Fara í efni

Ástand og horfur í ferðaþjónustu á Íslandi í kjölfar atburðanna 11. sept. sl.

Staða:

Starfsumhverfi í alþjóðlegri ferðaþjónustu hefur breyst mjög til hins verra eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11.september síðastliðinn.
Flugfélög og önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu urðu fyrir miklu tekjutapi vegna stöðvunar flugs til Bandaríkjanna í fjóra daga, eftirspurn og bókanir hafa dregist saman eftir atburðina og á það í reynd við ferðalög um allan heim.
Ýmsar tölur hafa verið nefndar um þennan samdrátt og þó ýmislegt sé þar óljóst, ber öllum saman um að hann skiptir tugum prósenta þessar fyrstu þrjár vikur.
Flugleiðir hafa áætlað að tap þeirra þessa fjóra daga hafi verið um kr. 100 millj.

Meiri óvissa er eðlilega um hver áhrifin verði til næstu mánaða og til lengri tíma.
Ef litið er til fyrri hryðjuverka, styrjalda og stórslysa á síðustu 15 árum þá hefur það verið þannig að ferðamönnum frá Bandaríkjunum til Evrópu hefur fækkað um nær 20 % í heild næstu 12 mánuði á eftir, en 12- 18 mánuðum frá viðburðinum hefur umfangið verið komið í sama horf og fyrr.
Þessi hryðjuverk nú eru auðvitað ekki sambærileg við neitt annað sem gerst hefur á síðustu áratugum og því erfitt að líta til reynslunnar.
Ljóst er þó af viðbrögðum flugfélaga um allan heim að þau virðast gera ráð fyrir að þessi samdráttur verði meiri nú enn fyrr og langvinnari.
Sama skoðun kom fram á fundi í framkvæmdastjórnar Ferðamálaráðs Evrópu fyrir nokkrum dögum.
Þar kom fram sú skoðun að ekki væri óeðlilegt við þessar aðstæður að gera ráð fyrir allt að 20% samdrætti í ferðalögum almennt næstu 12 mánuði.
Var sú skoðun m.a byggð á viðbrögðum flugfélaga við hryðjuverkunum.
Þá er hafin framkvæmd kannana í nokkrum löndum í Evrópu til að reyna að meta þessi áhrif og er niðurstaðan úr þeirri fyrstu í Frakklandi tilbúin
( Sjá meðfylgjandi)
Benda má einnig á í þessu sambandi að samkvæmt upplýsingum frá Upplýsingamiðstöð Ferðamála voru 22,4% færri heimsóknir þar nú í september miðað við september í fyrra.

Viðbrögð:

Fyrstu viðbrögð hafa verið mikill samdráttur í öllu flugi sérstaklega innan Bandaríkjanna og milli Bandaríkjanna og annarra landa.
Þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu í Bandaríkjunum dregið verulega úr starfsemi og sagt upp miklum fjölda fólks.
Minni fréttir eru enn um samdrátt og uppsagnir hjá öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum en flugfélögum utan Bandaríkjanna.
Til þess hlýtur þó að koma þar sem minni flutningur ferðamanna með flugi kemur fljótlega niður á öðrum þáttum ferðaþjónustu.

Hér á Íslandi hafa Flugleiðir fyrstir fyrirtækja í ferðaþjónustu gripið til aðgerða.

Starfsfólki Flugleiða og dótturfyrirtækja verður fækkað sem nemur 273 stöðugildum en 183 starfsmönnum var sagt upp nú um mánaðarmótin .
Af hálfu félagsins er ákveðið að draga úr sætaframboði í millilandaflugi félagsins um 18% í vetraráætlun frá fyrra ári og um 11% í sumaráætlun 2002 samanborið við áætlun 2001. Mestur verður samdrátturinn á flugi til og frá Bandaríkjunum eða 32%.

Gert er ráð fyrir að flogið verði til allra sömu staða á næsta sumri og flogið var til nú í sumar.
Ákveðið hefur verið að endurnýja ekki leigusamning vegna einnar Boeing 757-200 flugvélar félagsins og mun því farþegaþotum félagsins fækka úr 10 í
9 í maí á næsta ári.
Gera verður ráð fyrir að fleiri fyrirtæki á öllum sviðum ferðaþjónustu hér á landi muni verða að bregðast við þessu ástandi á næstu vikum til að reyna að draga úr tapi vegna þessa fyrirsjáanlega samdráttar.


Áhrif:


Nú þegar hafa verið kynntar hækkanir á fargjöldum og stóraukinn kostnaður vegna aukinna tryggingargjalda og aukins kostnaðar vegna öryggismála sem mun gera öll ferðalög dýrari og tímafrekari.
Þá virðast allir gera ráð fyrir að hin sálfræðilegu áhrif af hryðjuverkunum muni ein og sér draga úr ferðalögum tímabundið a.m.k..
Því hafa, eins og kom fram hér að framan ,flugfélög um allan heim ákveðið að draga úr framboði í samræmi við minnkandi eftirspurn sem orðin er og er fyrirsjáanleg.
Þegar litið er til þess niðurskurðar, sem Flugleiðir hafa ákveðið svo og þess samdráttar,sem allir eru sammála um að verði ,verður ekki hjá því komist að gera ráð fyrir verulegum samdrætti í erlenda hluta ferðaþjónustunnar hér á landi.
Ákveðið samhengi hefur verið á milli aukningar í umfangi erlenda hluta ferðaþjónustunnar hér á landi og aukins sætaframboðs Flugleiða á undanförnum árum. Erfitt er að sjá að annað gildi nú þegar dregið er úr framboði.
Nú í vetur er ekki um annað flug að ræða en flug Flugleiða til og frá landinu hvað varðar erlenda ferðamenn, ef frá er talið flug Go flugfélagsins nú fram í október.

Sé gengið út frá því að 18% samdráttur verði í erlenda hlutanum næstu sex mánuði gæti það jafngilt um 2100 milljónum minni gjaldeyristekjum en á sama tíma fyrir ári.

Ef þessum samdrætti væri skipt niður á nokkra þætti þá yrði minnkun tekna í fluginu um 900 milljónir og í öðrum tekjum af erlendum ferðamönnum um 1200 milljónir. Þar myndi gistiþátturinn þá skerðast á bilinu 300- 400 milljónir frá fyrra ári og veitingaþátturinn um hliðstæða upphæð.
Verslun á Íslandi gæti þannig dregist saman á næstu sex mánuðum um a.m.k 100 milljónir vegna samdráttar í komu erlendra gesta.

Þær tölur sem hér hafa verið nefndar fyrir næstu sex mánuði eru byggðar á þeim forsendum að vöntunin miðað við fyrra ár verði 18% að meðaltali yfir allan tímann og að engin aukning verði annars vegar vegna bættrar sætanýtingar og hins vegar að enginn árangur náist í að ná hærra hlutfalli af farþegum Flugleiða til að heimsækja Ísland á kostnað ferða yfir Atlantshafið.
En auðvitað hlýtur að verða lögð áhersla á að draga úr þessum mögulegu neikvæðu áhrifum og verður það rætt hér að neðan

Með sömu forsendum yrði samdráttur í gjaldeyristekjum næsta sumar á sex mánaða tímabili rúmlega 2000 milljónir.

En áhrifin eru ekki eingöngu á fyrirtæki í ferðaþjónustu. Hlutur stjórnvalda í gjaldeyristekjum af ferðaþjónustu hefur verið áætlaður á bilinu 20-25 % í formi beinna og óbeinna skatta og gjalda.
Miðað við þær forsendur gæti beint tap þjóðarbúsins orðið um 400-500 milljónir í vetur og allt að 800- 1000 milljónum á næstu 12 mánuðum.


M.O. 30.09 01

 


RESULTS OF THE FRENCH SURVEY


Half of the people questioned say that they intend to travel at least once, for over 24 hours (within or outside France) in the next three months, i.e. before the end of 2001. The other half say that they have not made any plans to travel over this period.

The first IPK/BVA barometer concerning the confidence of French travelers is focused on the following question: "Will the present international events, in your opinion, change your travel plans between now and the end of 2001?"

Among the population of French residents who plan to travel at least once for over 24 hours between now and the end of 2001, a third (32.7%) say that the events of September 11 and their consequences will modify these trips (22% say yes, definitely and 10% yes, probably).

Twice as many women as men anticipate having to make changes. People in age groups of over 35 are the ones who most expect to make changes in planned trips. A relatively large share of the people who expect that their travel plans will be disrupted belong to the non-working population: 36% of the non-working population feel this way as against only 30% of the working population. This attitude is the least widespread in the Paris area (19%), followed by regions in the west of France (23%). People who say that they are afraid they will have to make changes tend to live in large towns with over 100,000 inhabitants (except Paris). Paradoxically, in villages and small towns with less than 20,000 inhabitants, the proportion of people who think they will modify trips they have planned is lower than in rural zones and larger towns.

Conversely, two thirds of people who had planned to travel between now and the end of the year say that the events of September 11 and their consequences will not affect these trips. 19% say probably not, and 48% definitely not.

Amongst these people, men in younger age groups are in the majority. People living in the Paris area are less likely than people in other areas to feel that planned trips will be changed.

In conclusion, the positions of French people who plan to travel over the next three months are relatively categorical, whether they definitely expect them to be modified (22%) or not (48%). This shows, then, that 70% of French people planning to take trips have a clear opinion about the consequences the attacks of September 11 will have on their travel plans. 30% are more hesitant about the impact these events will have on their travel plans: 10% think that they will probably be modified and 20% think they probably will not. These ratios indicate a strong sense of involvement, and concern about how the crisis will develop. Travel behavior will, without any doubt, be one of the main indicators of this evolution.