10.12.2020
Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um þrjú þúsund í nýliðnum nóvembermánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða 97,5% færri en í nóvember 2019, þegar brottfarir voru um 131 þúsund talsins. Langflestar brottfarir má rekja til Pólverja eða um fjórðung (24,3%).
Lesa meira
08.12.2020
Búast má við að Covid – 19 muni breyta ferðavenjum og þörfum fólks með öðrum áherslum og breyttu viðhorfi sérstaklega hvað varðar sóttvarnir og þrif. Ferðamálastofa býður ferðaþjónustuaðilum að taka þátt í Hreint og öruggt / Clean & Safe. Verkefninu er ætlað að hjálpa ferðaþjónustuaðilum að taka á ábyrgan og öruggan hátt á móti viðskiptavinum í kjölfar Covid-19. Fyrirtæki í gagnagrunni Ferðamálastofu ættu þegar að hafa fengið boð um þátttöku.
Lesa meira
08.12.2020
Ferðamálastofa hefur gert samning við Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) um framkvæmd rannsóknar á viðhorfum heimamanna til ferðafólks og ferðaþjónustu á tímum COVID-19. Markmiðið með rannsókninni er að greina hvaða áhrif fækkun erlendra ferðamanna vegna faraldursins hefur haft á viðhorf heimamanna til ferðaþjónustu.
Lesa meira
07.12.2020
Ferðamálastofa óskar eftir tilboði í framkvæmd könnunar meðal Íslendinga í janúar 2021 um ferðavenjur þeirra innanlands og utan árið 2020 og ferðaáform á árinu 2021. Um er að ræða framhald á könnun sem Ferðamálastofa hefur látið gera árlega í upphafi hvers árs frá árinu 2010. Verkefnið er skilgreint í rannsóknaráætlun Ferðamálastofu 2020-22 og er hluti af reglubundinni söfnun hins opinbera á tímanlegum, áreiðanlegum og samanburðarhæfum gögnum og greiningum á ferðahegðun Íslendinga innanlands og utan til grundvallar ákvarðanatöku og markmiðssetningu í greininni. Samningur verður gerður til eins árs með möguleika á að framlengja hann um tvö ár til viðbótar.
Lesa meira
03.12.2020
Fjárhagsstaða ferðaþjónustunnar hafði versnað fyrir COVID-19 ekki síst í kjölfar falls WOW Air og samdráttar í fjölda ferðamanna árið 2019. Fyrirtækin í greininni hafa verið að fjárfesta í aukinni afkastagetu til að mæta vexti síðustu ára og samhliða hefur skuldsetning aukist ásamt því að hörð samkeppni er farin að koma niður á afkomu fjölmargra félaga. Samdráttur í afkomu hefur gert fyrirtækjum erfiðara fyrir að standa undir skuldsetningu og með tekjuhruni ársins er augljóst að skuldsetningin er því sem næst ósjálfbær.
Lesa meira
27.11.2020
Ákveðið er að semja við Hagrannsóknir um gerð þjóðhagslíkans (geiralíkans) fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Fyrirhugað er að tengja líkanið við fyrirliggjandi þjóðhagslíkön fyrir hagkerfið í heild og nýta það til mikilvægra högg- og aðgerðagreininga fyrir stjórnvöld þegar miklar sveiflur verða í rekstrarskilyrðum ferðaþjónustu og annarra meginatvinnuvega þjóðarinnar. Þá er líkaninu ætlað að nýtast við gerð hagspáa.
Lesa meira
26.11.2020
Mikilvægt er að varpa ljósi á hvernig ferðaþjónustan brást við í þeim sérstöku aðstæðum sem hafa verið á tímum kórónuveirunnar. Ferðaþjónustan hefur orðið alvarlega fyrir barðinu á faraldrinum og samdráttur í tekjum verið gríðarlegur. Þrátt fyrir erfiða tíma hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu reynt að hagnýta sér þau tækifæri sem hafa boðist. Íslendingar voru til að mynda duglegir að ferðast um eigið land í sumar.
Lesa meira
19.11.2020
Þriðja ársfjórðungsskýrsla Evrópska ferðamálaráðsins (ETC) fyrir árið 2020 kom út á dögunum en þar er fjallað um þróunina í ferðaþjónustu út frá fyrirliggjandi gögnum. Í skýrslunni sem unnin er af ráðgjafafyrirtækinu Tourism Economics fyrir ETC snýst umfjöllunin að stórum hluta, líkt og í tveimur fyrri útgefnum skýrslum á árinu, um þróun heimsfaraldursins Covid-19 og það ástand sem skapast hefur í ferðaþjónustu með fækkun ferðamanna.
Lesa meira
16.11.2020
Landshlutasamtök sjö landsvæða á Íslandi hafa tekið sig saman um að bjóða stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum þátttöku í nýrri útgáfu af Ratsjánni, samtengdu verkefni sem hefst í upphafi árs 2021.
Lesa meira
10.11.2020
Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um sex þúsund í nýliðnum októbermánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða 96,4% færri en í október 2019, þegar brottfarir voru um 163 þúsund talsins. Langflestar brottfarir má rekja til Pólverja eða ríflega fjórðung (26,8%).
Lesa meira