04.12.2009
Gistibæklingurinn Áning er nú kominn út fimmtánda árið í röð en hann kemur út í 55.000 eintökum á íslensku, ensku og þýsku. Í bæklingnum er að finna upplýsingar um tæplega þrjú hundruð gististaði, um 80 tjaldsvæði og 60 sundlaugar og staðsetningu þeirra um land allt.
Áningu er dreift ókeypis á öllum helstu ferðamannastöðum innanlands, á upplýsingamiðstöðvum, hótelum og gistiheimilum og víðar. Áningu er einnig dreift til yfir 200 ferðaskrifstofa í Evrópu og Norður-Ameríku,sem selja ferðir til Íslands. Þá er Áningu einnig dreift um borð í Norrænu. Netútgáfu bæklingsins er að finna á www.heimur.is/world og www.icelandreview.com Útgáfufélagið Heimur hf. gefur bæklinginn út, ritstjóri er Ottó Schopka.
Lesa meira
04.12.2009
Gistinóttum á hótelum í október fjölgar um rúm 2% milli ára samkvæmt gistinátttalningu Hagstofunnar. Gistinóttum fjölgaði á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu en í öðrum landshlutum varð fækkun á milli ára.
Gistinætur á hótelum í október síðastliðnum voru 106.300 en voru 104.000 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fjölgaði á Suðurlandi úr 11.200 í 12.700 eða um tæp 13%. Á höfuðborgarsvæðinu fóru gistinætur úr 77.400 í 81.300 sem er aukning um rúm 5% milli ára.
Gistinóttum á Austurlandi fækkaði um 28% miðað við október 2008, úr 2.900 í 2.000. Á Norðurlandi fækkaði gistinóttum úr 5.100 í 3.800 eða um 25%. Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fækkaði gistinóttum úr 7.300 í 6.400 eða um tæp 13%. Gistinóttum erlendra ríkisborgara fjölgaði um 3% milli ára en gistinætur Íslendinga á hótelum í október voru svipaðar milli ára.
Svipaður fjöldi fyrstu tíu mánuði ársins Fjöldi gistinátta fyrstu tíu mánuði ársins var 1.206.000 en þær voru 1.203.500 á sama tímabili árið 2008. Gistinóttum fjölgaði á Norðurlandi um 7% og á Suðurlandi um 6%. Á öðrum landsvæðum fækkaði gistinóttum eða eru svipaðar milli ára. Mest fækkaði gistinóttum á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða eða um 12%. Fyrstu tíu mánuði ársins fækkaði gistinóttum Íslendinga um 11% á meðan gistinóttum erlendra ríkisborgara fjölgaði um rúm 3% miðað við sama tímabil árið 2008.
Lesa meira
02.12.2009
Alls fóru 24.376 erlendir gestir úr landi um Leifsstöð í nýliðnum nóvembermánuði eða um 13,5% færri gestir en í nóvember árinu áður. Fækkunin nemur 3.300 gestum.
Svipaður fjöldi kemur frá Bretlandi og löndum Mið- og Suður Evrópu, fjölgun er frá N-Ameríku en fækkun frá Norðurlöndunum og fjarmörkuðum og öðrum löndum Evrópu en þeim sem talningar Ferðamálastofu ná yfir.
Ferðum Íslendinga fjölgar í nóvemberFerðum Íslendinga fjölgar hins vegar nokkuð eða um 15,5% frá því í nóvember á síðasta ári. Í nóvember nýliðnum fór 19.521 Íslendingur utan en á árinu 2008 fóru 16.899 utan. Það sem af er árinu hefur orðið 39% fækkun í ferðum Íslendinga utan í samanburði við sama tímabil á árinu 2008.
Alls hafa 450.650 erlendir gestir farið frá landinu það sem af er árinu samkvæmt talningum Ferðamálastofu eða 3.600 færri en á sama tímabili í fyrra. Fækkunin er þó innan við 1% milli ára. Hér að neðan má sjá nánari skiptingu eftir þjóðerni og markaðssvæðum.
Nóvember eftir þjóðernum
Janúar-nóvember eftir þjóðernum
Breyting milli ára
Breyting milli ára
2008
2009
Fjöldi
(%)
2008
2009
Fjöldi
(%)
Bandaríkin
2.042
2.404
362
17,7
Bandaríkin
38.787
42.411
3.624
9,3
Bretland
4.957
5.017
60
1,2
Bretland
66.429
57.915
-8.514
-12,8
Danmörk
2.391
1.640
-751
-31,4
Danmörk
39.157
38.976
-181
-0,5
Finnland
468
399
-69
-14,7
Finnland
10.462
11.318
856
8,2
Frakkland
804
746
-58
-7,2
Frakkland
25.382
28.080
2.698
10,6
Holland
895
943
48
5,4
Holland
18.068
18.512
444
2,5
Ítalía
183
197
14
7,7
Ítalía
9.924
12.448
2.524
25,4
Japan
468
457
-11
-2,4
Japan
6.006
6.497
491
8,2
Kanada
225
223
-2
-0,9
Kanada
10.377
10.871
494
4,8
Kína
359
235
-124
-34,5
Kína
5.459
5.074
-385
-7,1
Noregur
2.392
2.433
41
1,7
Noregur
33.436
35.348
1.912
5,7
Pólland
1.254
535
-719
-57,3
Pólland
20.886
12.551
-8.335
-39,9
Spánn
147
207
60
40,8
Spánn
10.267
13.582
3.315
32,3
Sviss
100
84
-16
-16,0
Sviss
7.023
8.490
1.467
20,9
Svíþjóð
1.857
1.849
-8
-0,4
Svíþjóð
30.795
30.447
-348
-1,1
Þýskaland
1.201
1.108
-93
-7,7
Þýskaland
43.848
50.960
7.112
16,2
Annað
4.633
2.600
-2.033
-43,9
Annað
74.344
63.541
-10.803
-14,5
Samtals
24.376
21.077
-3.299
-13,5
Samtals
450.650
447.021
-3.629
-0,8
Nóvember eftir markaðssvæðum
Janúar-nóvember eftir markaðssvæðum
Breyting milli ára
Breyting milli ára
2008
2009
Fjöldi
(%)
2008
2009
Fjöldi
(%)
Norðurlönd
7.108
6.321
-787
-11,1
Norðurlönd
113.850
116.089
2.239
2,0
Bretland
4.957
5.017
60
1,2
Bretland
66.429
57.915
-8.514
-12,8
Mið-/S-Evrópa
3.330
3.285
-45
-1,4
Mið-/S-Evrópa
114.512
132.072
17.560
15,3
Norður Ameríka
2.267
2.627
360
15,9
Norður Ameríka
49.164
53.282
4.118
8,4
Annað
6.714
3.827
-2.887
-43,0
Annað
106.695
87.663
-19.032
-17,8
Samtals
24.376
21.077
-3.299
-13,5
Samtals
450.650
447.021
-3.629
-0,8
Ísland
16.899
19.521
2.622
15,5
Ísland
391.054
238.412
-152.642
-39,0
Lesa meira
01.12.2009
Iðnaðarráðuneytið og Ferðamálastofa gangast fyrir Ferðamálaþingi fimmtudaginn 14. janúar 2010. Þingið verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13.-17.
Verið er að leggja lokahönd á dagskrána sem verður auglýst síðar.
Mynd: Frá fjölsóttu ferðamálaþingi sem Iðnaðarráðuneytið og Ferðamálastofa héldu fyrir rúmu ári síðan.
Lesa meira