Horfur væntingar og millilandaflug

Horfur væntingar og millilandaflug
Sumarkunnun 20112

Flugklasinn í Eyjafirði, sem gengur undir nafninu Air 66, gengst fyrir ráðstefnu á Hótel KEA föstudaginn 9. mars kl. 10-12. Yfirskriftin er "Horfur væntingar og millilandaflug".

• Hvað gera erlendir ferðamenn á Íslandi?
Ferðavenjukönnun Ferðamálastofu
- Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri Ferðamálastofu

• Heldur aukning ferðamanna áfram í sama takti og verið hefur?
Hvernig er útlitið hjá Icelandair?
- Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair

• Millilandaflug á Akureyrarflugvöll og fjölgun flugfélaga á Keflavíkurflugvelli - framtíðarsýn.
- Guðný Jóhannsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar ISAVIA

• Erlendir ferðamenn á Norðurlandi – niðurstöður úr könnun meðal ferðamanna
á Akureyrarflugvelli
– Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála

Fundarstjóri verður Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Vinsamlega sendið skráningu á arnheidur@nordurland.is.

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson - arctic-images.com


Athugasemdir