Fréttir

Umfjöllun í Hollandi

Umfjöllun í Hollandi - tíamritsgrein (PDF)  
Lesa meira

Clash Music

Clash Music      
Lesa meira

Open Magazine

Open Magazine        
Lesa meira

Clash Music

Clash Music      
Lesa meira

Fjöldi erlendra ferðamanna í júní

Brottfarir erlendra gesta um Leifsstöð í júní voru 53.500, eitt þúsund færri en í júní á síðasta ári. Fækkunin nemur tveimur prósentum milli ára. Frá áramótum hafa 170.400 erlendir gestir farið frá landinu, 8.500 færri en árinu áður, fækkunin nemur tæpum fimm prósentum á milli ára. Þróunin á milli einstakra markaðssvæða er nokkuð ólík í júní. Þannig er veruleg fjölgun frá Norður-Ameríku, eða rúm 21% á meðan fækkun er frá öðrum mörkuðum. Þó má sjá fjölgun hjá einstökum löndum, þannig fjölgar Þjóðverjum í júní um 13,3% á milli ára, Frökkum um 7,8% og Norðmönnum um 5,3%. Veruleg fækkun er hins vegar frá Hollandi, eða 38,8% og má m.a. rekja það til fjölda Hollendinga sem kom til landsins í tengslum við landsleik Íslands og Hollands í júní í fyrra í undankeppni HM í knattspyrnu. Hvað varðar fjölgun frá Bandaríkjunum þá hefur orðið mest aukning á svokölluðum ?stop-over? farþegum sem dvelja hér á landi í 2-4 sólarhringa á leið sinni yfir hafið. Einnig hefur sætaframboð aukist til Bandaríkjanna, t.d. með flugi á vegum Iceland Express. Sé litið á árið í heild eru niðurstöður áþekkar, þ.e. fjölgun frá Norður-Ameríku en fækkun víðast annars staðar. Góð fjölgun Breta fyrstu þrjá mánuði ársins skilar þó aukningu þaðan upp á 3,5% frá áramótum. Íslendingar fara nú utan í auknum mæli. Þannig fóru 13,4% fleiri utan í júnímánuði í ár en í fyrra en frá áramótum hefur brottförum þeirra fjölgað um tæp 6%. Framundan eru tveir stærstu ferðamánuðir ársins, júlí og ágúst. Í fyrra voru nærri 40% brottfara erlendra gesta í Leifsstöð í þessum mánuðum. Nánari niðurstöður úr talningunum má sjá í töflunni hér að neðan.   Júní eftir þjóðernum Janúar-júní eftir þjóðernum       Breyting milli ára         Breyting milli ára   2009 2010 Fjöldi (%)     2009 2010 Fjöldi (%) Bandaríkin 6.024 7.150 1.126 18,7   Bandaríkin 18.589 20.035 1.446 7,8 Bretland 4.377 4.042 -335 -7,7   Bretland 28.438 29.437 999 3,5 Danmörk 4.363 4.080 -283 -6,5   Danmörk 17.016 13.816 -3.200 -18,8 Finnland 1.617 1.449 -168 -10,4   Finnland 4.696 4.290 -406 -8,6 Frakkland 3.086 3.326 240 7,8   Frakkland 9.045 9.208 163 1,8 Holland 3.034 1.857 -1.177 -38,8   Holland 8.072 6.841 -1.231 -15,3 Ítalía 1.284 903 -381 -29,7   Ítalía 2.555 2.108 -447 -17,5 Japan 558 327 -231 -41,4   Japan 3.378 2.982 -396 -11,7 Kanada 1.606 2.095 489 30,4   Kanada 3.731 3.954 223 6,0 Kína 822 798 -24 -2,9   Kína 1.856 1.824 -32 -1,7 Noregur 3.967 4.176 209 5,3   Noregur 16.127 14.984 -1.143 -7,1 Pólland 2.194 2.304 110 5,0   Pólland 6.209 5.266 -943 -15,2 Spánn 893 746 -147 -16,5   Spánn 2.148 2.242 94 4,4 Sviss 1.030 991 -39 -3,8   Sviss 2.106 2.043 -63 -3,0 Svíþjóð 3.521 3.058 -463 -13,1   Svíþjóð 14.124 11.579 -2.545 -18,0 Þýskaland 7.317 8.291 974 13,3   Þýskaland 16.802 16.839 37 0,2 Annað 8.796 7.905 -891 -10,1   Annað 23.977 22.909 -1.068 -4,5 Samtals 54.489 53.498 -991 -1,8   Samtals 178.869 170.357 -8.512 -4,8 Júní eftir markaðssvæðum Janúar-júní eftir markaðssvæðum       Breyting milli ára         Breyting milli ára   2009 2010 Fjöldi (%)     2009 2010 Fjöldi (%) Norðurlönd 13.468 12.763 -705 -5,2   Norðurlönd     51.963     44.669 -7.294 -14,0 Bretland 4.377 4.042 -335 -7,7   Bretland     28.438     29.437 999 3,5 Mið-/S-Evrópa 16.644 16.114 -530 -3,2   Mið-/S-Evrópa     40.728     39.281 -1.447 -3,6 Norður Ameríka 7.630 9.245 1.615 21,2   Norður Ameríka 22.320 23.989 1.669 7,5 Annað 12.370 11.334 -1.036 -8,4   Annað     35.420     32.981 -2.439 -6,9 Samtals 54.489 53.498 -991 -1,8   Samtals 178.869 170.357 -8.512 -4,8 Ísland 26.763 30.358 3.595 13,4 Ísland 124.969 132.092 7.123 5,7
Lesa meira

Heimsókn söluaðila golfferða og blaðamanna

Í liðinni viku var hér í heimsókn hópur söluaðila golfferða og blaðamenn frá golftímaritum. Ferðin var á vegum Golf Iceland samtakanna sem vinna að því að kynna golf  á Íslandi fyrir erlendum kylfingum. Á síðasta ári urðu samtökin aðili að IAGTO  ( The Global Golf Tourism Organisation) og samhliða var unnin markaðs- og aðgerðaráætlun fyrir samtökin til næstu ára. Var umrædd ferð liður í henni. Átján aðilar tóku þátt í ferðinni. Söluaðilar komu frá ferðaskrifstofum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi og Hollandi. Fjölmiðlafólkið kom frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku og skrifar í helstu golftímarit  í þessum löndum. Að sögn Magnúsar Oddssonar hjá Golf Iceland lék hópurinn golf á fjórum völlum á þremur dögum auk þess að heimsækja og skoða tvo til viðbótar. ?Auk þessa hóps þá hafa erlendir fjölmiðlar verið mikið á ferðinni hér að kynna sé golf. Í júní komu t.d. golffjölmiðlamenn frá Finnlandi, Noregi, Bretlandi og Austurríki að kynna sér golf á Íslandi,? segir Magnús. Samtökin GOLF ICELAND eru samtök 14 golfvalla og 11 ferðaþjónustufyrirtækja auk Ferðamálastofu og Golfsambands Íslands sem vinna að því að kynna golf  á Íslandi fyrir erlendum kylfingum. Hér  er hluti hópsins áður en hann lagði af stað í miðnæturgolfið í Grafarholti. William M Anslow forstjóri Grey Owl Golf ferðaskrifstofu í Bretlandi og Charlie Brown eigandi Charlie Brown?s Travel í Bandaríkjunum um miðnætti í Grafarholti sl. miðvikudag.
Lesa meira

Gistinóttum fækkaði um 10% í maí

Gistinætur á hótelum í maí síðastliðnum voru 105.100 en 117.000 í sama mánuði árið 2009. Þetta kemur fram í gistináttatölum Hagstofunnar sem birtar voru í dag. Fækkun gistinátta nær til allra landsvæða nema Austurlands og Suðurlands en þar fjölgaði gistinóttum milli ára. Á Norðurlandi fækkaði gistinóttum um 17%, voru 8.200 samanborið við 9.800 í maí 2009. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði  gistinóttum úr 81.200 í 70.100 eða tæp 14% miðað við maí 2009. Á Vesturlandi og Vestfjörðum voru 3.500 gistinætur í maí sem er 5% minna en í maí 2009. Á Suðurnesjum voru 4.100 gistinætur í maí sem er litlu minna en árið áður. Gistinætur á Austurlandi voru 4.900 í maí og fjölgaði um 14% samanborið við maí 2009. Gistinóttum fjölgaði einnig á Suðurlandi, voru 14.300 sem er tæplega 3% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Fækkun gistinátta á hótelum í maí nær bæði til Íslendinga og erlendra gesta, en gistinóttum Íslendinga á hótelum fækkaði um 21% samanborið við maí 2009 en gistinóttum erlendra gesta fækkaði um 8%. Rúmlega 1% fækkun frááramótumGistinætur fyrstu fimm mánuði ársins voru 416.600 en 421.600 á sama tímabili 2009. Gistinóttum fjölgaði á Suðurlandi um 5%, á Norðurlandi um 4% og um 3% á Austurlandi samanborið við sama tímabil 2009. Á öðrum landsvæðum fækkaði gistinóttum milli ára, mest á Vesturlandi og Vestfjörðum um 12%. Fyrstu fimm mánuði ársins fækkaði gistinóttum Íslendinga um 5% en gistinætur útlendinga eru svipaðar miðað við sama tímabil 2009. Hagstofan vekur sem fyrr athygli á að að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Tölur fyrir 2010 eru bráðabirgðatölur.
Lesa meira

Open Magazine

Open Magazine        
Lesa meira

Clash Music

Clash Music      
Lesa meira

Open Magazine

Open Magazine        
Lesa meira