Fara í efni

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - Leiðbeiningamyndband fyrir útfyllingu umsókna

Í nýju leiðbeiningamyndbandi er farið yfir umsóknarferlið vegna styrkja frá Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Áherslan er á útfyllingu umsónareyðublaðsins og að skýra út hvaða upplýsingar þar er beðið um.

Líkt og fram hefur komið er umsóknarfrestur vegna styrkja fyrir árið 2020 til hádegis þann 29. október næstkomandi. 

Gæði umsókna

Sjóðurinn styrkir verkefni á ferðamannastöðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga jafnt sem einkaaðila. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel þær reglur sem um sjóðinn gilda og vanda umsóknir sínar í hvívetna. Liður í því er að hafa sem gleggstar upplýsingar um umsóknarferlið og er nýja myndbandið hugsað í þeim tilgangi. Allar nánari upplýsingar eru á Upplýsingasíðu um umsóknir.

Myndbandið má nálgast hér að neðan.