Fréttir

Vefur Vestnorden 2010 opnaður

Vefur Vestnorden ferðakaupstefnunnar 2010 hefur nú verið opnaður og í næstu viku verður hægt að byrja að skrá sig til þátttöku. Kaupstefnan verður haldin í nýja menningarhúsinu Hofi á Akureyri daganna 15.-17. september næstkomandi. Vestnorden 2010 verður sú 25. í röðinni en hún er haldin árlega og er til skiptis í umsjón Íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga. Sýnendur á kaupsstefnunni koma frá vestnorrænu löndunum þremur og á Vestnorden hitta þeir ferðaheildsala hvaðanæva að úr heiminum og eiga með þeim stutta fundi sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Þarna er um að ræða fyrirtæki sem eru að selja, eða hafa hug á að selja, ferðir til vestnorrænu landanna. Ferðamálastofa hefur umsjón með Vestnorden á Íslandi en framkvæmd að þessu sinni er í höndum Congress Reykjavík. Á vef Vestnorden eru allar nánari upplýsingar og þar er einnig hægt að skrá sig til þátttöku. www.vestnorden.com
Lesa meira

Samstaða og baráttuhugur einkenndi ferðamálaþing

Samstaða og baráttuhugur einkenndi fjölsótt ferðamálaþing á Hilton Reykjavík Nordica í gær. Tæplega 300 manns sóttu þingið sem Ferðamálastofa stóð fyrir í samvinnu við iðnaðarráðuneytið. Ákveðið var að breyta áður ákveðinni dagskrá þingsins og helga það þeim atburðum sem hæst hafa borið síðustu daga, það er eldgosinu í Eyjafjallajökli og áhrifum þess á ferðaþjónustuna. Á þinginu kom skýrst fram að mesta tjónið sem tengist gosinu er það sem ferðaþjónustan hefur orðið fyrir og hefur nú meðal annars verið brugðist með sérstöku markaðsátaki í samvinnu stjórnvalda og greinarinnar, sem formlega var skrifað undir á þinginu. Þjóðverjinn Norbert Pfefferlein  flutti erindi sem hann kallaði ?Tourism means globalization ? natural disasters are global by nature?. Þar fór hann yfir náttúruhamfarir og aðrar hamfarir sem dunið hafa á ferðaþjónustunni á liðnum árum og hver áhrif þeirra hafa verið til lengri og skemmri tíma. Í máli sínu lagði hann m.a. áherslu á mikilvægri þess að koma réttum skilaboðum á framfæri. Hann taldi ýmis tækifæri fyrir Ísland í núverandi stöðu, í kjölfar mikillar fölmiðlaumfjöllunar. Erindi Valþórs Hlöðverssonar, framkvæmdastjóra Athygli, fjallaði einmitt um að móta umræðuna. Hann taldi viðbrögð í þeim efnum hafa verið skjót í kjölfar eldgossins. Sérstakt viðbragsteymi hafi tekið til starfa og gripið til ýmissa ráða til að beina umræðunni á réttar brautir. Sigurður Valur Sigurðsson frá Iceland Express og Helgi Már Björgvinsson frá Icelandair fóru yfir áhrif gossins frá sjónarhóli flugfélaganna. Sigurður Valur sagði ljóst að stóra tjónið væri hjá flugfélögunum og öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum. Hann ítrekaði mikilvægi markaðsátaksins, sem væri djörf hugmynd sem vonadi myndi ganga upp. Helgi Már fór m.a. yfir hvernig Icelandair brást við með breytingum á flugáætlun sinni. Þá rakti hann viðbrögð við öðrum ógnunum sem hafa komið upp. Hann lagði áherslu á þau tækifæri sem Ísland hefði þrátt fyrir þessa ógnun nú. Þórólfur Árnason, stjórnarformaður ISAVIA, fór yfir gestgjafahlutverkið, þjónustu og væntingar. Lagði hann m.a. áherslu á mikilvægi þess að setja sér markmið og huga einnig að innviðumLeó Sigurðsson öryggis- heilsu- og umhverfisstjóri Actavis á Íslandi, fór yfir hættur og ógnanir, hvernig Actavis hefur brugðist við ógnunum, hvað þyrfti að gera til að vera undirbúin að bregðast við. Þá fjallaði Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri um nýútkomna skýrslu sem unnin var að hennar beiðni. Farið var í að móta og framkvæma verkefni í anda sviðsmyndagerðar (scenarios) um hugsanlega atburðarrás við framvindu eldgossins í Eyjafjallajökli og áhrif náttúruhamfaranna á ferðaþjónustuna. Einnig að gera gróf drög að viðbragðsáætlun fyrir ferðaþjónustuaðila til að mæta hugsanlegum áföllum og/eða tækifærum. Eldfjöll selja, voru skilaboð Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðings, sem m.a. hefur reynslu af því að bjóða upp á sérstakar ferðir þar sem fólk skoðar fræðist um og skoðar eldfjöll. Hann taldi stjórnvöld ekki hafa brugðist nægjanlega vel við Eyjafjallajökulsgosinu og glatað tækifæri á að nýta sér þá miklu fjölmiðlaumfjöllun sem Ísland naut. Að lokum sátu fyrir svörum þau Helgi Már Björgvinsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair; Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri; Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála; Sigurður Valur Sigurðsson sölu og markaðsstjóri Iceland Express og Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF. (Sjá mynd) Öll erindi frá ráðstefnunni munu koma hér inn á vefinn.
Lesa meira

Þjóðarátak um að bjóða fólk velkomið

Á ferðamálaþingi í dag undirrituðu Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs samning við Icelandair, Reykjavíkurborg, Iceland Express, Útflutningsráð og Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) um markaðsátak í ferðaþjónustu í maí og júní 2010 vegna áhrifa eldgossins í Eyjafjallajökli á árinu 2010 á atvinnugreinina.
Lesa meira

Vá, öryggi og orðspor

Nú er komin hér inn á vefin ný skýrsla sem unnin var að beiðni Ólafar Ýrr Atladóttur ferðamálastjóra. Var farið í þá vinnu að móta og framkvæma verkefni í anda sviðsmyndagerðar (scenarios) um hugsanlega atburðarrás við framvindu eldgossins í Eyjafjallajökli og áhrif náttúruhamfaranna á ferðaþjónustuna. Á fyrsta fundi verkefnisins þann 21. apríl var verkefnið og helstu óvissuþættir skilgreindir. Ákveðið var að verkefnið yrði skilgreint sem hér segir:? Draga fram hugsanlega atburðarrás vegna framvindu náttúruhamfaranna og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna.? Gera gróf drög að viðbragðsáætlun fyrir ferðaþjónustuaðila til að mæta hugsanlegum áföllum og/eða tækifærum. Á öðrum degi sumars var haldið fjögurra tíma verkstæði fyrir sviðsmyndir með alls 20 fag ? og hagsmunaaðilum (sjá nafnalista í viðauka). Þessi skýrsla er afrakstur þessarar verkstæðisvinnu en áður hafði helstu niðurstöðum verið komið á framfæri til ferðamálastjóra 26. apríl í formi minnisblaðs.Í upphafi sviðmyndaverkstæðisins var sýnt myndbandið ?Katla og Kötluvá? eftir Ara Trausta Guðmundsson af vef Almannavarna ríkisins og í kjölfar þess fjallaði Ágúst Gunnar Gylfason frá Almannavörnum stuttlega um vá vegna eldgosa almennt. Því næst var þátttakendum skipt í fjóra hópa til að vinna að sviðsmyndalýsingu á grundvelli ólíkra forsenda og aðgerða til að mæta hugsanlegum áföllum og/eða tækifærum. Við vinnslu verkefnisins var lögð áhersla á að það ætti ekki að fjalla um mál er snerta almannaheill þar sem það væri hlutverk Almannavarna ríkisins, heldur eingöngu áhrif náttúruhamfara á ferðaþjónustuna, enda ber titill skýrslunnar það með sér, Eldgos á Suðurlandi. Undanfari hvers? Orðspor og öryggi. Það er mat skýrsluhöfunda að þessi tvö orð, öryggi og orðspor séu lykilorð til að styrkja enn frekar ferðaþjónustuna í náinni framtíð. Koma þarf á framfæri að hér sé gætt fyllsta öryggis þrátt fyrir hamfarir og að öll þjónusta sé til staðar til að mæta hugsanlegum afleiðingum þeirra. Skýrslan í heild (PDF)
Lesa meira

Fækkun ferðamanna í apríl

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu fóru 23 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í apríl síðastliðnum og er um að ræða 17% fækkun frá því í apríl á síðasta ári. Gosið í Eyjafjallajökli hefur haft sín áhrif, en framan af mánuði eða á tímabilinu 1.-13.apríl var 13,5% fjölgun í brottförum en á tímabilinu 14.-31. apríl nam fækkunin 40,7%. Að viðbættum 1000 brottförum erlendra gesta í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll nemur fækkunin 34,3%. Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá fækkun frá öllum mörkuðum, mest frá Norðurlöndunum eða 26,7%. N-Ameríkönum fækkaði um 17%, gestum frá Mið- og Suður Evrópu um 14%, Bretum um 9% og gestum frá öðrum mörkuðum um ríflega 9%. Frá áramótum hafa 88 þúsund erlendir gestir farið frá landinu sem er 1,8 prósenta fækkun frá árinu áður.  Ríflega fjórðungur (25,7%) gesta er frá Norðurlöndunum, fjórðungur frá Bretlandi, 18,7% frá Mið- og S-Evrópu, 11,7% frá N-Ameríku og 18,8% frá öðrum markaðssvæðum. Um fimmtungsfækkun  var í brottförum Íslendinga um Leifsstöð í apríl, voru 19.100 í apríl 2010 en 24.600 árinu áður. Brottförum Íslendinga frá áramótum hefur fjölgað um 2,5%  í samanburði við sama tímabil á fyrra ári.  Nánari skiptingu gesta um Leifsstöð eftir markaðssvæðum og einstaka þjóðernum má sjá í töflunum hér að neðan. Apríl eftir þjóðernum Janúar-apríl eftir þjóðernum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2009 2010 Fjöldi (%)   2009 2010 Fjöldi (%) Bandaríkin 2.105 2.117 12 0,6 Bandaríkin 8.940 9.325 385 4,3 Bretland 5.794 5.286 -508 -8,8 Bretland 19.737 22.065 2.328 11,8 Danmörk 3.053 1.971 -1.082 -35,4 Danmörk 9.308 6.871 -2.437 -26,2 Finnland 644 926 282 43,8 Finnland 1.703 1.999 296 17,4 Frakkland 1.382 1.141 -241 -17,4 Frakkland 4.184 4.422 238 5,7 Holland 1.020 821 -199 -19,5 Holland 3.417 3.512 95 2,8 Ítalía 290 211 -79 -27,2 Ítalía 900 903 3 0,3 Japan 282 258 -24 -8,5 Japan 2.514 2.452 -62 -2,5 Kanada 640 234 -406 -63,4 Kanada 1.177 972 -205 -17,4 Kína 242 189 -53 -21,9 Kína 672 751 79 11,8 Noregur 2.757 2.066 -691 -25,1 Noregur 8.317 7.659 -658 -7,9 Pólland 969 632 -337 -34,8 Pólland 2.873 2.184 -689 -23,9 Spánn 380 509 129 33,9 Spánn 889 1.163 274 30,8 Sviss 230 175 -55 -23,9 Sviss 735 747 12 1,6 Svíþjóð 2.733 1.773 -960 -35,1 Svíþjóð 7.059 6.146 -913 -12,9 Þýskaland 2.017 1.565 -452 -22,4 Þýskaland 6.489 5.714 -775 -11,9 Annað 3.247 3.213 -34 -1,0 Annað 10.829 11.215 386 3,6 Samtals 27.785 23.087 -4.698 -16,9 Samtals 89.743 88.100 -1.643 -1,8 Apríl eftir markaðssvæðum Janúar-apríl eftir markaðssvæðum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2009 2010 Fjöldi (%)   2009 2010 Fjöldi (%) Norðurlönd 9.187 6.736 -2.451 -26,7 Norðurlönd 26.387 22.675 -3.712 -14,1 Bretland 5.794 5.286 -508 -8,8 Bretland 19.737 22.065 2.328 11,8 Mið-/S-Evrópa 5.319 4.422 -897 -16,9 Mið-/S-Evrópa 16.614 16.461 -153 -0,9 Norður Ameríka 2.745 2.351 -394 -14,4 Norður Ameríka 10.117 10.297 180 1,8 Annað 4.740 4.292 -448 -9,4 Annað 16.888 16.602 -286 -1,7 Samtals 27.785 23.087 -4.698 -16,9 Samtals 89.743 88.100 -1.643 -1,8 Ísland 24.370 19.110 -5.260 -21,6 Ísland 75.800 77.694 1.894 2,5
Lesa meira

ISAVIA ohf. tekur til starfa

ISAVIA ohf., nýtt opinbert hlutafélag um sameinaða starfsemi Keflavíkurflugvallar ohf. og Flugstoða ohf. tók til starfa nú um mánaðamótin. Með sameiningu félaganna er stefnt að enn frekari hagræðingu og skilvirkni í rekstri flugvallar- og flugleiðsöguþjónustu í landinu og lagður grundvöllur að nýrri starfsemi og þjónustu á sviði flugs og viðskipta. Fjármálaráðherra fer með hlut ríkisins í félaginu en samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur faglegt eftirlit með starfseminni. Með breytingunni er öll flugvallaþjónusta, flugleiðsöguþjónusta og rekstur flugstöðva ásamt uppbyggingu og fjárfestingu í hvers kyns þjónustu hins opinbera á sviði flugmála, komin undir einn hatt. Félagið Flugstoðir ohf. var stofnað í ársbyrjun 2007 til þess að annast rekstrarþætti í þjónustu hins opinbera við flugstarfsemi sem áður voru í höndum Flugmálastjórnar Íslands. Félagið hefur annast uppbyggingu flugvalla og lendingarstaða á Íslandi annarra en Keflavíkurflugvallarásamt flugleiðsöguþjónustu sem Ísland veitir fyrir alþjóðlegt flug og innanlandsflug en stjórnsýsla og eftirlit eru eftir sem áður á ábyrgð Flugmálastjórnar Íslands. Næsti áfangi var þegar ábyrgð á flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli og málefni Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar voru færð frá utanríkisráðuneyti til samgönguráðuneytis í ársbyrjun 2008. Þá varð enn einn áfanginn þegar Keflavíkurflugvöllur ohf., tók formlega til starfa í ársbyrjun 2009 til þess að annast rekstur, viðhald og uppbyggingu flugvallarins og flugstöðvarinnar ásamt þjónustu við flugrekendur og hagnýtingu flugvallarins í þágu öryggis- og varnarmála. Starfsmenn ISAVIA og þriggja dótturfélaga þess eru samtals um 650. Forstjóri félagsins er Björn Óli Hauksson rekstrarverkfræðingur. Stjórn félagsins skipa Þórólfur Árnason formaður, Arnbjörg Sveinsdóttir, Arngrímur Jóhannsson, Ásta Rut Jónasdóttir, Jón Norðfjörð, Ragnar Óskarsson og Rannveig Guðmundsdóttir.
Lesa meira