Fara í efni

Góður árangur MK nema í Makedóníu

Matvælanemar
Matvælanemar

Nemendur úr Hótel- og matvælaskólanum í MK og hótelstjórnunarnemi úr César Ritz náminu sýndu góðan árangur í árlegri nemakeppni Evrópusamtaka hótel-, matvæla- og ferðamálaskóla sem haldin var í Makedóníu dagana 8.-13. október síðastliðinn. Komu meðal annars heim með bronsverðlaun í eftirréttagerð.

Nemakeppnin er liðakeppni þar sem dregnir eru saman þátttakendur frá ólíkum löndum sem síðan spreyta sig á verkefnum tengdum áherslusviðum þeirra í námi. Að þessu sinni var keppt í eftirréttagerð, gestamóttöku, framreiðslu, barþjónustu, ferðakynningum, matreiðslu og stjórnun. Nemendurnir sem kepptu fyrir hönd Íslands voru Andri Már Ragnarsson, bakaranemi og Stefanía Höskuldsdóttir, nemi í César Ritz hótelstjórnunarfræðum.

Nánar í fréttatilkynningu