Niðurstöður rannsókna á ferðamennsku á Kili

Niðurstöður rannsókna á ferðamennsku á Kili
Hveravellir

Nú eru komnar hér inn á vefinn þrjár skýrslur þar sem kynntar eru niðurstöður rannsóknar á ferðamennsku á Kili sem unnin var fyrir styrk frá Ferðamálastofu.

Verkefnið er unnið sem hluti af stærra verkefni sem hefur að meginmarkmiði að afla þekkingar sem nýtist við gerð landnýtingaráætlunar fyrir ferðamennsku á hálendi Íslands. Landnýtingaráætlun hefur það að markmiði að hálendið nýtist sem best til sem fjölbreytilegastrar útivistar og ferðamennsku án þess að gengið sé á auðlindina. Slík áætlun byggir á rannsóknum á þolmörkum ferðamennsku, annars vegar með hliðsjón af upplifun ferðamanna og hins vegar með hliðsjón af hvers konar ferðamennsku umhverfið þolir og hentar til. ?Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á hvers konar ferðamennska er stunduð á Kili á sumrin, hvernig ferðamenn upplifa ferðalag sitt um Kjöl og hvers konar uppbyggingu þeir telja æskilega,? segir Anna Dóra Sæþórsdóttir m.a. í inngangi, en hún stýrði rannsókninni.

Sem fyrr segir eru skýrslurnar þrjár talsins og allar á PDF-formi.

Í skýrslunni Kafað ofan í kjölinn á viðhorfum ferðamanna á Kili eru birtar niðurstöður þeim hluta verkefnisins  sem snýr að upplifun ferðamanna á Kili.

Í annari skýrslu er töluleg greining á viðhorfum ferðamanna á Kili.

Í þriðju skýrslunni er síðan að finna greiningu á viðtölum við ferðamenn á Kili.


 


Athugasemdir