Fréttir

Íslandshótel sækja um stjörnuflokkun VAKANS

Íslandshótel og Ferðamálastofa, fyrir hönd Vakans, hafa skrifað undir samning um gæðaflokkun gististaða. Íslandshótel er fjölskyldufyrirtæki sem rekur 15 hótel; Grand Hótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Centrum og Best Western Hótel Reykjavík, auk Fosshótelanna sem staðsett eru hringinn í kringum landið.
Lesa meira

Fyrstu skrefin í einföldun regluverks í ferðaþjónustu; skráning heimagistingar einfölduð

Einstaklingum, hjónum og sambúðarfólki verður heimilt að leigja út lögheimili sitt auk einnar annarrar fasteignar í allt að átta vikur á ári samkvæmt frumvarpi sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur lagt fyrir Alþingi til breytinga á lögum nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
Lesa meira