Dagskrá Samtaka um söguferðaþjónustu í Ferðaþjónustuvikunni 2026
Lýsing á viðburði:
- Hvenær: Miðvikudagur 14. janúar 2026, kl. 14:15-15:00
- Hvar: Hilton Reykjavík Nordica (salur A+B á 1. hæð)
- Skráning: Á vef Ferðaþjónustuvikunnar 2026
Samtök um söguferðaþjónustu
Samtökin voru stofnuð af 18 aðilum árið 2006 og eiga því 20 ára afmæli á þessu ári. Félagar eru nú um 80 á landsvísu. SSF er aðili að Destination Viking Association (DVA) sem hefur umsjón með Viking Route of Europe. Formaður SSF er nú jafnframt formaður DVA/Viking Route.
Dagskrá í ferðaþjónustuviku
14:15 Rögnvaldur Guðmundsson, formaður SSF
Þátttaka Íslands í Cultural Routes of Europe og formennska í Viking Route.
14:30 Mari P. Wammer, markaðs- og samfélagsmiðlaráðgjafi Víkingaskipasafnsins í Osló
Vikingtidsmuseet: Creating a world‑leading Viking Museum
Mari hefur starfað við þróun Víkingaaldarsafnsins í Osló í fjögur ár og hefur tekið þátt í fjölmörgum verkefnum, einkum á sviði miðlunar og viðskiptalegra tilboða. Hún ber aðalábyrgð á samskiptum við fjölmiðla, samfélagsmiðlarásum safnsins og stafrænni sagnamiðlun.

