Fréttir

Brottfarir í júní

Alls fóru 11.253 farþegar úr landi um Leifsstöð í júní, 5.943 útlendingar (53%) og 5.310 Íslendingar (47%). Í sama mánuði í fyrra fóru 259.702 úr landi, 75% þeirra útlendingar. Hlutfallslega voru brottfarir um Leifsstöð 96% færri í júní en fyrir ári.
Lesa meira

Opið fyrir skráningu á Vestnorden

Vert er að benda á að nú er opið fyrir skráningu á hina árlegu Vestnorden ferðakaupstefnu sem að þessu sinni er haldin á Íslandi, nánar tiltekið í Reykjanesbæ, dagana 6.-8. október í haust. Íslendingar, Færeyingar og Grænlendingar skiptast á um að halda Vestnorden en þar er stefnt saman ferðaþjónustuaðilum frá löndunum þremur og ferðaheildsölum sem selja eða hafa áhuga á að selja ferðir til landanna.
Lesa meira

Viðhorf heimamanna til ferðamanna og ferðaþjónustu 2019

Í dag gaf Ferðamálastofa út sjö skýrslur með niðurstöðum könnunar á viðhorfum Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu haustið 2019. Markmið könnunarinnar var að meta viðhorf Íslendinga til ferðaþjónustu og ferðamanna á tilteknum tíma bæði á landsvísu og eftir einstaka landshlutum. Auk þess var leitað eftir vísbendingum um það hvort landsmenn finni fyrir álagi vegna ferðamanna í heimabyggðinni.
Lesa meira

Niðurstöður ferðavenjukönnunar á 4 stöðum

Í dag gaf Ferðamálastofa út skýrslur með niðurstöðum ferðavenjukönnunar meðal erlendra gesta á fjórum þéttbýlisstöðum á Íslandi sumarið 2019. Könnunin aflaði upplýsinga um ýmsa einkennandi þætti ferðamanna á rannsóknarsvæðunum, svo sem búsetuland, ferðamáta, gistimáta og dvalarlengd, auk þess sem ástæða heimsóknar og útgjaldamynstur þeirra var skoðað. Sambærilegar kannanir hafa verið gerðar frá árinu 2013.
Lesa meira

Þrjátíu þúsund hafa sótt Ferðagjöfina: Komdu með!

Nú hafa yfir þrjátíu þúsund einstaklingar sótt Ferðagjöfina sína. Allir einstaklingar 18 ára og eldri með lögheimili á Íslandi fá Ferðagjöf að andvirði 5.000 kr. Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar kórónuveirufaraldurs og efla þannig íslenska ferðaþjónustu sem og hvetja landsmenn til að eiga góðar stundir á ferðalagi víðsvegar um landið. Hægt er að kynna sér Ferðagjöf á vefsíðunni www.ferdalag.is og sjá hvaða fyrirtæki taka þátt.
Lesa meira

Fyrsta rannsóknaráætlun Ferðamálastofu

Rannsóknaráætlun Ferðamálastofu í ferðaþjónustu 2020-2022 var birt á Samráðsgátt stjórnvalda í dag. Rannsóknaráætlunin sem er til þriggja ára fæst við þá gagnaöflun, greiningar og rannsóknir sem stjórnvöldum er nauðsynleg til ákvörðunartöku um uppbyggingu og þróun ferðaþjónustu.
Lesa meira

Ferðagjöfin komin í loftið

Ferðagjöfin til Íslendinga er nú aðgengileg. Ferðagjöfin er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda og liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins. Þannig er greinin efld samhliða því að landsmenn eru hvattir til að eiga góðar stundir á ferðalagi víðs vegar um landið.
Lesa meira

ETC hvetur til ferðalaga innan Evrópu

Evrópska ferðamálaráðið, ETC, hleypti í gær af stokkunum markaðsherferð til að fá Evrópubúa til að byrja að ferðast aftur innan álfunnar, nú þegar verið er að losa ferðahöft innan Schengen. Slagorð herferðarinnar er We Are Europe og verður hún keyrð næstu fjórar vikur.
Lesa meira

Merkingar á ferðamannastöðum og friðlýstum svæðum - Auglýst eftir hönnunarteymi

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir hönnunarteymi til að hanna merkingar, merkingakerfi og merkingahandbók fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði. Verkefnið byggir á stefnumarkandi landsáætlun 2019–2029 og verkefnaáætlun 2019–2021 um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Handbókin verður aðgengileg á netinu og er ætluð bæði opinberum aðilum og einkaaðilum. Merkingarnar og merkingakerfið eiga að byggja á fyrri vinnu við merkingar og áður útgefnar merkingahandbækur.
Lesa meira

Skráning fyrirtækja í ferðagjöf er hafin

Opnað hefur verið fyrir skráningu fyrirtækja vegna Ferðagjafar. Frumvarp um gjöfina er til umræðu á Alþingi. Búist er við að það verði samþykkt á næstu dögum og að þá fari Ferðagjöfin í loftið.
Lesa meira