Fara í efni

Málþing um gæða og umhverfismál í ferðaþjónustu

Seyðisfjörður
Seyðisfjörður

Miðvikudaginn 12. maí kl. 14-16 verður haldið málþing um gæða og umhverfismál í ferðaþjónustu  á Grandhótel í Reykjavík. Hægt er að skrá sig á málþingið hér að neðan en það verður einnig sent út beint á Netinu.

Smellið hér til að fylgjast með beinni útsendingu

Flutt verða fjögur erindi og á meðal fyrirlesara er Geoff Penrose ráðgjafi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Qualmark í Nýja Sjálandi. Erindi hans kallast "Building better tourism experiences, the Qualmark New Zealand story" og er það flutt á ensku. Að loknum framsögum segja nokkrir ábyrgir rekstraraðilar  í ferðaþjónustunni reynslusögur af þátttöku sinni í gæða- og umhverfisverkefnum. Að erindunum loknum fer fram  Afhending EDEN (European Destination of Excellence) verðlaunanna fyrir árið 2010.

Málþingið er haldið af Ferðamálastofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtökum ferðaþjónustunnar og Ferðamálasamtökum Íslands og er öllum opið.

Dagskrá:

14:00  Sýn Ferðamálastofu á gæða- og umhverfismál
  Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri
14:15 Building better tourism experiences, the Qualmark New Zealand story
  Geoff Penrose, ráðgjafi og fv. framkvæmdastjóri Qualmark
14:45 Hvað ber að varast í gæða- og umhverfisvottun
  Anne Maria Sparf, Umhverfisstofnun
14:55 Líklega þróun í gæða- og umhverfismálum á komandi árum
  Stefán Gíslason, Environice
15:05  Fyrirspurnir
Reynslusögur úr ferðaþjónustunni frá ábyrgum rekstraraðilum
15:25  Ferðaþjónusta Bænda, Berglind Viktorsdóttir
15:30  Hópbílar, Pálmar Sigurðsson
15:35  Farfuglaheimilin, Sigríður Ólafsdóttir
15:40 Elding Hvalaskoðun, Rannveig Grétarsdóttir
15:45  Íslenskir fjallaleiðsögumenn, Einar Torfi Finsson
15:50 Afhending EDEN (European Destination of Excellence) verðlaunanna fyrir 2010
16.00  Þinglok

Fundarstjóri: Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður þróunarsviðs Ferðamálastofu

Skráning á málþing