Fara í efni

Fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs

Í júní 1982 varð til sú hugmynd innan Ferðamálaráðs Íslands að veita árlega viðurkenningu fyrir umfjöllun um ferðamál í fjölmiðlum. Að baki hugmyndinni lá einnig sú von að slík viðurkenning hvetti til frekari umfjöllunar.

Þegar litið er yfir lista fyrri bikarhafa sést að Ferðamálaráð hefur litið til fjölmiðlunar í víðasta skilningi þegar þeir hafa verið valdir. Hefur verið litið til prentmiðla ýmis konar, ljósvakamiðla,kvikmyndagerðarmanna, ljósmyndara og einnig til einstaklinga og fyrirtækja sem með starfsemi sinni hafa skapað jákvæða umfjöllun um Ísland sem ferðamannaland í íslenskum og erlendum fjölmiðlum.

Eftirfarandi einstaklingar og fyrirtæki hafa hlotið fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs:

  • 1982 Sæmundur Guðvinsson
  • 1983 Haraldur J. Hamar
  • 1984 Sigurður Sigurðsson
  • 1985 Magnús Magnússon
  • 1987 Ríkisútvarpið v/ Stikluþátta Ómars Ragnarssonar
  • 1988 Örlygur Hálfdánarson
  • 1991 Hjálmar R. Bárðarson
  • 1992 Sólarfilma
  • 1993 Vilhjálmur Knudsen
  • 1994 Ferðafélag Íslands
  • 1995 Nesútgáfan
  • 1996 Mál og Menning
  • 1997 Eiðfaxi ehf
  • 1998 Flugleiðir
  • 2000 Gunnar Marel Eggertsson