Fréttir

Pink Iceland hlutu nýsköpunarverðlaun SAF 2012

Nýsköpunarverðlaun SAF – Samtaka ferðaþjónustunnar 2012 voru afhent á Grand Hótel Reykjavík í dag en þetta er í níunda sinn sem samtökin veita verðlaunin. Ferðaskipuleggjendurnir Pink Iceland hlutu verðlaunin að þessu sinni en fyrirtækið sérhæfir sig í að þjónusta samkynhneigða ferðalanga sem vilja koma til Íslands. Markaðssetning að þörfum skilgreindra hópa er leiðin til fá til landsins fleiri en þá sem vilja aðeins upplifa náttúru og víðerni, segir í tilkynningu frá SAF. „Landið hefur meira að bjóða og heimsþekkt umburðarlyndi gagnvart samkynhneigðum og sterk réttarstaða þeirra hefur Pink Iceland gert að aðdráttarafli sem leggur til uppbyggingar ferðaþjónustu í takti við þessi markmið.“ Í rökstuðningi segir að eftirfarandi hafi einkum legið til grundvallar ákvörðun dómnefndar: Nú þegar gestum til landsins fjölgar sem aldrei fyrr er bæði mikilvægt og skynsamlegt að dreifa þessum gestafjölda yfir landið og árið. Forsenda þess að það sé hægt er að greina þann hóp betur sem til landsins sækir, væntingar hans og þarfir, og ekki síst hluta hann niður eftir þessari greiningu. Með vandaðri markaðshlutun og faglegri markaðssetningu sem nýtir sér niðurstöður hennar verður hægt að skapa nýjar vörur sem nýta sér nýjar og jafnvel áður óþekktar auðlindir íslenskrar ferðaþjónustu. Með verðlaunahöfunum á myndinni eru Árni Gunnarsson, formaður SAF, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem afhenti verðlaunin. Nánari upplýsingar og myndir á vef SAF
Lesa meira

VAKINN er á góðri siglingu

Alls hafa 62 fyrirtæki sótt um þátttöku í VAKANUM, hinu nýja gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar sem fór af stað fyrr á árinu. Af þeim eru fjögur fyrirtæki sem hafa lokið ferlinu og eru fullgildir þátttakendur í VAKANUM. Þau fyrirtæki sem lokið hafa úttektarferli eru Elding hvalaskoðun, Bílaleiga Akureyrar - Höldur, Iceland Excursions- Allrahanda og Atlantic ferðaskrifstofa. Meðfylgandi mynd var einmitt tekin þegar þau fengu viðurkenningar sínar afhentar. 45 fyrirtæki í úttektarferliSamtals 45 fyrirtæki til viðbótar eru í úttektarferli og nokkur þeirra eru á lokastigum í umsóknarferlinu. Sjá má lista yfir nöfn þessara fyrirtækja inn á heimasíðu VAKANS http://www.vakinn.is/Vakinn/thatttakendur/ Þá er nú unnið hörðum höndum að innleiðngu næsta hluta kerfisins sem er stjörnuflokkun fyrir gististaði og er stefnt á að taka hann í notkun á komandi ári.
Lesa meira

Íslensk ferðaþjónusta kemur vel út úr evrópskum samanburði

Evrópska ferðamálaráðið ETC gefur ársfjórðungslega út skýrslu um þróun og horfur í ferðamálum álfunnar. Skýrslan fyrir þriðja ársfjórðung var að koma út og ljóst að Íslendingar geta vel við unað í samanburði við önnur aðildarlönd ETC. Sem kunnugt er hafa mörg Evrópulönd verið að takast á við erfiðar efnahagslegar aðstæður. Í því umhverfi hefur ferðaþjónstan í álfunni sýnt styrk sinn og flest Evrópulönd geta státað af fjölgun ferðamanna það sem af er ári, samanborðið við fyrra ár, bæði frá fjærmörkuðum og öðrum Evrópulöndum. Efnahagsástandið hefur áhrifÞó hefur hægt á vexti greinarinnar eftir því sem liðið hefur á árið, sem merkja má bæði af tölum frá flugfélögum og nýtingu gistirýmis. Þetta  telur ETC að megi a.m.k. að hluta til skýra í ljósi efnahagsástandsins, þ.e. fólk leitar í auknu mæli í ódýrari valkosti og styttri ferðir, bæði innan eigin lands og innan álfunnar. Áhyggjur af eftirspurn og verðlaginguÞá virðist eftirspurn eftir hótelgistingu vera minni en aukning í ferðalögum gefur tilefni til að ætla, sem geti bent til þess að fólk sæki í auknu mæli í ódýrari form gistingar. Þá benda tölur til að erfitt geti reynst að halda uppi eða hækka verð á ferðaþjónustu, sem komið geti niður á afrakstri greinarinnar. Hvað varðar framtíðarhorfur þá telur ETC að þær verði áfram í nokkurri óvissu, í ljósi ótryggs efnahagsástands álfunnar. Ísland víðast við toppinnSem fyrr segir getur Ísland vel við unað í samanburði við önnur Evrópulönd. Gildir það hvort sem horft er til fjölgunar ferðamanna eða talna um nýtingu hótelgistingar.  Skýrsluna í heild má nálgast hér að neðan European Tourism 2012 - Trends and Prospects (PDF - 2 MB)
Lesa meira

Stöngin inn í Þjórsárdal

Fornleifavernd ríkisins, í samvinnu við Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Arkitektafélag Íslands, efndu í sumar til almennrar hugmyndasamkeppni um tillögur að hönnun ásýndar og umhverfis fornleifa sem eru við Stöng í Þjórsárdal. Úrslit voru kunngerð í vikunni og kallast verðlaunatilagan „Stöngin inn“. Minjastaður í fyrsta skipti hannaður heildrænt Með verkefninu sem er minjastaður á Íslandi í fyrsta skipti hannaður heildrænt með hliðsjón af umhverfisþáttum og með það í huga að gera hann aðgengilegan og áhugaverðan fyrir almenning. Hér er því um frumkvöðlaverkefni að ræða. Áhugi er fyrir að gera sem flestar af fornleifunum í dalnum aðgengilegar fyrir ferðamenn á næstu árum. Hugsanlegt er að yfirfæra megi hugmyndina að fullu eða að hluta yfir á aðrar fornleifar í dalnum. Markmiðið er að nýta megi lausnina sem tillögu að því hvernig megi vinna að svipuðum verkefnum í framtíðinni á öðrum íslenskum minjastöðum. Vel varðveittar minjarMinjarnar í Þjórsárdal eru hvað best varðveittar allra minja frá víkingaöld, þökk sé ef svo má segja, öskufalli sem lagði byggðina í rúst fyrir mörgum öldum. Færa á rústirnar í upprunalegt horft og byggja yfir þær. Gefur góð fyrirheit um heilsteypta umgjörðÞau Karl Kvaran og Sahar Ghaderi frá Íran urðu hlutskörpust en þau hafa mest unnið á meginlandi Evrópu, aðallega í Frakklandi. Timburpallur verður reistur yfir gamla bæinn að Stöng og birtan gegnum timbrið á hliðunum vísar í ljóstýrur í rökkvuðum hýbýlum fyrri tíma. Verðlaunatillagan þykir afgerandi og sterk og gefa góð fyrirheit um heilsteypta umgjörð um hinar merku minjar. Mynd af verðlaunatillögunni má sjá hér með fréttinni en rökstuðning dómnefndar og nánari upplýsingar má nálgast í PDF-skjalinu hér að neðan. Stöngin inn (PDF)
Lesa meira

Góður árangur MK nema í Makedóníu

Nemendur úr Hótel- og matvælaskólanum í MK og hótelstjórnunarnemi úr César Ritz náminu sýndu góðan árangur í árlegri nemakeppni Evrópusamtaka hótel-, matvæla- og ferðamálaskóla sem haldin var í Makedóníu dagana 8.-13. október síðastliðinn. Komu meðal annars heim með bronsverðlaun í eftirréttagerð. Nemakeppnin er liðakeppni þar sem dregnir eru saman þátttakendur frá ólíkum löndum sem síðan spreyta sig á verkefnum tengdum áherslusviðum þeirra í námi. Að þessu sinni var keppt í eftirréttagerð, gestamóttöku, framreiðslu, barþjónustu, ferðakynningum, matreiðslu og stjórnun. Nemendurnir sem kepptu fyrir hönd Íslands voru Andri Már Ragnarsson, bakaranemi og Stefanía Höskuldsdóttir, nemi í César Ritz hótelstjórnunarfræðum. Nánar í fréttatilkynningu
Lesa meira

Markvisst markaðsstarf í ferðaþjónustu

Undanfarin ár hafa Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) í samstarfi við Opna háskólinn í Reykjavík boðið upp á hagnýtt stjórnendanám. SAF hefur nú ákveðið að endurskoða námið, bjóða upp á einstök hagnýt námskeið og hefur fengið reynslumikla aðila úr ferðaþjónustu sem leiðbeinendur á námskeiðunum. Ferðaþjónustuaílar eru hvattir til að nýta tækifærið og vakin er athygli á því félagsmenn SAF fá sérstakan afslátt af námskeiðunum. Þegar er tveimur námskeiðum af þremur lokið, þ.e. Árangursrík viðskipti á netinu fyrir ferðaþjónustuaðila og Fjármál og áætlanagerð í ferðaþjónustu. Þriðja námskeiðið, Markvisst markaðsstarf í ferðaþjónustu verður haldið 27. nóvember. Leiðbeinandi er Rósbjörg Jónsdóttir Kennsla fer fram í Opna háskólanum í HR að Menntavegi 1, við Nauthólsvík. Hvert námskeið er samtals átta klukkustundir og er kennt frá kl. 9:00 – 17:00. Hvert námskeið kostar 45.000 krónur en sértilboð til félagsmanna SAF er 39.000 krónur. Hægt er að smella á hlekkinn hér að ofan til að skrá sig og nálgast nánari upplýsingar um námskeiðin.  
Lesa meira

Ferðamálaþing 2012 - Hugsaðu þér stað!

"Hugsaðu þér stað!" er yfirskrift ferðamálaþings 2012 sem Ferðamálastofa efnir til föstudaginn 23. nóvember. Þingið er haldið í Hörpu, Kaldalóni, kl 13-17. Þingið er að þessu sinni helgað mikilvægi heildasýnar við uppbyggingu áfangastaða. Það hefst með ávarpi ráðherra ferðamála, Steingríms J. Sigfússonar og í lokin verða umhverfisverðlaun Ferðamálastofu afhent. Þingstjóri er Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri  Icelandair Hótel  Akureyri. Þeir sem eiga lengra að sækja geta fylgst með ráðstefnunni í beinni útsendingu á Netinu. Dags: 23. nóvember kl. 13-17 Staður: Harpa, Kaldalón Aðgangur:  Ókeypis Skráning: Skráning á Ferðamálaþing 2012 (ekki nauðsynlegt fyrir þau sem ein-göngu ætla að fylgjast með á Netinu)  Dagskrá:13:00 Ávarp ráðherra ferðamála og setning -  Steingrímur J. Sigfússon13:20  Í upphafi skyldi endinn skoða - Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri13:35 How to make a destination? - From slag heaps to a successful tourist destination          – Anya Niewerra, General Director – Tourist Board South Limburg, Hollandi14:20 Stutt kaffihlé14:30 Áfangastaðurinn Siglufjörður  – Finnur Yngvi Kristinsson, verkefnisstjóri  Rauðku 14:50 Mikilvægi ferðaþjónustu fyrir sveitarfélög – Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði15:10 Samspil þjóðgarðs og ferðaþjónustu– Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði15:30 Ásýnd og aðkoma þéttbýliskjarna á Íslandi          – Sigrún Birgisdóttir, fagstjóri í hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.15:45 Umræður og fyrirspurnir16:00 Afhending umhverfisverðlauna Ferðamálastofu16:15 Ráðstefnulok og léttar veitingar   Þingstjóri  Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri  Icelandair Hótel  Akureyri Sent út á netinuÞeir sem eiga lengra að sækja geta fylgst með ráðstefnunni í beinni útsendingu á Netinu. Leiðbeiningar til að tengjast eru hér að neðan. Athugið að þau sem ætla að fylgjast með á Netinu þurfa ekki að skrá sig sérstaklega á ráðstefnuna. Uppsetning á nýjustu útgáfu Java:Til að byrja með er nauðsynlegt að tryggja að tölvan sé með nýjustu útgáfu af Java forritinu (er á öllum tölvum en ekki víst að þið séuð með það nýjasta). Þannig að best er að byrja á að fara inn á www.java.com, hlaða þar niður nýjustu útgáfu (áberandi hnappur á miðjum skjánum) og setja upp. Þetta getur tekið nokkrar mínútur.  Tengjast fundinum:Til að tengjast fundinum er farið inn á þessa vefslóð sem verður virk skömmu áður en ráðstefnan hefst:https://fundur.thekking.is/startcenter/Join.xhtml?sinr=846782774&sipw=nv64 Athugið að samþykkja þau skilaboð sem upp koma en í flestum tilfellum kemur tvívegis upp gluggi þar sem smellt er á „run“. Eftir það á fundur að hefjast.    
Lesa meira

Sex þúsund fleiri ferðamenn í október í ár en fyrra

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 44.994 erlendir ferðamenn frá landinu í október síðastliðnum eða um sex þúsund fleiri en í sama mánuði árið 2011. Aukning milli ára 15,9%Ferðamenn í október í ár voru 15,9% fleiri en í október árið 2011. Þegar litið er til fjölda ferðamanna á ellefu ára tímabili (2002-2012) má sjá að jafnaði 10,2% aukningu milli ára frá árinu 2002. Bretar, Bandaríkjamenn og Norðmenn 45% ferðamannaAf einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í október frá Bretlandi (21,0%), Bandaríkjunum (13,1%) og Noregi (11,1%). Ferðamenn frá Danmörku (7,5%), Þýskalandi (6,0%) og Svíþjóð (5,9%) fylgdu þar á eftir. Af einstaka þjóðum fjölgaði Bretum og Norðmönnum mest milli ára í október. Þannig komu um 1.800 fleiri Bretar í ár en í fyrra og tæplega 1.300 fleiri Norðmenn. Einstök markaðssvæðiÞegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá aukningu frá öllum mörkuðum í október nema N-Ameríku sem stendur í stað. Aukningin var 22,8% frá Bretlandi, 18,3% frá Mið- og S-Evrópu, 15,0% frá Norðurlöndunum og 23,6% frá löndum sem flokkuð eru undir "Annað". Ferðamenn frá áramótumÞað sem af er ári hefur 581.951 erlendur ferðamaður farið frá landinu eða 85.055 fleiri en á sama tímabili í fyrra en um er að ræða 17,1% aukningu milli ára. Aukning hefur verið frá öllum mörkuðum, 34,0% aukning frá Bretlandi, 16,7% frá N-Ameríku, 12,6% frá Mið- og S-Evrópu, 9,8% frá Norðurlöndunum og 23,2% frá löndum sem eru flokkuð undið "Annað". Ferðir Íslendinga utanUm 35 þúsund Íslendingar fóru utan í október síðastliðnum, 10,4% fleiri en í október 2011. Frá áramótum hafa 310.698 Íslendingar farið utan, 6,3% fleiri en árinu áður þegar brottfarir mældust um 292 þúsund. Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/Ferðamannatalningar hér á vefnum. Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is Október eftir þjóðernum Janúar - október eftir þjóðernum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2011 2012 Fjöldi (%)   2011 2012 Fjöldi (%) Bandaríkin 5.549 5.912 363 6,5   Bandaríkin 70.721 85.000 14.279 20,2 Bretland 7.703 9.458 1.755 22,8   Bretland 57.684 77.313 19.629 34,0 Danmörk 3.450 3.392 -58 -1,7   Danmörk 37.815 37.753 -62 -0,2 Finnland 779 935 156 20,0   Finnland 11.180 12.289 1.109 9,9 Frakkland 1.598 1.196 -402 -25,2   Frakkland 34.142 38.963 4.821 14,1 Holland 1.475 1.414 -61 -4,1   Holland 18.709 19.924 1.215 6,5 Ítalía 302 338 36 11,9   Ítalía 11.818 13.063 1.245 10,5 Japan 535 671 136 25,4   Japan 5.678 8.266 2.588 45,6 Kanada 1.999 1.702 -297 -14,9   Kanada 17.270 17.728 458 2,7 Kína 637 1.080 443 69,5   Kína 7.718 12.245 4.527 58,7 Noregur 3.747 5.008 1.261 33,7   Noregur 38.408 46.481 8.073 21,0 Pólland 633 754 121 19,1   Pólland 12.344 12.933 589 4,8 Rússland 216 413 197 91,2   Rússland 2.430 4.466 2.036 83,8 Spánn 485 931 446 92,0   Spánn 13.545 14.610 1.065 7,9 Sviss 336 1.021 685 203,9   Sviss 9.887 12.457 2.570 26,0 Svíþjóð 2.440 2.648 208 8,5   Svíþjóð 29.877 32.280 2.403 8,0 Þýskaland 2.230 2.703 473 21,2   Þýskaland 54.745 61.856 7.111 13,0 Annað 4.722 5.418 696 14,7   Annað 62.925 74.324 11.399 18,1 Samtals 38.836 44.994 6.158 15,9   Samtals 496.896 581.951 85.055 17,1                       Október eftir markaðssvæðum Janúar - október eftir markaðssvæðum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2011 2012 Fjöldi (%)   2011 2012 Fjöldi (%) Norðurlönd 10.416 11.983 1.567 15,0   Norðurlönd 117.280 128.803 11.523 9,8 Bretland 7.703 9.458 1.755 22,8   Bretland 57.684 77.313 19.629 34,0 Mið-/S-Evrópa 6.426 7.603 1.177 18,3   Mið-/S-Evrópa 142.846 160.873 18.027 12,6 N-Ameríka 7.548 7.614 66 0,9   N-Ameríka 87.991 102.728 14.737 16,7 Annað 6.743 8.336 1.593 23,6   Annað 91.095 112.234 21.139 23,2 Samtals 38.836 44.994 6.158 15,9   Samtals 496.896 581.951 85.055 17,1                       Ísland 32.153 35.481 3.328 10,4   Ísland 292.354 310.698 18.344 6,3
Lesa meira

Gistinætur heilsárhótela í september

Hagstofan hefur birt tölur um gistinættur á hótelum í september síðastliðnum. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið þannig að til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. 14% fjölgun í september Gistinætur á hótelum í september voru 156.000 samanborið við 136.500 í september 2011. Gistinætur erlendra gesta voru um 82% af heildarfjölda gistinátta í september en gistinóttum þeirra fjölgaði um 15% samanborið við september 2011. Á sama tíma voru gistinætur Íslendinga 11% fleiri en árið áður. Fjölgun í öllum landshlutumÁ höfuðborgarsvæðinu voru gistinætur 109.500 eða um 11% fleiri en í september 2011. Á Norðurlandi fjölgaði gistinóttum um 30%, voru 12.900 samanborið við 9.900 í september 2011. Á Suðurlandi voru 15.900 gistinætur á hótelum í september sem er um 25% aukning samanborið við fyrra ár. Gistinætur á Austurlandi voru 6.300 í september og fjölgaði um 21%. Gistinóttum á Suðurnesjum fjölgaði milli ára um 13%, voru 6.600 samanborið við 5.800 í september 2011. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða fjölgaði gistinóttum um 2% en þar var fjöldi gistinátta 4.700. 16% fjölgun fyrstu níu mánuði ársinsGistinætur á hótelum fyrstu níu mánuði ársins 2012 voru 1.421.900 til samanburðar við 1.222.000 á sama tímabili árið 2011. Gistinóttum erlendra gesta hefur fjölgað um 18% á meðan gistinóttum Íslendinga hefur fjölgað um 9%. Nánar á vef Hagstofunnar
Lesa meira

Farfuglar álykta um skattamál

Rekstraraðilar Farfuglaheimilanna á Íslandi, sem funduðu á Dalvík laugardaginn 27. október, senda stjórnvöldum eftirfarandi skilaboð. Við lýsum djúpum áhyggjum af boðuðum virðisaukaskattshækkunum á gistiþjónustu, sem og stórfelldri hækkun á aðflutningsgjöldum á bílaleigubílum. Hvort tveggja mun rýra samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands og draga úr vilja og getu ferðamanna sem hingað koma til að leggja upp í lengri ferðir um landið. Þannig ganga þessar aðgerðir í berhögg við eitt af markmiðum ferðamálaályktunar sem samþykkt var á Alþingi 2011, þar sem segir m.a.  “að stuðla beri að betri dreifingu ferðamanna um landið". Við viljum einnig benda á, að verulegt misræmi er á skattlagningu innan greinarinnar og einnig í samanburði við aðrar gjaldeyrisskapandi greinar í landinu.Sé það vilji stjórnvalda að auka tekjur af ferðaþjónustu á Íslandi væri nærtækara að einfalda og jafna skattheimtu og ná í skottið á meintum undanskotsmönnum, í stað þess að gera þeim sem standa í skilum lífið þungbært með auknum álögum. Nánari upplýsingar veitir Markús Einarsson, framkvæmdastjóri Farfugla í síma 861 9434.
Lesa meira