Fara í efni

Saga Travel hlaut nýsköpunarverðlaun SAF 2013

Sævar Freyr Sigurðsson stofnanadi  Saga Travel með Ragnheiði Elínu og Árni Gunnarssyni, formanni SAF
Sævar Freyr Sigurðsson stofnanadi Saga Travel með Ragnheiði Elínu og Árni Gunnarssyni, formanni SAF

Ragnheiður Elín Árnadóttir, ferðamálaráðherra afhenti nýsköpunarverðlaun SAF – Samtaka ferðaþjónustunnar 2013 á Center Hótel Arnarhvoli í dag. Saga Travel hlaut verðlaunin á 15. afmælisdegi Samtaka ferðaþjónustunnar en þetta er í tíunda sinn sem samtökin veita verðlaunin.

Saga Travel er alhliða ferðaskipuleggjandi og ferðaskrifstofa sem lagt hefur metnað sinn í vöruþróun í samvinnu við fjölda fyrirtækja í landinu öllu og heimafólk á Norðurlandi. Fyrirtækið hefur skapað sér verðugan sess í íslenskri ferðaþjónustu norðan heiða með því að bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu, nýjar ferðavörur, á öllum tímum ársins og jafnvel á öllum tímum sólarhringsins, sjá nánar á www.sagatravel.is Afar mikilvægt er huga að vöruþróun í þeirri ört vaxandi atvinnugrein sem ferðaþjónusta á Íslandi er í dag með það fyrir augum að nýta betur innviði og auka framlegð í greininni. Fyrirtækið Saga Travel hefur skapað sér verðugan sess í íslenskri ferðaþjónustu og hefur sannarlega verið vítamínsprauta í vöruþróun ferðaþjónustu á Norðurlandi, segir í frétt frá SAF.