Fréttir

Rekstur ferðaþjónustunnar á liðnu sumri og horfurnar framundan - Niðurstöður og kynning könnunar

Ferðaþjónustan hefur átt undir högg að sækja í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Þrátt fyrir að veiran hafi ennþá mikil áhrif á íslenska ferðaþjónustu er ljóst að ferðaþjónustan gekk betur síðastliðið sumar samanborið við sumarið 2020.
Lesa meira

Greiðsla iðgjalda í Ferðatryggingasjóð

Ferðamálastofa vekur athygli á ekki verða gefnar út sérstakar kvittanir fyrir greiðslu iðgjalds í Ferðatryggingasjóð 2021 en bendir á að hægt er að prenta út kvittun fyrir greiðslunni í netbanka ferðaskrifstofunnar sem fylgiskjal í bókhaldi. Einnig er möguleiki á að prenta út iðgjaldsákvörðunina og láta fylgja með.
Lesa meira

Endurmat tryggingaútreikninga og réttmæti gagna

Ferðamálastofa vekur athygli á því að í upphafi nýs árs (2022) mun stofnunin hefja eftirlit með réttmæti framlagðra gagna og upplýsinga sem lágu til grundvallar endurmati tryggingaútreikninga.
Lesa meira

Hvernig gekk rekstur ferðaþjónustunnar í sumar og hverjar eru horfurnar framundan? - Kynning

Miðvikudaginn 15. desember mun Oddný Þóra Óladóttir sérfræðingur á tölfræðisviði Ferðamálastofu kynna niðurstöður nýrrar könnunar sem gerð var til að meta hvernig sumarið 2021 gekk hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum í samanburði við 2020 og 2019 og hvernig fyrirtækin sjá horfurnar framundan.
Lesa meira

75 þúsund brottfarir erlendra farþega í nóvember

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 75 þúsund í nýliðnum nóvembermánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Horfa þarf allt til ársins 2015 til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í nóvembermánuði.
Lesa meira

Ráðstefna um efnisframleiðslu og markaðssetningu í ferðaþjónustu

Þann 9.desember verður haldin ráðstefna um efnisframleiðslu/markaðssetningu í ferðaþjónustu og áhrif hennar á leitarvélabestun. Fjallað verður bæði um möguleika áfangastaða, sem og fyrirtækja í ferðaþjónustu til að ná til markhópa sinna og hvernig samstarf við áhrifavalda nýtist í því samhengi.
Lesa meira

ArcticHubs – áhugaverð vinnustofa hjá Háskóla Íslands um eflingu sjálfbærni og seiglu á norðurslóðum

Á síðastliðnu ári var ýtt úr vör alþjóðlegu þverfaglegu rannsóknarverkefni, ArcticHubs, með það meginmarkmið að efla sjálfbærni og seiglu jaðarsvæða á norðurslóðum. Ætlunin er að þróa rannsóknamiðaðar og hagnýtar lausnir til að mæta þeim áskorunum sem norðurslóðir standa nú frammi fyrir. Lögð verður áhersla á heildarsýn og heildarhagsmuni í auðlindanýtingu svæða með langtíma velferð samfélaga að leiðarljósi.
Lesa meira

Frestur til að kynna sér drög að nýjum gæða- og umhverfisviðmiðum Vakans að renna út

Endurskoðun gæða- og umhverfisviðmiða Vakans, fyrir ferðaþjónustu aðra en gistingu, hefur staðið yfir á þessu ári og mun ný útgáfa taka gildi um komandi áramót. Um er að ræða 5. útgáfu almennra og sértækra gæðaviðmiða ásamt umhverfisviðmiðum. Á vefsíðu Vakans hefur aðilum gefist tækifæri á að kynna sér drögin um nokkurra mánaða skeið en frestur til að senda inn ábendingar eða athugasemdir rennur út 1. desember n.k.
Lesa meira

Panorama Glass Lodge fær gæða- og umhverfisvottun Vakans

Gististaðurinn Panorama Glass Lodge fékk í vikunni gæðavottun Vakans ásamt bronsmerki í umhverfishlutanum.
Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir styrkumsóknum

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2022. Opnað verður fyrir umsóknir mánudaginn 15. nóvember og er umsóknarfrestur til kl. 13 þriðjudaginn 7. desember. Auglýst er að nýju vegna formgalla við birtingu auglýsingar sem birtist 24. september sl. en umsóknir sem bárust skv. þeirri auglýsingu halda gildi sínu og ekki þörf á að senda þær aftur inn. Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
Lesa meira