Fréttir

Samtök um söguferðaþjónustu álykta um mikilvægi menningararfsins

Á 350 ára afmælisdegi Árna Magnússonar handritasafnara í dag, sendu Samtök um söguferðaþjónustu frá sér þrjár ályktanir sem samþykktar voru á félagsfundi samtakanna á dögunum.
Lesa meira

Stjórnun og forysta í ferðaþjónustu

Stjórnun og forysta í ferðaþjónustu er nám sem Háskólinn í Reykjavík býður upp á og er sérsniðið að þörfum stjórnenda í ferðaþjónustu. Það hefst 20. nóvember en áhersla er lögð á hagnýta færni sem hægt að virkja í framkvæmd strax.
Lesa meira

Saga Travel hlaut nýsköpunarverðlaun SAF 2013

Ragnheiður Elín Árnadóttir, ferðamálaráðherra afhenti nýsköpunarverðlaun SAF – Samtaka ferðaþjónustunnar 2013 á Center Hótel Arnarhvoli í dag. Saga Travel hlaut verðlaunin á 15. afmælisdegi Samtaka ferðaþjónustunnar en þetta er í tíunda sinn sem samtökin veita verðlaunin.
Lesa meira

53 þúsund ferðamenn í október

Um 53 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í október í ár samkvæmt talningum Ferðamálastofu eða um 7.900 fleiri en í október í fyrra. Um er að ræða 17,6% aukningu ferðamanna milli ára.
Lesa meira

Tillaga um verndar- og stjórnunaráætlun fyrir Hverfjall (Hverfell)

Undanfarin misseri hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar, Skútustaðahrepps og landeiganda hafa unnið að gerð tillögu að verndar- og stjórnunaráætlunarinnar fyrir náttúruvættið Hverfjall (Hverfell) í Mývatnssveit. Tillagan hefur nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar þar sem jafnframt er hægt að skila inn athugasemdum.
Lesa meira

Gistinætur heilsárshótela í september

Hagstofan hefur birt tölur um gistinættur á hótelum í september síðastliðnum. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast þannig hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Lesa meira

Pink Iceland til liðs við VAKANN

VAKINN, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar heldur áfram að eflast. Nýjasti þátttakandinn sem lokið hefur úttektarfeli er fyrirtækið Pink Iceland.
Lesa meira