Fara í efni

Aðalfundur SAF 2014 – Til móts við nýja tíma

Aðalfundur SAF 2014 – Til móts við nýja tíma

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar verður haldinn næstkomandi fimmtudag, 10. apríl á Grand Hótel Reykjavík. Yfirskriftin er: Til móts við nýja tíma – ferðaþjónusta og samfélag.

Fyrir hádegi eru hefðbundin aðalfundarstörf og fundir faghópa en kl. 15-17 er dagskrá sem er öllum opin og hefst með ávarpi Árna Gunnarssonar, formanns SAF. Þá mun Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ávarpa fundinn. Aðalfyrirlesari dagsins er Anna Pollock, stofnandi Conscious Travel í Bretlandi. Að loknu erindi hennar verða umræður, sem Eva María Jónsdóttir, sjónvarpskona stýrir, þar sem þátt taka:

-Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
-Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
-Böðvar Þórisson, sviðsstjóri fyrirtækjasviðs Hagstofunnar
-Jón Bjarni Steinsson, sérfræðingur á Rannsóknastofnun atvinnulífsins á Bifröst
-Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar

Fundarstjóri er Lára B. Pétursdóttir, framkvæmdasjóri Congress Reykjavík.

Að umræðum loknum verða lokaverkefnisverðlaun Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála afhent

Skráning er á saf@saf.is

Aðalfundur saf 2014