Fréttir

Kynning á ferðavenjum Íslendinga.

Ferðamálaráð hefur gengist fyrir kynningu á niðurstöðum úr könnun sem gerð var á ferðavenjum Íslendinga, en þar kemur margt athyglisvert fram. Haldnar hafa verið kynningar á Akureyri, Egilsstöðum, Borgarnesi, Reykjavík, Selfossi og Ísafirði. Nánari upplýsingar um könnunina veitir Oddný Þóra Ólafsdóttir oddny@icetourist.is Könnunina er einnig að finna á þessari vefsíðu.  
Lesa meira

Ráðið í rannsóknastöðu á Akureyri.

Bergþóra Aradóttir hefur verið ráðin til skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands á Akureyri og kemur til með að sinna rannsóknum. Bergþóra er 36 ára og er gift Starra Heiðmarssyni og eiga þau þrjú börn. 1987-1989 stundaði Bergþóra nám í skipulags og markaðsfræðum í ferðaþjónustu við Opplands Distriktshögskola í Noregi. Árið 1993 lauk hún Bs gráðu í landafræði frá Háskóla Íslands og árið 1998 Masters gráðu í landafræði frá Uppsala Universitet í Svíþjóð. Auk þess að hafa verið í námi á undanförnum árum og að sinna fjölskyldu hefur Bergþóra starfað við ferðaþjónustu og kennslu.Bergþóra hóf störf þann 15. janúar 2001.  
Lesa meira