Fara í efni

Gistinætur heilsárshótela í febrúar

Gistinætur heilsárshótela í febrúar

Hagstofan hefur birt tölur um gistinætur á hótelum í febrúar. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast þannig hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

13% fjölgun í febrúar

Gistinætur á hótelum í febrúar voru 160.400, en það er 13% aukning miðað við febrúar 2013. Gistinætur erlendra gesta voru 84% af heildarfjölda gistinátta en þeim fjölgaði um 25% frá sama tíma í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fækkaði hins vegar um 1%. Nánari skiptingu á milli landshluta má sjá í töflunni hér að neðan og frekara talanaefni á vef Hagstofunnar.

Tafla yfir gistingu í febrúar eftir landshlutum