Fara í efni

Ferðaþjónustuvikan

Ferðaþjónustuvikan 2025 verður haldin dagana 14.-16 janúar. Sem fyrr verður lögð áhersla á að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustu og efla samstarf og fagmennsku í greininni með fróðlegri og skemmtilegri dagskrá. Aðstandendur Ferðaþjónustuvikunnar eru Markaðsstofur landshlutanna, Íslenski ferðaklasinn, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa og Íslandsstofa.

Dagskrá:

(athugið að dagskráin gæti tekið breytingum þegar nær dregur)

  • 14. JANÚAR:
    • Kl. 8:30-10:00: Nýársmálstofa ferðaþjónustunnar
    • Kl. 13:00-16:00: MICELAND - vinnustofa og uppskeruhátíð fyrir fyrirtæki í MICE ferðaþjónustu
  • 15. JANÚAR
    • Kl. 9:30-12:00: Dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu með áherslu á sjálfbærni áfangastaðarins
    • Kl. 12:30-14:50: Ferðatæknimót
    • Kl. 15:00-17:00: Í vinnslu
  • 16. JANÚAR
    • Kl. 12:00-17:00: Mannamót
    • Kl. 19:30-21:00: Lokaviðburður

Ferðaþjónustuvikan 2024

Ferðaþjónustuvikan 2023 banner

Dagarnir 16.-18. janúar 2024 verða helgaðir ferðaþjónustu. Þá verður lögð áhersla á að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustu og efla samstarf og fagmennsku í greininni með fróðlegri og skemmtilegri dagskrá undir merkjum Ferðaþjónustuvikunnar. Aðstandendur Ferðaþjónustuvikunnar eru Markaðsstofur landshlutanna, Íslenski ferðaklasinn, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa og Íslandsstofa.

 

 


DAGSKRÁ

 


16. JANÚAR


17. JANÚAR


18. JANÚAR

 

 

Nýársmálstofa ferðaþjónustunnar

Hvenær: 16. janúar kl. 8:30-10
Hvar: Höfuðstöðvar KPMG Borgartúni 27
Framkvæmdaaðili: SAF, Íslenski ferðaklasinn og KPMG

Ferðaþjónustan á nýju ári

Nýársmálstofa SAF, Íslenska ferðaklasans og KPMG verður haldin þriðjudaginn 16. janúar við opnun ferðaþjónustuvikunnar. Þar verður farið yfir niðurstöður úr viðhorfskönnun meðal ferðaþjónustuaðila, rætt um hæfni og þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu og skyggnst inn í framtíðina. Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum KPMG í Borgartúni 27 og hefst kl. 8:30. Boðið verður uppá létta morgunhressingu frá kl. 8:15.

Dagskrá:

  • Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála opnar fundinn
  • Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG kynnir niðurstöður viðhorfskönnunar meðal ferðaþjónustuaðila.
  • Eyþór Ívar Jónsson hjá Akademias mun fjalla um hæfni og þjálfun í ferðaþjónstu
  • Bergur Ebbi mun loka fundinum með hugvekju um framtíð ferðaþjónustunnar.

Efni og upptökur frá málstofunni

Aftur í dagskrá

MICELAND

Hvenær: 16. janúar kl. 13-16
Hvar: Gróska, Bjargargata 1, stóri salur
Framkvæmdaaðili: Íslandsstofa

Íslandsstofa (Meet in Reykjavík-Iceland Convention Bureau) stendur fyrir vinnustofu og uppskeruhátíð fyrir fyrirtæki í MICE ferðaþjónustu þriðjudaginn 16. janúar 2024 í Grósku frá kl. 13:00-16:00.

Markmið og tilgangur viðburðarins er að skapa vettvang þar sem sem birgjar, hótel, afþreyingarfyrirtæki og aðrir sem þjónusta MICE ferðamenn geta kynnt vöruframboð sitt og helstu nýjungar fyrir ferðaþjónustuaðilum (DMC/PCO), hagaðilum og öðrum boðsgestum. Í lok vinnustofunnar verður skálað fyrir frábærum árangri og jákvæðri verkefnastöðu MICE ferðaþjónustunnar næstu misserin.

Vinnustofan er kjörið tækifæri fyrir allt fagfólk í MICE ferðaþjónustu hér á landi til að hittast, stilla saman strengi og þétta raðirnar.

Skráningarfrestur fyrir sýnendur er til 21. desember næstkomandi.

Gestir hafa til 12. janúar.

Nánari upplýsingar og skráning

Dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu með áherslu á sjálfbærni áfangastaðarins

Hvenær: 17. janúar kl. 9:30-12
Húsið opnar 9:30 með kaffiveitingum, dagskrá hefst kl. 10:00
Hvar: Gróska, Bjargargata 1, stóri salur
Framkvæmdaaðili: Íslandsstofa og Íslenski ferðaklasinn

Sjálfbærnisaga áfangastaðarins Íslands

Ísland er einstakt land sem býr yfir mögnuðum náttúruauðlindum sem gera okkur sem þjóð kleift að búa hér í miðju Atlantshafi. Þær auðlindir laða að gesti frá öllum heimshornum. Gesti sem eiga það sameiginlegt að leita í náttúruna okkar eftir innblæstri til að næra og auðga líf sitt.

En hvernig miðlum við þeirri sögu sem byggir hvað mest á sjálfbærni sem mörgum okkar finnst jafnvel sjálfsögð? Hversu vel þekkjum við söguna og mikilvægi hennar í íslenskri menningu, atvinnuþróun og daglegu lífi?

Haustið 2022 fór af stað kortlagning og vinna við að greina sjálfbærnisögu áfangastaðarins ásamt því að forgangsraða góðum sögum til að deila og segja frá. Haldnar voru tvær stórar vinnustofur og rýnihópafundir með helstu hagaðilum sem hafa sett fram tillögur að talpunktum og sögum sem aðilar í ferðaþjónustu geta nýtt sér í markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi. Á fundinum þann 17. janúar munum við deila þessum sögum og fá enn meira innlegg frá aðilum í ferðaþjónustunni á því hvernig við nýtum þessa vinnu sem best.

Dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu

Dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu fer einnig fram þann 17. janúar. Á þeim degi lítum við um öxl og skoðum hvað fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa verð að gera til að ná enn lengra fram á veginn í sjálfbærni ferðalaginu. Forseti Íslands er verndari sérstakra hvatningaverðlauna sem veitt eru á þessum degi, en opið er fyrir tilnefningar til 10. janúar 2024. Dómnefnd mun velja fimm fyrirtæki sem þykja skara fram úr þegar kemur að því að tengja við sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna, fjögur megin markmið ábyrgrar ferðaþjónustu, hringrásarhagkerfið og innleiðingu nærandi ferðaþjónustu í rekstri sínum. Við munum fagna saman sigrum og fá innblástur af enn öflugri vegferð í átt að sjálfbærni og nærandi ferðaþjónustu.

Dagskrá:

  • Forseti Íslands afhendir hvatningaverðlaun ársins
    – Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands
  • Ný Markaðsstofa verður til – Byggð á grunni sjálfbærni
    – Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Höfuðborgarsvæðisins
  • Sjálfbærnisaga áfangastaðarins Íslands
    – Lína Petra Þórarinsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu
  • Hvað svo? Hvernig glæðum við sögurnar lífi
    – Auður Ösp Ólafsdóttir, sérfærðingur í upplifun viðskiptavina
  • Bláa Lónið kynnir sína sögu
    – Fannar Jónsson, gæðastjóri Bláa Lónsins
  • Ár nærandi ferðaþjónustu
    – Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska Ferðaklasans

Fundarstjóri er Hildur Björg Bæringsdóttir, viðskiptastjóri hjá Íslandsstofu

Skráning hér

Aftur í dagskrá

Ferðatæknimót

Hvenær: 17. janúar kl. 12:30-14:50
Hvar: Gróska, Bjargargata 1, Sykursalur
Framkvæmdaaðili: Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn
Samstarfsaðili: EDIH - Miðstöð stafrænnar nýsköpunar

Stefnumót fyrirtækja um lausnir á sviði ferðatækni og stafrænna tækifæra í ferðaþjónustu

Ferðatæknimót leiðir saman fyrirtæki, frumkvöðla og aðra úr atvinnulífinu á örstefnumótum. Ferðatæknimót er vettvangur fyrir fyrirtæki sem leitast eftir/bjóða upp á ráðgjöf og lausnir, á sviði ferðaþjónustu. Hér er átt við hverskyns lausnir sem styðja við ferðatækni og aðra starfræna þróun innan ferðaþjónustunnar. 

Markmið viðburðarins eru að:

  • Leiða saman ferðaþjónustufyrirtæki og tæknifyrirtæki
  • Stuðla að stafrænni þróun og markvissri notkun á tækni í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja, öllum til hagsbóta
  • Hvetja ferðaþjónustufyrirtæki til að kynna sér þær lausnir og tækni sem eru í boði
  • Bjóða tæknifyrirtækjum upp á vettvang til að kynna sínar lausnir og þjónustu.

Dagskrá

  • 12:30 Húsið opnar
    Kaffi og létt hádegishressing
  • 12:45 Tæknihugleiðing og innblástur - Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri
  • 13:00 Stefnumót hefjast
    8x15 mínútna fundir fara fram í 2 klst.
  • 15:00 Stefnumótum og dagskrá lýkur

EDIH-IS er samstarfsaðili að þessum viðburði en EDIH-IS er samstarfsvettvangur sem hefur það að markmiði að styðja við stafræna nýsköpun og þróun hjá íslenskum fyrirtækjum og opinberum aðilum.

Smellið hér fyrir skráningu

Aftur í dagskrá

Straumhvörf

Hvenær: 17. janúar kl. 15-17
Hvar: Gróska, Bjargargata 1, Fenjamýri
Framkvæmdaaðili: Markaðsstofa Norðurlands og Austurbrú

Ath. þessi viðburður er einungis fyrir þátttakendur verkefnisins.

Straumhvörf er nýtt vöruþróunarverkefni í ferðaþjónustu sem nær yfir allt Norður- og Austurland og er ætlað fyrirtækjum í ferðaþjónustu og fulltrúum sveitarfélaga. Tilgangurinn er að nýta tækifæri sem felast í auknu millilandaflugi til Norður- og Austurlands og búa til nýjar vörur og vörupakka í ferðaþjónustu. Að verkefninu standa Austurbrú/SSA, Markaðsstofa Norðurlands, SSNV og SSNE.

Aftur í dagskrá

Mannamót

Hvenær: 18. janúar kl. 12-17
Hvar: Kórinn Kópavogi
Framkvæmdaaðili: Markaðsstofur landshlutanna

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er árleg ferðakaupstefna sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna. Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni.

Markmið og tilgangur viðburðarins er að skapa vettvang þar sem landsbyggðarfyrirtæki fá tækifæri til að kynna sína þjónustu og vöruframboð fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem mismunandi landshlutar eru að bjóða uppá. Nánari upplýsingar og skráning sýnenda og gesta

Aftur í dagskrá

Lokaviðburður

Hvenær: 18. janúar kl. 19:30-21.00
Hvar: Iceland Parliament Hotel

Hittumst í lok Ferðaþjónustuvikunnar á Iceland Parliament Hotel og fögnum vikunni ásamt þeim áföngum sem við höfum náð saman:

  • Mannamót Markaðsstofa landshlutanna eru orðin 10 ára.

  • Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins var stofnuð í fyrra. Samstarfsaðilar hennar bjóða gestum sérkjör á kvöldverði og fleira skemmtilegt þennan dag.
    • Jómfrúin:
      15% afsláttur af mat og drykk (óáfengt sem áfengt) til kl. 20:00
    • Jörgensen Kitchen & Bar:
      15% afsláttur af mat og "Happy Hour" á barnum til kl. 20:00
    • Center Hotels Plaza:
      "Happy Hour" á barnum til kl. 20:00
    • Hjá Jóni:
      20% af öllum réttum af matseðli, léttvíni hússins, bjór og gosi á veitingarstaðnum
    • Fröken Reykjavík:
      20% afsláttur af mat og "Happy Hour" frá 16:00-21:00

Hægt er að nýta sér ofangreind sérkjör með því að framvísa þessu boðskorti. Við mælum með því að bóka borð tímanlega.

Aftur í dagskrá