Fara í efni

Vestnorden 2008 - skráningarfrestur framlengdur til 8. ágúst

Vefur Vestnorden 2008
Vefur Vestnorden 2008

Ákveðið hefur verið að framlengja skráningarfrest fyrir  hina árlegu Vestnorden ferðakaupstefnu sem haldin verður í Reykjavík í haust. Síðasti möguleiki til að skrá sig er 8 ágúst næstkomandi.

Vestnorden 2008 fer fram dagana 15.-17. september í Reykjavík og þá í 23. sinn. Kaupstefnan er haldin til skiptis í umsjón Íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga. Þátttakendur eru stórir sem smáir ferðaþjónustuaðilar frá vestnorrænu löndunum þremur. Á Vestnorden hitta þeir ferðaheildsala hvaðanæva að úr heiminum og eiga með þeim stutta fundi sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Þarna er um að ræða fyrirtæki sem eru að selja, eða hafa hug á að selja, ferðir til vestnorrænu landanna og því felast mikilvæg viðskiptatækifæri í þátttöku.

Ferðamálastofa hefur umsjón með Vestnorden á Íslandi en framkvæmd að þessu sinni er í höndum Congress Reykjavík. Á vef Vestnorden eru allar nánari upplýsingar og þar er einnig hægt að skrá sig til þátttöku. www.vestnorden.com