Fréttir

Sprotafyrirtæki býður leiðsögn í snjallsíma

Nýtt íslenskt forrit fyrir ferðamenn Locatify Iceland er komið í sölu í netverslun Apple. Það er gert fyrir iPhone og iPod Touch tæki og býður upp á sjálfvirka leiðsögn í snjallsíma. Forritið er hannað af Leifi Birni Björnssyni en Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir hefur haft yfirumsjón með efnisgerð. Um er að ræða nýjung fyrir ferðamenn sem vilja ferðast um á eigin vegum. Þeir fá þá leiðsögn sögumanns sem fer með þá í tilbúna leiðangra. Leiðsögnin er sótt yfir netið og höluð beint í símann. Síðan er hægt að njóta ferðarinnar án nettengingar með sögumanninn (SmartGuide) í símanum. Ferðastu með eigin leiðsögumanniLeiðangrar eru í boði þar sem ferðmenn geta á eigin vegum kannað landið og hlustað á sögur úr umhverfinu undir dyggri leiðsögn leiðsögumanna og leikara. Staðsetning (GPS) kemur af stað frásögnum á viðeigandi stöðum. Sérhönnuð sögukort fylgja hverri ferð ásamt ljósmyndum sem birtast á skjánum. Einnig er aðgangur að Google Maps kortum með öllum leiðöngrunum. Í þessari fyrstu útgáfu er boðið upp á sex ferðir á Suðvesturhorni Íslands á allt að sex tungumálum en leiðangrar hafa verið unnir á átta tungumálum. Margar mismunandi leiðsagnirAðalferðin er Gullni hringurinn, heilsdagsferð þar sem snjallsögumaðurinn segir frá og leiðbeinir bæði í bílferðinni og í gönguferðum um Þingvelli, Geysi og víðar. Þar er sagt frá á 90 stöðum og jafnmargar myndir birtast um leið. Styttri og lengri ferðir eru í boði um Reykjavík, Hafnarfjörð og Borgarfjörð, þar sem áhersla er lögð á sérkenni hvers staðar fyrir sig. Víkingaarfleiðin er kynnt í samstarfi við Landnámssetið í Borgarnesi, í Hafnarfirði eru álfaslóðir kannaðar og í Reykjavík eru miðbæjarferðir og listaferð þar sem söfn og fallegir staðir innan borgarmarkanna eru skoðaðir. Einnig er boðið upp á ferð sem unnin er í samstarfi við Grapevine en hún er frí og greinir frá því helsta sem er að gerast í miðbænum. Sérhannað sögukortLeiðsöguforritið og svokölluð Grapevine ferð fást endurgjaldslaust en aðrar ferðir kosta á bilinu 500 til 3000 krónur. Forritð býður notendum upp á sérhannað sögukort þar sem leið og sögustaðir eru merktir inn á kortið þannig að ferðalangar geta séð hvar þeir eru staðsettir. Google Maps er jafnframt til staðar þannig að auðvelt er að fylgja leiðinni. Einnig er hægt að njóta leiðangranna án þess að færa sig um set með því að skoða myndirnar, hlusta á snjallsögumanninn og kanna kortin. Sú aðferð býður upp á góða landkynningu og kveikir draum um að sækja landið heim. Sprotafyrirtækið LocatifyLocatify ehf er íslenskt sprotafyrirtæki stofnað haustið 2009 með það að markmiði að bjóða uppá leiðsagnir og sögur í síma. Sögufólk í ferðaþjónustu getur á auðveldan og hagkvæman hátt hannað ferðir um sín svæði. Þannig er hægt að bjóða uppá ferðir á fámenna staði og laða að fleiri ferðamenn, segir í frétt frá Locatify. Nánari upplýsingar fást á vef Locatify www.locatify.com
Lesa meira

All in London - Bretland

allinlondon.co.uk    
Lesa meira

All in London - Bretland

allinlondon.co.uk    
Lesa meira

Vestnorden 2010 - viðburður sem enginn í íslenskri ferðaþjónustu má missa af

Nú eru rétt um tveir mánuðir þar til hin árlega Vestnorden ferðakaupstefnan verður haldin. Íslendingar sjá um framkvæmdina í ár og má búast við fjölbreyttri og líflegri kaupstefnu. Segja má að Vestnorden 2010 hafi vissa sérstöðu. Bæði fer hún nú fram í 25. sinn og því um afmælisár að ræða. Þá var henni valinn staður á Akureyri, í hinu glænýja ráðstefnu- og menningarhúsi Hofi, sem nú er verið að keppast við að leggja lokahönd á. Vaxandi áhugi fólks á norðurslóðumFerðamálayfirvöld á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum standa sem fyrr að Vestnorden undir merkjum NATA-samstarfsins og sér fyrirtækið Congress Reykjavík um skipulagninguna nú. ?Það er vissulega nokkuð sérstakt að halda Vestnorden á þessu afmælisári og við finnum fyrir auknum áhuga af þeim sökum. Það er ekki endilega sjálfgefið að viðburðir sem þessir hafi svo langan líftíma, sem er bæði til marks um það góða samstarf sem er á milli landanna þriggja í þessum málum og eins vaxandi áhuga fólks á norðurslóðum,? segir Lára B. Pétursdóttir hjá Congress Reykjavík. Skráning á vestnorden.comÁ Vestnorden eiga ferðaþjónustuaðilar frá löndunum þremur kost á að hitta ferðaheildsala víða að en síðast þegar kaupstefnan var haldin hér á landi tóku þátt rúmlega 200 ferðaheildsalar frá tæplega 30 löndum. Skráningar eru komnar vel af stað en skráningarfrestur er til 5. ágúst. Ég hvet ferðaþjónustuaðila til að skrá sig sem fyrst því Vestnorden 2010 er viðburður sem enginn í íslenskri ferðaþjónustu má missa af,? segir Lára. Skráning og nánari upplýsingar eru á vef Vestnorden www.vestnorden.com. Sýnendur bóki gistingu sem fyrstSýnendur sjá sjálfir um að bóka gistingu sína fyrir norðan og þeir eru hvattir til að gera það fyrir 31. júlí - eftir það geta skipuleggjendur ekki ábyrgst að gisting sé til staðar en núna er næga gistingu að fá: Sjá nánar á vef Vestnorden 2010 
Lesa meira

All in London - Bretland

allinlondon.co.uk    
Lesa meira

Ný gönguleið á Fimmvörðuhálsi

Ný gönguleið hefur verið stikuð yfir Goðahraun á Fimmvörðuhálsi. Ferðamálastofa er meðal aðila sem komu að verkefninu og styrkti endurbætur á stígnum frá Básum og upp á Fimmvörðuháls. Nýja gönguleiðin liggur m.a. um gígana Magna og Móða og er leiðin merkt með gulum stikum. Við val á gönguleið var haft í huga að röskun á nýja hrauninu yrði í lágmarki en jafnframt að ferðamaðurinn gæti notið hins stórkostlegu landslags og náttúruminja sem þar er að finna. Hafa ber í huga að mikil gosaska er á öllu svæðinu og getur orðið mikil svifryksmengun og villugjarnt þegar hreyfir vind. Stikun leiðarinnar var framkvæmd í samstarfi eftirtalinna aðila: Ríkislögreglustjóra-Almannavarnadeild, sýslumann og lögreglu á Hvolsvelli, sveitarfélagið Rangárþing eystra, Skógrækt ríkisins, Ferðafélagi Íslands, Ferðamálastofu, Útivist, Farfugla og Umhverfisstofnunar. Kort af leiðinni má sjá hér fyrir neðan. Göngubrýr á hjólumÞessu tengt má nefna að Útivist hefur sett upp nýjar göngubrýr á Krossá á Þórsmerkursvæðinu sem Ferðamálastofa styrkti einnig. Brýrnar eiga að leysa úr brýnni þörf hjá göngufólki sem þarf að komast milli Goðalands og Þórsmerkur, en síðustu ár hafa göngumenn þurft að vaða eina eða fleiri kvíslar Krossár til að komast þar á milli. Fyrir er göngubrú undir Valahnjúki en jökulsár eins og Krossá breyta gjarnan farvegi sínum og síðustu ár hefur áin að mestum hluta runnið framhjá brúnni. Með þessum nýju göngubrúm leysist sá vandi því brýrnar eru á hjólum og er því hægt að færa þær til eftir því sem áin breytir sér.
Lesa meira

Niðurstöður rannsókna á ferðamennsku á Kili

Nú eru komnar hér inn á vefinn þrjár skýrslur þar sem kynntar eru niðurstöður rannsóknar á ferðamennsku á Kili sem unnin var fyrir styrk frá Ferðamálastofu. Verkefnið er unnið sem hluti af stærra verkefni sem hefur að meginmarkmiði að afla þekkingar sem nýtist við gerð landnýtingaráætlunar fyrir ferðamennsku á hálendi Íslands. Landnýtingaráætlun hefur það að markmiði að hálendið nýtist sem best til sem fjölbreytilegastrar útivistar og ferðamennsku án þess að gengið sé á auðlindina. Slík áætlun byggir á rannsóknum á þolmörkum ferðamennsku, annars vegar með hliðsjón af upplifun ferðamanna og hins vegar með hliðsjón af hvers konar ferðamennsku umhverfið þolir og hentar til. ?Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á hvers konar ferðamennska er stunduð á Kili á sumrin, hvernig ferðamenn upplifa ferðalag sitt um Kjöl og hvers konar uppbyggingu þeir telja æskilega,? segir Anna Dóra Sæþórsdóttir m.a. í inngangi, en hún stýrði rannsókninni. Sem fyrr segir eru skýrslurnar þrjár talsins og allar á PDF-formi. Í skýrslunni Kafað ofan í kjölinn á viðhorfum ferðamanna á Kili eru birtar niðurstöður þeim hluta verkefnisins  sem snýr að upplifun ferðamanna á Kili. Í annari skýrslu er töluleg greining á viðhorfum ferðamanna á Kili. Í þriðju skýrslunni er síðan að finna greiningu á viðtölum við ferðamenn á Kili.  
Lesa meira

Breytingar á lögum um skipan ferðamála

Þann 1. júní sl. samþykkti Alþingi breytingar á lögum nr. 73/2005 um skipan ferðamála. Breytingarnar lúta í fyrsta lagi að því að umsækjendur um ferðaskrifstofu- og ferðaskipuleggjendaleyfi leggi fram ábyrgðartryggingu frá vátryggingafélagi. Í öðru lagi er iðnaðarráðherra veitt heimild til að setja ákvæði í reglugerð m.a. um flokkun leyfa, öryggismál og eftirlit og í þriðja lagi er Ferðamálaskrifstofu veitt tímabundin heimild vegna ársins 2010 til að ákveða að fjárhæð trygginga vegna alferða geti haldist óbreytt eða lækka hana samkvæmt rökstuddri beiðni ferðaskrifstofu. Skilyrði fyrir undanþágunni er þau að verulegur samdráttur hafi orðið í sölu alferða. Nánar má kynna sér breytingarnar í meðfylgjandi PDF-skjali. Lög um breytingu á lögum um skipan ferðamála    
Lesa meira

Strategies.fr - Frakkland

Strategies.fr    
Lesa meira

Stern.de - Þýskaland

Stern.de - Viðtal við Katrínú Júlíusdóttur    
Lesa meira