Fréttir

Visit Iceland – upplýsingamiðlun til ferðamanna stórefld

Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra undirritaði í dag samning við Íslandsstofu og Ferðamálastofu um heildstæða landkynningar- og upplýsingaþjónustu fyrir ferðamenn undir merkjum Visit Iceland.
Lesa meira

Frumvarp til laga um Ferðatryggingasjóð birt í samráðsgátt

Bendum á að í samráðsgátt stjórnvalda hefur verið birt frumvarp til laga um Ferðatryggingasjóð og reglugerð sem sett verður til nánari útfærslu fyrir sjóðinn. Með frumvarpinu er lagt til að komið verði á fót nýju tryggingakerfi fyrir pakkaferðir í stað þess sem nú gildir.
Lesa meira

Umsóknir um frestun afborgana af lánum Ferðaábyrgðasjóðs

Ferðamálastofu bárust alls 44 umsóknir frá ferðaskrifstofum um frestun afborgana af skuldabréfum Ferðaábyrgðasjóðs. Þær ferðaskrifstofur sem sóttu um frestun afborgana greiða fyrstu afborgun skuldabréfa hinn 1. desember næstkomandi.
Lesa meira

Evrópubúar gera sér vonir um að geta ferðast fyrri hluta sumars

Ríflega helmingur (54%) Evrópubúa hefur áform um ferðalög næstu sex mánuðina eða fyrir júlílok samkvæmt nýjustu könnun¹ Evrópska ferðamálaráðsins (ETC) sem kynnt var á vefsíðu ráðsins í gær. Könnunin hefur verið gerð á mánaðarfresti frá því í ágúst síðastliðnum meðal íbúa helstu ferðamannaþjóða Evrópu.
Lesa meira

Travice ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi ferðaskrifstofunnar Travice ehf., kt. 631012-1240, Birkidal 10, 230 Reykjanesbæ, hefur verið fellt úr gildi þar sem félagið hefur hætt ferðaskrifstofurekstri.
Lesa meira

Northbound ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi ferðaskrifstofunnar Northbound ehf., kt. 4812150720, Flugvallarbraut 752, 262 Reykjanesbæ, hefur verið fellt úr gildi þar sem félagið hefur hætt ferðaskrifstofurekstri.
Lesa meira

Stöðuskýrsla (Q4) Evrópska ferðamálaráðsins - European Tourism: Trends and prospects

Fjórða ársfjórðungsskýrsla Evrópska ferðamálaráðsins (ETC) fyrir árið 2020 kom út fyrir helgi en þar er fjallað um þróunina í ferðaþjónustu á nýliðnu ári með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum sem og horfurnar framundan. Fyrri ársfjórðungsskýrslum hefur áður verið gerð stuttlega skil með fréttum á vefsíðu Ferðamálastofu.
Lesa meira

4.300 brottfarir erlendra farþega í janúar

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 4.300 í nýliðnum janúarmánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða 96,4% færri en í janúar 2020, þegar brottfarir voru tæplega 121 þúsund talsins.
Lesa meira

Rannsóknaráætlun Ferðamálastofu 2021-2023 staðfest af ferðamálaráðherra

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hefur staðfest rannsóknaráætlun 2021-2023. Í reglugerð nr. 20/2020 um gagnaöflun og rannsóknir á sviði ferðamála er kveðið á um að Ferðamálastofa skuli árlega móta og láta framkvæma rannsóknaráætlun til þriggja ára í senn.
Lesa meira

Fjölgar í Vakanum

Tvö ný fyrirtæki gengu á dögunum til liðs við Vakann, gæða og umhverfisvottun ferðaþjónustunnar. Þetta eru bílaleigan Blue Car Rental og DMC I travel.
Lesa meira