Fara í efni

Handbók Ferðamálaráðs 2002

Ákveðið hefur verið að gefa handbók Ferðamálaráðs út einu sinni á ári í stað tvisvar áður. Nú er í gangi vinnsla á nýjum gagnagrunni varðandi handbókina og gular síður á icetourist.is. Útlit handbókar og uppsetning verður með svipuðu sniði nema að yfirkaflarnir verða nú 5 í stað 10 áður. Með þessu er verið að gera upplýsingarnar hnitmiðaðri og aðgengilegri. Handbókin mun eftirleiðis koma út í upphafi hvers árs og kemur því næst út í byrjun janúar 2002.

Vakin er athygli á að nú þurfa aðilar að greiða fyrir að vera í handbókinni kr.15.000. Hinsvegar mun Ferðamálaráð safna öllum upplýsingum saman varðandi ferðaþjónustuaðila á landinu endurgjaldslaust og hafa þá inni á gagnagrunni á netinu (icetourist.is) og í prentaðri útgáfu handbókar sem fer á allar upplýsingamiðstöðvar á landinu.

Sept. 2001