Fara í efni

Vá, öryggi og orðspor

gos3
gos3

Nú er komin hér inn á vefin ný skýrsla sem unnin var að beiðni Ólafar Ýrr Atladóttur ferðamálastjóra. Var farið í þá vinnu að móta og framkvæma verkefni í anda sviðsmyndagerðar (scenarios) um hugsanlega atburðarrás við framvindu eldgossins í Eyjafjallajökli og áhrif náttúruhamfaranna á ferðaþjónustuna.

Á fyrsta fundi verkefnisins þann 21. apríl var verkefnið og helstu óvissuþættir skilgreindir. Ákveðið var að verkefnið yrði skilgreint sem hér segir:
? Draga fram hugsanlega atburðarrás vegna framvindu náttúruhamfaranna og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna.
? Gera gróf drög að viðbragðsáætlun fyrir ferðaþjónustuaðila til að mæta hugsanlegum áföllum og/eða tækifærum.

Á öðrum degi sumars var haldið fjögurra tíma verkstæði fyrir sviðsmyndir með alls 20 fag ? og hagsmunaaðilum (sjá nafnalista í viðauka). Þessi skýrsla er afrakstur þessarar verkstæðisvinnu en áður hafði helstu niðurstöðum verið komið á framfæri til ferðamálastjóra 26. apríl í formi minnisblaðs.
Í upphafi sviðmyndaverkstæðisins var sýnt myndbandið ?Katla og Kötluvá? eftir Ara Trausta Guðmundsson af vef Almannavarna ríkisins og í kjölfar þess fjallaði Ágúst Gunnar Gylfason frá Almannavörnum stuttlega um vá vegna eldgosa almennt. Því næst var þátttakendum skipt í fjóra hópa til að vinna að sviðsmyndalýsingu á grundvelli ólíkra forsenda og aðgerða til að mæta hugsanlegum áföllum og/eða tækifærum.

Við vinnslu verkefnisins var lögð áhersla á að það ætti ekki að fjalla um mál er snerta almannaheill þar sem það væri hlutverk Almannavarna ríkisins, heldur eingöngu áhrif náttúruhamfara á ferðaþjónustuna, enda ber titill skýrslunnar það með sér, Eldgos á Suðurlandi. Undanfari hvers?

Orðspor og öryggi.
Það er mat skýrsluhöfunda að þessi tvö orð, öryggi og orðspor séu lykilorð til að styrkja enn frekar ferðaþjónustuna í náinni framtíð. Koma þarf á framfæri að hér sé gætt fyllsta öryggis þrátt fyrir hamfarir og að öll þjónusta sé til staðar til að mæta hugsanlegum afleiðingum þeirra.

Skýrslan í heild (PDF)