Markvisst markaðsstarf í ferðaþjónustu

Undanfarin ár hafa Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) í samstarfi við Opna háskólinn í Reykjavík boðið upp á hagnýtt stjórnendanám. SAF hefur nú ákveðið að endurskoða námið, bjóða upp á einstök hagnýt námskeið og hefur fengið reynslumikla aðila úr ferðaþjónustu sem leiðbeinendur á námskeiðunum. Ferðaþjónustuaílar eru hvattir til að nýta tækifærið og vakin er athygli á því félagsmenn SAF fá sérstakan afslátt af námskeiðunum.

Þegar er tveimur námskeiðum af þremur lokið, þ.e. Árangursrík viðskipti á netinu fyrir ferðaþjónustuaðila og Fjármál og áætlanagerð í ferðaþjónustu. Þriðja námskeiðið, Markvisst markaðsstarf í ferðaþjónustu verður haldið 27. nóvember. Leiðbeinandi er Rósbjörg Jónsdóttir

Kennsla fer fram í Opna háskólanum í HR að Menntavegi 1, við Nauthólsvík. Hvert námskeið er samtals átta klukkustundir og er kennt frá kl. 9:00 – 17:00.

Hvert námskeið kostar 45.000 krónur en sértilboð til félagsmanna SAF er 39.000 krónur.

Hægt er að smella á hlekkinn hér að ofan til að skrá sig og nálgast nánari upplýsingar um námskeiðin.

 


Athugasemdir