Fréttir

108 þúsund brottfarir erlendra farþega í september

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 108 þúsund í nýliðnum septembermánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Horfa þarf nokkur ár aftur í tímann til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í septembermánuði. Bandaríkjamenn og Þjóðverjar voru fjölmennastir í september eða um 41%. Frá áramótum hafa um 445 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi sem er 3,6% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra en þá voru brottfarir erlendra farþega um 461 þúsund. Borið saman við 2019 er fækkunin 71%.
Lesa meira

What Works - ráðstefna í Reykjanesbæ

Alþjóðalega ráðstefnan What Works Tourism verður haldin 14.október í Hljómahöllinni, Reykjanesbæ í samvinnu við Íslenska ferðaklasann og mun að þessu sinna beina kastljósinu að því sem er að gerast í ferðaþjónustu víðsvegar um heim allan og áhrif hennar á félagslegar framfarir.
Lesa meira

Nýr vefur Visit Iceland

Ferðamálastofa og Íslandsstofa, með stuðningi frá atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti, hafa undanfarna mánuði unnið að endurgerð VisitIceland.com. Var vefurinn kynntur í tengslum við Vestnorden ferðaráðstefnuna sem fór fram á Reykjanesi nú í vikunni. Efnistök á síðunni hafa verið dýpkuð umtalsvert og upplýsingar til ferðamanna þar með bættar til muna. Samstarfsverkefnið um endurnýjun vefsins er til þriggja ára og er opnun nýrrar síðu núna því bara rétt upphafið á því ferli. Má búast við stöðugum breytingum og bætingum á næstu árum.
Lesa meira

Þjóðernasamsetning í september

Vegna mikillar eftirspurnar er hlutfallsskipting þjóðerna úr brottfarartalningu Ferðamálastofu fyrir nýliðinn septembermánuð birt. Þegar staðfest tala liggur fyrir hjá Isavia um heildarfjölda brottfararfarþega frá Íslandi í september verður hægt að ákvarða fjölda þeirra eftir þjóðernum. Hlutfallsskipting gefur til kynna að brottfarir erlendra farþega frá Íslandi í september hafi verið um 78,9% af heildarbrottförum.
Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir styrkumsóknum

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2022. Opnað verður fyrir umsóknir 27. september og er umsóknarfrestur til kl. 13 þriðjudaginn 26. október. Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
Lesa meira

Sjálfbær ferðaþjónusta til framtíðar

Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft margvísleg áhrif á samfélög og líf fólks um allan heim og kallað fram ýmsar breytingar, aðrar áherslur og nýjar hugsanir. Faraldurinn hefur lagst þungt á ferðaþjónustuna með þeirri lægð sem við þekkjum en tíminn, sem gefist hefur undanfarin misseri, hefur veitt aðilum í ferðaþjónustu tækifæri til að staldra við, endurmeta og setja sér ný markmið til framtíðar.
Lesa meira

Umfjöllun um Vakann í nýútkominni handbók Evrópska ferðamálaráðsins um sjálfbærni

Út er komin handbók á vegum Evrópska ferðamálaráðsins (ETC) um sjálfbæra ferðaþjónustu „Encouraging Sustainable Tourism Practices“. Handbókin er leiðarvísir og hvatning til ferðaþjónustunnar um að hafa sjálfbærni að leiðarljósi í skipulagi og rekstri. Yfirvöld, stefnumótandi aðilar, stofnanir, sveitarfélög, samtök, fyrirtæki svo og ferðamenn hafa mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að því að breyta því sem þarf á leið til sjálfbærrar ferðaþjónustu.
Lesa meira

152 þúsund brottfarir erlendra farþega í ágúst

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 152 þúsund í nýliðnum ágústmánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða meira en tvöfalt fleiri en í ágúst 2020. Horfa þarf allt til ársins 2014 til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í ágústmánuði. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir í ágúst eða tæplega 38%. Frá áramótum hafa um 336 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi sem er um fjórðungs fækkun miðað við sama tímabil í fyrra en þá voru brottfarir erlendra farþega um 451 þúsund.
Lesa meira

Ráðgjöf um rannsóknarverkefni 2022-24

Fyrr á árinu birti Ferðamálastofa rannsóknaráætlun sína, sem nær til áranna 2021-2023. Veigamikill þáttur við árlega mótun og gerð rannsóknaráætlunar Ferðamálastofu er aðkoma ráðgefandi nefndar um gagnaöflun og rannsóknir. Hefur nefndin nú skilað ráðgjöf sinni fyrir næsta tímabil, þ.e. árin 2022-24.
Lesa meira

Þjóðernasamsetning í ágústmánuði

Vegna mikillar eftirspurnar er hlutfallsskipting þjóðerna úr brottfarartalningu Ferðamálastofu fyrir nýliðinn ágústmánuð birt. Þegar staðfest tala liggur fyrir hjá Isavia um heildarfjölda brottfararfarþega frá Íslandi í ágúst verður hægt að ákvarða fjölda þeirra eftir þjóðernum.
Lesa meira