Fara í efni

Þrjú störf hjá Evrópska ferðamálaráðinu

etc
etc

Vert er að benda á að Evrópska ferðamálaráðið (European Travel Commission - ETC) hefur auglýst þrjú störf laus til umsóknar.

Sameiginlegur vettvangur Evrópulanda
Ferðamálastofa hefur í áratugi verið aðili að ETC fyrir Íslands hönd. Innan þessara rúmlega 60 ára gömlu samtaka eru nú 39 ferðamálaráð jafnmargra þjóða. Skrifstofur ETC eru í  Brussel en hlutverk samtakanna er meðal annars að kynna Evrópu sem áfangastað ferðamanna, safna og miðla margháttaðri þekkingu milli aðildarlandanna, svo sem tölfræðiupplýsingum og rannsóknum og fleira.

Þau störf sem um ræðir lúta að:

  • Markaðs- samskipta- og kynningarmálum (Marketing, Communications & PR Manager)
  • Rannsókna- og þróunarmálum (Research & Development Manager)
  • Fjármálum, mannauðsmálum og stjórnun (Finance, HR & Administration Manager)

Nánar á vef ETC