Fréttir

Umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs 2001

Umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs Íslands voru veitt í sjötta sinn á Ferðamálaráðstefnunni sem haldin var á Hvolsvelli 18. - 19. okt sl.
Lesa meira

Ferðamálaráðstefnan 2001 - stutt ágrip.

31. Ferðamálaráðstefnan var haldin á Hvolsvelli 18. og 19. okt sl. og var þetta jafnframt sú fjölmennasta sem haldin hefur verið, en alls sóttu hana rúmlega 200 manns hvaðanæva af landinu.Það var Tómas Ingi Olrich, formaður Ferðamálaráðs, sem setti ráðstefnuna en svo tók sveitarstjórinn á Hvolsvelli við, Ágúst Ingi Ólafsson, og greindi frá uppbyggingu ferðaþjónustu í Rángárþingi. Samgönguráðherra hr. Sturla Böðvarsson ávarpaði síðan ráðstefnugesti. Eins og fleiri kom ráðherra m.a inn á voðaverkin sem framin voru í Bandaríkjunum í síðasta mánuði og afleiðingar þeirra fyrir íslenska ferðaþjónustu og greinarinnar í heild. Í máli hans kom skýrt fram mikilvægi samvinnu á milli ferðaþjónustunnar og stjórnvalda.
Lesa meira