Fara í efni

Gjaldeyristekjur 2001

Samkvæmt upplýsingum Seðlabankans um gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu árið 2001 urðu þær rúmlega 7 milljörðum meiri en árið 2000.  Aukning tekna vegna eyðslu í landinu er tæpir 5 milljarðar, en í fargjaldatekjum rúmlega 2 milljarðar .

  2000 2001 Breyting
Tekjur alls: 30.459 37.720 23,8%
Fargjaldatekjur: 12,492 14.839 18,8%
Eyðsla í landinu: 17.967 22.881 27,34%

Þegar tekið er tillit til gengisbreytinga á milli ára og áætlunar um dreifingu tekna eftir myntum virðist sem gera megi ráð fyrir að raunaukning geti verið um 1-2% í gjaldeyristekjum á milli ára.

Magnús Oddsson 08.03 02.