Fara í efni

Kíkt í verkfærakistu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar

Hæft starfsfólk er lykilatriði til að bjóða upp á ferðaþjónustu í fremstu röð. Stórt skref í þessa átt var stigið með stofnun Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og í þessum nýjasta þætti af Ferðalausnir – stafræn tækifæri fer Hildur Hrönn Oddsdóttir yfir starfsemi Hæfnisetursins og helstu verkfæri þess með áherslu á stafræna miðlun.

Á forsendum greinarinnar

Hæfnisetrið er samstarfsverkefni aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og stjórnvalda um heildstæðar lausnir og úrbætur til að auka hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi. Megin hlutverk þess er að starfa á forsendum greinarinnar til að auka hæfni starfsfólks og þar með auka gæði, fagmennsku, starfsánægju og arðsemi. Það stendur ekki sjálft fyrir námskeiðum heldur leitast við að greina fræðsluþarfir, móta leiðir til að koma árangursríkri fræðslu til skila, auka samvinnu, bæta upplýsingagjöf og útbúa verkfæri sem nýtast fræðsluaðilum og fyrirtækjum.

Verkfærakista Hæfnisetursins

Vefsíða Hæfnisetursins www.haefni.is er grunnurinn í stafrænni miðlun Hæfnisetursins. Þar má nefna kennsluefnið þjálfun í gestrisni, yfirlit um fræðslu fyrir fyrirtæki og árangursmælikvarða. Nýjasta viðbótin er svo könnun á fræðsluþörfum fyrirtækja sem senn verður opnuð.

Fagorðalisti ferðaþjónustunnar

Hildur kynnir einnig fagorðalista ferðaþjónustunnar þar sem helstu orðin sem notuð eru í greininni er á einfaldan hátt miðlað til erlends starfsfólks í ferðaþjónustu, bæði á ensku og pólsku.

Veistu appið

Rafrænt kennsluefni hefur verið eitt af áhersluverkefnum Hæfnisetursins og þá helst hvernig hægt sé að koma rafrænu kennsluefni út á sem einfaldastan og þægilegaatann hátt. Í þættinum kynnir Hildur einnig Veistu-appið, íslenskan hugbúnaður sem Hæfnisetrið hefur unnið efni inní.

Horfa má á þáttinn hér að neðan: