Fara í efni

Gamanferðir - Byrjað að senda út tilkynningar

Gamanferðir - Byrjað að senda út tilkynningar

Nú er að hefjast vinna við að senda tilkynningar til þeirra kröfuhafa sem fullnægja skilyrðum endurgreiðslu vegna rekstrarstöðvunar Gaman ehf. (Gamanferða). Tilkynningar verða aðeins sendar rafrænt, þ.e. í gegnum þjónustugátt Ferðamálastofu og afrit í tölvupósti til viðkomandi, sé tölvupóstfang til staðar.

Senda þarf sérstaklega á hvern og einn og því mun taka nokkurn tíma að koma þeim til allra þeirra rúmlega 1.000 kröfuhafa sem um ræðir. Enn á ný vill Ferðamálastofa þakka fyrir biðlundina sem fólk hefur sýnt í þessu umfangsmikla máli, sem nú sér loks fyrir endann á. Jafnframt er fólk beðið að halda símtölum í lágmarki þar sem tími sem fer í þau seinkar ferlinu enn frekar.