar við merkingu gönguleiða

Kynningarfundir á níu stöðum á landinu
Kynningarfundir á níu stöðum á landinu

Gönguferðir njóta sívaxandi vinsælda og ýmsir aðilar, svo sem sveitarfélög, ferðafélög og fleiri, beita sér árlega fyrir merkingu gönguleiða. Vert er að benda þeim sem hyggja á skipulagningu og merkingu gönguleiða á leiðbeiningarrit Ferðamálaráðs Íslands um þetta efni.

Framkvæmd - gerð - efnisval - upplýsingar - ábyrgð
Í ritinu eru teknar upplýsingar um frágang og umbúnað á ferðamannastöðum, gerð er grein fyrir framkvæmdaröð og kvöðum af hálfu opinberra stofnana og hvert beri að snúa sér með fyrirspurnir. Helstu áherslur í bæklinginum eru í fyrsta lagi varðandi framkvæmd merkinga á gönguleiðum, gerð þeirra og efnisval, í öðru lagi hvaða upplýsingar þær eiga að veita, og að lokum hver ábyrgð umsjónaraðila er. Meginefnið er fengið með úttekt á fullbúnum framkvæmdum, mati á notagildi þeirra og notkunarsviði, einnig eru skýringar í máli og myndum. Gefin eru dæmi um hönnunarlausnir, efnisnotkun og kostnaðaráætlanir.

Stílað inn á samræmingu merkinga
"Markmiðið með þessu riti er fyrst og fremst að þeir aðilar sem standa í úrbótum og framkvæmdum á ferðamannastöðum geti fengið upplýsingar um lágmarkskröfur sem gerðar eru til framkvæmda. Einnig er ekki síst verið að stíla inn á samræmingu merkinga," segir Valur Þór Hilmarsson, umhverfisfulltrúi Ferðamálaráðs.

Leiðbeiningarritið er aðgengilegt hér á vefnum og nú hefur verið bætt við útgáfu sem auðvelt er að prenta út. Smellið hér fyrir fræðslurit Ferðamálaráðs.