08.05.2020
Um 1300 farþegar fóru úr landi í apríl nýliðnum en um er að ræða 99,3% samdrátt í farþegafjölda milli ára.
Lesa meira
08.05.2020
Ráðstefnan „Iceland Travel Tech“ fer fram í annað sinn í dag 8. maí, en hún er samstarfsverkefni Ferðamálastofu og Íslenska ferðaklasans. Dagskránni er allri streymt beint.
Lesa meira
05.05.2020
Í ferðaþjónustu er mikilvægt að öryggismálin séu í góðu lagi og því er gerð öryggisáætlana fyrir alla starfsemi og þjónustu nauðsynleg. Ferðamálastofa býður nú upp á stutt og hagnýtt námskeið um gerð öryggisáætlana fyrir gististaði.
Lesa meira
05.05.2020
Ferðamálastofa hefur sett af stað könnun meðal Íslendinga sem er ætlað að afla upplýsinga sem geta stutt við fyrirhugað hvatningarátak vegna ferðalaga innanlands. Markmiðið með könnuninni er að fá mynd af ferðaáformum Íslendinga innanlands í sumar og haust (maí-október).
Lesa meira
04.05.2020
Í tengslum við sóttvarnaráðstafanir vegna COVID-19, sem taka gildi í dag, 4. maí, hafa verið gefnar út nýjar leiðbeiningar fyrir tjaldsvæði, hjólhýsasvæði, skála ferðafélaga, lítil gistihús, skipulagðar ferðir og afþreyingu utandyra. Jafnframt uppfærðar leiðbeiningar til veitinga- og gististaða vegna hámarksfjölda í hóp.
Lesa meira
29.04.2020
Að beiðni Ferðamálastofu hefur ráðgjafarsvið KPMG unnið greiningu á rekstri og fjárhagsstöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Tilgangur greiningarinnar var að meta hvernig fjárhagsleg úrræði stjórnvalda sem komið höfðu fram vegna COVID-19 heimsfaraldursins fyrir gærdaginn, 28. apríl, væru líkleg til að nýtast félögum í ferðaþjónustu á Íslandi.
Lesa meira
29.04.2020
Ferðamálastofa hefur undanfarið boðið upp á fjarnámskeið í gerð öryggisáætlana, samkvæmt lögum ber hverjum þeim sem hyggst framkvæma skipulagðar ferðir á íslensku yfirráðasvæði að hafa öryggisáætlanir fyrir ferðir sínar. Næstu námskeið verða 6. og 7. maí og er skráning hafin.
Lesa meira
28.04.2020
Iceland Travel Tech fer fram í annað sinn þann 8. maí í stafrænum heimi. Iceland Travel Tech er sameiginlegt verkefni Ferðamálastofu og Íslenska ferðaklasans sem miðar að því að auka áherslu á tækni í íslenskri ferðaþjónustu.
Lesa meira
28.04.2020
Ferðamálastofa stóð í gær fyrir kynningarfundi um væntanlegt hvatningarátak vegna ferðalaga innanlands. Meðal annars var farið yfir hvernig ferðaþjónustan getur nýtt sér hvatningarátakið og auglýsingaefni sem útbúið verður í tengslum við það. Efni frá fundinum er nú aðgengilegt hér á vefnum.
Lesa meira
22.04.2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ráðstafað 200 milljón kr. viðbótarframlagi til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á árinu 2020 með hliðsjón af vinnu stjórnar sjóðsins frá úthlutun ársins 2020 í mars síðastliðinn.
Lesa meira