Fara í efni

Er seta í Ferðamálaráði ávísun á ráðherradóm?

Það virðist sem seta í Ferðamálaráði Íslands sé e.t.v. ávísun á eitthvað meira og stærra ef dæma má leiðir fyrrverandi formanns og varaformanns Ferðamálaráðs. Jón Kristjánsson var varaformaður ráðsins þegar hann var skipaður ráðherra heilbrigðis-og tryggingarmála í apríl á síðasta ári og nú tæpu ári seinna hverfur formaður FMR Tómas Ingi Olrich einnig til setu í ráðherrastóli því eins og kunnugt er tók hann við embætti menntamálaráðherra af Birni Bjarnasyni nú fyrir skemmstu.
Ferðamálaráð þakkar þeim vel unnin störf og óskar þeim velfarnaðar.