Fara í efni

Sex þúsund fleiri ferðamenn í október í ár en fyrra

okt 12
okt 12

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 44.994 erlendir ferðamenn frá landinu í október síðastliðnum eða um sex þúsund fleiri en í sama mánuði árið 2011.

Aukning milli ára 15,9%
Ferðamenn í október í ár voru 15,9% fleiri en í október árið 2011. Þegar litið er til fjölda ferðamanna á ellefu ára tímabili (2002-2012) má sjá að jafnaði 10,2% aukningu milli ára frá árinu 2002.

Bretar, Bandaríkjamenn og Norðmenn 45% ferðamanna
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í október frá Bretlandi (21,0%), Bandaríkjunum (13,1%) og Noregi (11,1%). Ferðamenn frá Danmörku (7,5%), Þýskalandi (6,0%) og Svíþjóð (5,9%) fylgdu þar á eftir.

Af einstaka þjóðum fjölgaði Bretum og Norðmönnum mest milli ára í október. Þannig komu um 1.800 fleiri Bretar í ár en í fyrra og tæplega 1.300 fleiri Norðmenn.

Einstök markaðssvæði
Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá aukningu frá öllum mörkuðum í október nema N-Ameríku sem stendur í stað. Aukningin var 22,8% frá Bretlandi, 18,3% frá Mið- og S-Evrópu, 15,0% frá Norðurlöndunum og 23,6% frá löndum sem flokkuð eru undir "Annað".

Ferðamenn frá áramótum
Það sem af er ári hefur 581.951 erlendur ferðamaður farið frá landinu eða 85.055 fleiri en á sama tímabili í fyrra en um er að ræða 17,1% aukningu milli ára. Aukning hefur verið frá öllum mörkuðum, 34,0% aukning frá Bretlandi, 16,7% frá N-Ameríku, 12,6% frá Mið- og S-Evrópu, 9,8% frá Norðurlöndunum og 23,2% frá löndum sem eru flokkuð undið "Annað".

Ferðir Íslendinga utan
Um 35 þúsund Íslendingar fóru utan í október síðastliðnum, 10,4% fleiri en í október 2011. Frá áramótum hafa 310.698 Íslendingar farið utan, 6,3% fleiri en árinu áður þegar brottfarir mældust um 292 þúsund.

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/Ferðamannatalningar hér á vefnum.

Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is

Október eftir þjóðernum Janúar - október eftir þjóðernum
      Breyting milli ára       Breyting milli ára
  2011 2012 Fjöldi (%)   2011 2012 Fjöldi (%)
Bandaríkin 5.549 5.912 363 6,5   Bandaríkin 70.721 85.000 14.279 20,2
Bretland 7.703 9.458 1.755 22,8   Bretland 57.684 77.313 19.629 34,0
Danmörk 3.450 3.392 -58 -1,7   Danmörk 37.815 37.753 -62 -0,2
Finnland 779 935 156 20,0   Finnland 11.180 12.289 1.109 9,9
Frakkland 1.598 1.196 -402 -25,2   Frakkland 34.142 38.963 4.821 14,1
Holland 1.475 1.414 -61 -4,1   Holland 18.709 19.924 1.215 6,5
Ítalía 302 338 36 11,9   Ítalía 11.818 13.063 1.245 10,5
Japan 535 671 136 25,4   Japan 5.678 8.266 2.588 45,6
Kanada 1.999 1.702 -297 -14,9   Kanada 17.270 17.728 458 2,7
Kína 637 1.080 443 69,5   Kína 7.718 12.245 4.527 58,7
Noregur 3.747 5.008 1.261 33,7   Noregur 38.408 46.481 8.073 21,0
Pólland 633 754 121 19,1   Pólland 12.344 12.933 589 4,8
Rússland 216 413 197