Fara í efni

Ferðamönnum í júní fjölgaði um rúm 13%

Júní 2012
Júní 2012

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 74.325 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð í nýliðnum júnímánuði eða tæplega níu þúsund fleiri en í júní á síðasta ári.

13,3% aukning milli ára
Ferðamenn í júní síðastliðnum voru 13,3% fleiri en í sama mánuði í fyrra en á því ellefu ára tímabili sem Ferðamálastofa hefur verið með brottfarartalningar í Leifsstöð hefur aukningin í júní verið að jafnaði 9,0% milli ára.

Bandaríkjamenn og Þjóðverjar nærri þriðjungur ferðamanna
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í júní frá Bandaríkjunum (19,2%) og Þýskalandi (13,0%) en þar á eftir komu ferðamenn frá Bretlandi (7,9%), Noregi (7,9%), Frakklandi (5,9%), Danmörku (5,6%) og Svíþjóð (5,4%). Samanlagt voru þessar sjö þjóðir tæplega tveir þriðju ferðamanna í júní.

Aukning frá öllum markaðssvæðum í júní
Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá aukningu frá þeim öllum, hlutfallslega mesta frá Bretlandi (34,6%), N-Ameríku (20,3%) og löndum sem flokkuð eru undir annað (17,9%).

18,4% fleiri ferðamenn á fyrri helmingi ársins
Alls hafa 244.885 erlendir ferðamenn farið frá landinu á fyrri helmingi ársins eða 37.999 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin milli ára nemur 18,4%. Hlutfallsleg aukning hefur verið frá öllum mörkuðum, langmest þó frá Bretlandi eða 42,6%, N-Ameríku (27,1%) og löndum sem flokkuð eru undir önnur svæði (21,8%). Hlutfallsleg aukning er heldur minni frá Mið- og S-Evrópu (7,2%) og Norðurlöndunum (6,0%).

Utanferðir Íslendinga
Rúmlega 1.900 fleiri Íslendingar fóru utan í júní ár en í sama mánuði í fyrra. Í júní í ár voru þeir 39.361 en í fyrra 37.438. Frá áramótum hafa 170.820 Íslendingar farið utan, um átta þúsund fleiri en á fyrri helmingi ársins 2011. Aukningin nemur 5,1% milli ára.

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/ferðamannatalningar hér á vefnum.
Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is

Júní eftir þjóðernum Janúar - júní eftir þjóðernum
      Breyting milli ára       Breyting milli ára
  2011 2012 Fjöldi (%)   2011 2012 Fjöldi (%)
Bandaríkin 11.580 14.258 2.678 23,1   Bandaríkin 29.534 38.483 8.949 30,3
Bretland 4.360 5.878 1.518 34,8   Bretland 31.735 45.252 13.517 42,6
Danmörk 4.532 4.175 -357 -7,9   Danmörk 16.448 15.946 -502 -3,1
Finnland 1.467 1.969 502 34,2   Finnland 4.662 5.822 1.160 24,9
Frakkland 3.946 4.412 466 11,8   Frakkland 11.820 13.409 1.589 13,4
Holland 2.178 2.319 141 6,5   Holland 8.191 8.618 427 5,2
Ítalía 1.251 1.385 134 10,7   Ítalía 2.746 2.946 200 7,3
Japan 590 557 -33 -5,6   Japan 3.214 4.366 1.152 35,8
Kanada 2.513 2.698 185 7,4   Kanada 6.113 6.838 725 11,9
Kína 1.389 2.093 704 50,7   Kína 3.099 4.689 1.590 51,3
Noregur 5.294 5.850 556 10,5   Noregur 18.456 21.345 2.889 15,7
Pólland 2.136 2.313 177 8,3   Pólland 5.884 5.938 54 0,9
Rússland 254