Fara í efni

Nýjar niðurstöður úr könnun Ferðamálaráðs

Niðurstöður úr könnun Ferðamálaráðs meðal erlendra ferðamanna fyrir tímabilið september 2000 - ágúst 2001 eru komnar út á geisladiski.

Kannanir Ferðamálaráðs meðal erlendra ferðamanna nýtast ferðaþjónustufyrirtækjum, hagsmunasamtökum, ráðgjöfum og öðrum sem þurfa á upplýsingum að halda um síbreytilegan markað ferðamanna.

Hvernig nýtast kannanir meðal ferðamanna?

  • Meiri og betri þekking á viðskiptavinum
  • Betri skipulagning markaðs-og kynningarmála
  • Markvissari aðgerðir
  • Greining sóknarfæra
  • Betri nýting á markaðsfjármunum og samræming á markaðsvinnu
  • Stuðningur við vöruþróun
  • Stjórntæki við uppbyggingu og fjárfestingu í ferðaþjónustu
  • Árangursríkari vinnubrögð

Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Ferðamálaráðs í Reykjavík, s. 535-5500.

KÖNNUN FERÐAMÁLARÁÐS MEÐAL ERLENDRA FERÐAMANNA
September 2000 - ágúst 2001

Efnisatriði
Niðurstöður úr heilsárskönnun Ferðamálaráðs eru settar fram myndrænt í powerpointskjali, en út frá hverri mynd er hægt að skoða nánar niðurstöður eftir þjóðernum og einstökum breytum s.s. kyni, aldri, starfsstétt, tilgangi ferðar, tegund ferðar, tegund gistingar og fararmáta til landsins - þannig ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Auk þess er hliðstætt powerpoint skjal á ensku.

Bakgrunnur
- Þjóðerni
- Búsetuland
- Kyn
- Aldur
- Starfsstétt
- Tekjur
Ákvörðunarferlið
- Hvaðan kom hugmyndin að Íslandsferð?
- Hve löngu fyrir brottför vaknaði hugmyndin?
- Hve löngu fyrir brottför var tekin ákvörðun um að fara?
- Hvaða þættir höfðu áhrif á að ferð var farin?
- Kom til greina að ferðast til annars lands?
- Höfðu svarendur komið áður og þá hve oft og á hvaða árstíma?
- Hvaðan fengust upplýsingnar um Ísland?
- Hve löngu fyrir brottför var ferðin bókuð?
- Hvar var ferðin keypt?
- Var ferðast á eigin vegum eða í pakkaferð?
Ferðahegðun
- Tilgangur ferðar
- Með hverjum var ferðast?
- Dvalarlengd og gistinætur
- Í hvaða landshluta var gist?
- Hvaða gistimáti var nýttur?
- Hvaða ferðamáti var nýttur?
- Hvaða afþreying var nýtt?
- Var gisting bókuð fyrir eða eftir komu til Íslands?
- Hvernig var gisting bókuð?
Útgjöld
- Meðalútgjöld í Íslandsferðinni
- Útgjöld ferðalanga í pakkaferð og þeirra sem voru á eigin vegum
- Hlutfallsleg dreifing útgjalda
Huglægt mat
- Álit á einstökum þáttum ferðaþjónustunnar
- Álit á verðlagningu einstakra þátta
- Hvaða afþreyingar fannst svarendum mest til koma?
- Hvaða þættir voru jákvæðastir og neikvæðastir við ferðina?
- Hafa svarendur áhuga á að koma aftur og þá á hvaða árstíma og hvenær?
- Hversu vel eða illa lýsa einstakar staðhæfingar ástandinu?
- Hvaða staðir/svæði voru heimsóttir í ferðinni?
- Var kynning á öryggisreglum og búnaði áður en lagt var af stað í ,,ævintýraferð"?
- Voru farþegum kynntar mögulegar hættur í ,,ævintýraferð"?