Fara í efni

Framlengdur frestur vegna endurskilgreiningar

Mynd: ©Ragnar Th. Sigurðsson
Mynd: ©Ragnar Th. Sigurðsson

Við gildistöku nýrrar löggjafar um ferðamál 1. janúar 2019 féllu heitin ferðaskipuleggjandi og bókunarþjónusta út. Frestur sem þessir aðilar hafa til að endurskilgreina starfsemi sína hefur verið framlengdur til 1. apríl næstkomandi og halda leyfin og skráningarnar gildi sínu þangað til.

 Ferðaskrifstofa eða ferðasali dagsferða

Fyrir þann tíma þurfa aðilar að skoða starfsemi sína og og sækja um nýtt leyfi, annað hvort sem ferðaskrifstofa eða ferðasali dagsferða, allt eftir eðli starfseminnar.

Ekki tekið gjald fyrir umsókn

Sé sótt um fyrir 1. apríl verður ekki tekið gjald fyrir umsóknina hjá þeim sem nú þegar eru með leyfi eða skráða starfsemi. Þó þarf að greiða fyrir mat á fjárhæð tryggingar, falli viðkomandi undir ferðaskrifstofuleyfi. Þá þurfa ferðaskipuleggjendur ekki að skila inn nýjum vottorðum eða fylgigögnum ef forsvarsmaður er áfram sá sami.

Sótt um í Þjónustugátt

Umsóknir fara í gegnum Þjónustugátt Ferðamálastofu þar sem skrá þarf sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Þegar þangað er komið er valinn flipinn "Umsóknir" og síðan umsóknir vegna endurskilgreiningar, sá mynd að neðan.