Fréttir

Niðurstaða fundar Ferðamálastofu með forráðamönnum ferðaskrifstofanna VITA, Heimsferða og Ferðaskrifstofu Íslands

Samkeppniseftirlitið veitti, með ákvörðun nr. 12/2020, undanþágu fyrir samstarfi á vettvangi ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofu í því skyni að tryggja hagsmuni ferðalanga og treysta stoðir samkeppnishæfrar ferðaþjónustu. Í framhaldi af þessari ákvörðun boðaði Ferðamálastofa til fundar sunnudaginn 15. mars 2020 með fulltrúum þriggja ferðaskrifstofa, VITA, Heimsferða og Ferðaskrifstofu Íslands, sem selja pakkaferðir til Alicante, Kanaríeyja og Tenerife. Niðurstaða fundarins er meðfylgjandi.
Lesa meira

Leiðbeiningar til veitingastaða og hópferðabíla vegna tveggja metra reglu!

Líkt og fram hefur komið fylgir þeim takmörkunum á samkomuhaldi sem stjórnvöld kynntu í gær að fyrir samkomur með færri en 100 gesti þarf að tryggja að nánd milli fólks sé að minnsta kosti yfir tveir metrar. Hér koma nánari leiðbeiningar hvað þetta varðar fyrir veitingastaði og hópferðabíla.
Lesa meira

Til þeirra sem keypt hafa pakkaferð til skilgreindra áhættusvæða

Hafir þú keypt pakkaferð til einhverra af þeim löndum sem íslensk yfirvöld hafa skilgreint sem svæði með mikla smitáhættu þá ráðleggur Ferðamálastofa þér að hafa samband við ferðaskrifstofuna varðandi framkvæmd hennar, afpöntun eða aflýsingu þar sem sóttvarnarlæknir ráðleggur gegn ferðalögum á þau svæði.
Lesa meira

11% fækkun á milli ára í febrúar

Brottfarir erlendra farþega* frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 133 þúsund í nýliðnum febrúar eða um 16 þúsund færri en í febrúar árið 2019 samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Fækkun nemur 10,7% milli ára. Er þetta annað árið í röð sem brottförum farþega fækkar í febrúar og kemur í framhaldi af 13% fækkun í janúar.
Lesa meira

Vel sóttur upplýsingafundur vegna COVID-19

Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar boðuðu í dag til upplýsingafundar vegna COVID-19. Fundurinn var ætlaður forsvarsfólki og stjórnendum í ferðaþjónustunni. Um 70 manns mættu á fundinn, um 300 fylgdust að jafnaði með í beinu streymi á netinu og var mikil ánægja með framtakið. Fram kom að Ferðamálastofa og SAF áforma annan fund innan skamms þar sem réttindi og skyldur ferðafólks og fyrirtækja verða umfjöllunarefnið.
Lesa meira

1,5 milljarði veitt til innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerðu í dag grein fyrir úthlutun fjármuna til uppbyggingu innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020. Samtals er nú úthlutað rúmum 1,5 milljarði króna úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða og Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem gerir kleift að halda áfram því mikilvæga verkefni að byggja upp innviði á ferðamannastöðum.
Lesa meira

Ferðamálaskýrsla OECD komin út - Sérkafli um Ísland

Annað hvert ár gefur ferðamálanefnd OECD út veglegt rit sem inniheldur helstu tölfræði og lýsingu á tilhögun ferðamála í öllum OECD löndunum. Skýrslan nefnist Tourism Trends & Policies 2020 hefur nýjasta útgáfa nú verið birt.
Lesa meira

Mikilvægar upplýsingar til ferðafólks og starfsfólks í ferðaþjónustu

Ferðamálastofa sendi í morgun út upplýsingar á íslensku og ensku til ferðaþjónustuaðila og ferðamanna varðandi COVID-19. Upplýsingarnar eru byggðar á ráðleggingum sóttvarnalæknis og unnar í samvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og utanríkisráðuneytis.
Lesa meira

Upplýsingar um réttindi ferðafólks vegna COVID-19

Ertu á leið í ferðalag eða að velta því fyrir þér að fara í ferðalag og ert óviss um réttindi þín vegna Covid-19 veirunnar? Hér að neðan nokkrar upplýsingar sem Ferðamálastofa hefur tekið saman.
Lesa meira

Heildarfjöldi ferðamanna ríflega 2 milljónir 2019

Heildarfjöldi erlendra ferðamanna til Íslands árið 2019 var um tvær milljónir, þegar allir innkomustaðir eru taldir. Um var að ræða 14,1% færri ferðamenn en árið 2018 en þá mældust þeir um 2,3 milljónir. Þeim til viðbótar eru farþegar skemmtiferðaskipa, sem taldir sérstaklega sem dagsferðamenn, en um 188 þúsund farþegar komu með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur á síðasta ári.
Lesa meira