Þáttur bókunarfyrirtækja í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar - hádegisfyrirlestur

Þáttur bókunarfyrirtækja í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar - hádegisfyrirlestur
Mynd: ©Ragnar Th. Sigurðsson

Næsti hádegisfyrirlestur á vegum rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu verður haldinn föstudaginn 22. mars næstkomandi. Kynntar verða niðurstöður rannsóknar um þátt bókunarfyrirtækja í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar. Fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Íslenska ferðaklasann, í húsnæði hans að Fiskislóð 10 i Reykjavík.

Nánar um rannsóknina

Rannsóknin var unnin á vegum Ferðamálastofu af Rannsóknasetri Verslunarinnar/Árna Sverri Hafsteinssyni. Ferðaþjónustuaðilar á Íslandi, líkt og á heimsvísu, selja stóran hluta afurða sinna í gegn um bókunarþjónustur (e. Online Travel Agencies, OTAs). Viðskiptalíkön ólíkra bókunarþjónusta eru afar áþekk, hvort sem um er að ræða Booking, Expedia, Travelocity eða TripAdvisor. Bókunarþjónustur taka jafnan hluta sölutekna sem þóknun og getur hún verið íþyngjandi fyrir ferðaþjónustufyrirtækið. Í verkefninu er hlutverk bókunarþjónusta skoðað, áhrif þeirra á samkeppnisumhverfi og fjárhagslegt umfang á íslenskum gistimarkaði. Þá er leitað leiða til að bæta það fyrirkomulag sem nú ríkir á markaði fyrir gistiþjónustu

Skráning

Boðið er upp á léttan hádegisverð og er því fólk beðið um að tilkynna komu sína með því skrá sig hér að neðan:

Kynningunum verður einnig streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega fwn streymt verður á Facebook-síðu Ferðamálastofu


Athugasemdir