?Grænt Íslandskort? á vefnum

?Grænt Íslandskort? á vefnum
Seljalandsfoss

Á vefnum natturan.is hefur verið opnað það sem aðstandendur kalla ?Grænt Íslandskort?. Um er að ræða gagnvirkan vef með upplýsingum um vistvæna kosti hérlendis í viðskiptum og ferðamennsku.

Í fréttatilkynningu kemur fram að um er að ræða samvinnuverkefni Náttúran.is og alþjóðlega verkefnisins Green Map Systems og Háskóla Íslands. ?Græna Íslandskortið byggist á flokkunarkerfi Green Map og umfangsmikilli forvinnu Náttúran.is við skráningu aðila á Grænar síður og slær smiðshöggið á kortlagningu vistvænna kosta í viðskiptum og ferðamennsku á Íslandi,? segir orðrétt.

Kortið birtist á íslensku á Náttúran.is og á ensku á Nature.is. Öllum er frjálst að fá skráningu svo framarlega sem að starfsemin byggist á viðurkenndum vottunum eða aðferðafræði enda ekki ætlunin að grænþvo neinn sem ekki hefur unnið fyrir því. Tilgangur kortsins er að gefa yfirsýn yfir þá fjölmörgu umhverfisvænu kosti sem fyrir eru í landinu og hvetja fjólk til að nýta sér þá og styðja frekar þau fyrirtæki sem vinna á umhverfismeðvitaðan hátt. Þeir sem vilja skrá sig á græna kortið láti vita af sér á nature@nature.is. Grunnskráning er ókeypis. www.natturan.is


Athugasemdir