Fara í efni

Skipun stjórnar RMF 2010

lógó rmf
lógó rmf

Aðalfundur Rannskóknarmiðstöðvar ferðamála (RMF) 2010 var haldinn í liðinni viku. Á fundinum var meðal annars kosin stjórn og þar með hefur stjórn RMF verið endurnýjuð og allir stjórnarmenn fengið endurnýjað umboð frá þeim stofnunum sem þeir eru fulltrúar fyrir. Eru fulltrúar skipaðir til þriggja ára í senn. Stjórn ber meðal annars að skipa forstöðumann með embættisbréfi til þriggja ára. Forstöðumaður RMF er Edward H. Huijbensnns. Umboð hans þarf að endurnýja haustið 2011, þar sem gengið var frá núgildandi samning í ágúst 2008, segir í frétt frá RMF.

Stjórnina skipa nú:
Rögnvaldur Ólafsson, formaður Háskóli Íslands 
Anna Dóra Sæþórsdóttir Háskóli Íslands 
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir Háskólinn á Akureyri 
Fjóla Björk Jónsdóttir Háskólinn á Akureyri 
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Háskólinn á Hólum 
Bjarnheiður Hallsdóttir Samtök ferðaþjónustunnar 
Oddný Þóra Óladóttir Ferðamálastofa