Fréttir

Þáttur bókunarfyrirtækja í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar - hádegisfyrirlestur

Næsti hádegisfyrirlestur á vegum rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu verður haldinn föstudaginn 22. mars næstkomandi. Kynntar verða niðurstöður rannsóknar um þátt bókunarfyrirtækja í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar. Fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Íslenska ferðaklasann, í húsnæði hans að Fiskislóð 10 i Reykjavík.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu – Thomsen Travel ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi Thomsen Travel ehf., kt. ,630909-0660, Borgartúni 8, 105 Reykjavík, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt. Starfsemi ferðaskrifstofunnar var tryggingaskyld vegna sölu pakkaferðar og samtengdrar ferðatilhögunar samkvæmt VII. kafla laga nr. 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Samkvæmt 25. gr. er tryggingunni ætlað að endurgreiða fé sem viðskiptavinur hefur greitt vegna pakkaferðar eða samtengdrar ferðatilhögunar.
Lesa meira

Ferðamálastofa leiðir verkefni um stafræna væðingu ferðaþjónustu

Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2019. Í formennskuáætlun Íslands er sjónum beint að málefnum ungs fólks, hafinu og sjálfbærri ferðamennsku. Ferðamálastofa leiðir eitt þriggja verkefna, sem varða sjálfbæra ferðamennsku í samvinnu við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Verkefnið ber heitið Stafræn væðing ferðaþjónustu og þátttakendur eru, auk Íslands, Grænland og Finnland.
Lesa meira

Menntamorgun ferðaþjónustunnar – Bein útsending

Fundaröðin Okkar bestu hliðar – menntamorgnar ferðaþjónustunnar heldur áfram í dag kl. 8.30 – 10.30 í húsnæði SÍMEY, Þórsstíg 4 á Akureyri og einnig í beinu streymi á netinu. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF standa fyrir þessum viðburðum.
Lesa meira

Samkeppnismat á ferðaþjónustu í samstarfi við OECD - Könnun

Á næstu misserum munu íslensk stjórnvöld í samstarfi við Efnahags- og framfarastofnunina OECD framkvæma samkeppnismat á tilteknum sviðum atvinnulífsins, þ.e. ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Tilgangur er að greina gildandi regluumhverfi með tilliti til þess hvort í þeim reglum sem atvinnulífinu er gert að starfa eftir felist samkeppnishindranir eða óþarfa reglubyrði sem ryðja megi úr vegi.
Lesa meira

Félagsleg áhrif ferðaþjónustu á Suðurlandi - Frestun

Af óviðráðanlegum orsökum þurfum við að fresta hádegisfyrirlestrinum á morgun, 8. mars, um Félagsleg áhrif ferðaþjónustu á Suðurlandi en vonumst til að geta haldið hann seinna í vetur. Minnum á næsta fyrirlestur að hálfum mánuði liðnum þar sem kynnt verður ný rannsókn á þætti bókunarþjónustufyrirtækja í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar.
Lesa meira

6,9% fækkun milli ára í febrúar

Brottfarir erlendra farþega* frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 149 þúsund í nýliðnum febrúar eða um ellefu þúsund færri en í febrúar árið 2018, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Fækkun milli ára nemur 6,9%.
Lesa meira

Stafrænt aðgengi fyrir blinda og sjónskerta gagnast öllum

Þegar rafræn þjónusta er annars vegar er mikilvægt að hugsa frá upphafi fyrir því að hún þarf að nýtast fólki með mismunandi þarfir. Í þessum nýjasta þætti af Ferðalausnir stafræn tækifæri fjallar Rósa María Hjörvar, aðgengisfulltrúi Bindarafélagsins, um stafrænt aðgengi fyrir blinda og sjónskerta og hvaða körfur eru gerðar í dag fyrir þjónustu hvað varðar stafrænt aðgengi fyrir þennan hóp.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu - Vardi Viaggi ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi Vardi Viaggi ehf., kt. 661115-2970, Hagamel 17, 107 Reykjavík, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira