Kortlagning og samstarfsmótun íslenskrar ferðaþjónustu - Vinnustofa á Suðurnesjum

Vert er að vekja ahygli þeirra sem á einhvern hátt tengjast ferðaþjónustu á Suðurnesjum á verkefni sem að nú er farið af stað á landsvísu. Verkefnið snýst um að greina stöðu íslenskrar ferðaþjónustu og draga fram forgangsröðun og tillögur þeirra einstaklinga sem að vinna í ferðaþjónustunni varðandi helstu áherslur greinarinnar til næstu framtíðar.

Ráðgjafafyrirtækið Gekon stýrir vinnunni en upphafsfundur verkefnisins var haldinn þann 9. október. Sjá nánar um stofnfund ferðaþjónustuklasans

Vinnustofur um allt land
Hluti af þessari greiningarvinnu er fólgin í vinnustofum sem haldnar verða út um allt land og verður sú fyrsta haldin í Eldey þann 8. janúar kl. 9-16.

Greina á hvert landsvæði fyrir sig og síðan landið í heild. Næsta haust á síðan að liggja fyrir hvert íslensk ferðaþjónusta vill stefna á næstu árum og hvaða verkefni þarf að ráðast í til að ná m.a. markmiðum um aukna samkeppnishæfni og meiri arðsemi.

Markmið vinnustofanna
Markmið vinnustofanna er að draga fram ólík sjónarmið allra þeirra aðila sem tengjast ferðaþjónustu með beinum og óbeinum hætti. Þarna er horft til sérstöðu hvers landshluta fyrir sig og horft fram á við. Hindranir og vandamál íhuguð og leitað sameiginlegra lausna.

Það er von okkar sem að þessu standa að sem flestir sjái sér hag í því að vera með í þessu samstarfi. Allar frekari upplýsingar veita starfsfólk Gekon.
Friðfinnur Hermannsson S: 860 1045
Rósbjörg Jónsdóttir S: 892 2008
 

Dagskrá vinnustofunnar í Eldey 8.janúar 2013:

Kl. 09:00 -10:15

-Inngangur – Fulltrúi Gekon
-Af hverju klasasamstarf í ferðaþjónustu? Fulltrúi Gekon
-Virðisauki í ferðaþjónustu – Rannveig Grétarsdóttir, Elding
-Fróðleikur sem snýr að viðkomandi svæði. – Fulltrúi Gekon

Kaffihlé

Kl. 10:30 – 12:00
-Helstu áskoranir og þarfir í hverjum landshluta – erindi frá fagaðilum
   Sérstaða landshlutans
   Skipulag og stjórnun ferðaþjónustu á svæðinu
   Þekking og hæfni á svæðinu
   Græn nálgun
   Markaðsmál

Hádegisverðarhlé

Kl. 12:45-16:00
-Hópavinna
Þátttakendur taka þátt í hópavinnu er tengist þeim efnisflokkum sem erindin á undan endurspegla. Ef menn óska eftir að taka þátt í ákveðnum efnisflokki verður reynt að koma því við eftir því sem aðstæður leyfa.

Samantekt og fundarlok


Athugasemdir