Fréttir

Ráðgjöf um rannsóknarverkefni 2021-23

Fyrr á árinu birti Ferðamálastofa fyrstu rannsóknaráætlun sína, sem nær til áranna 2020-2022. Veigamikill þáttur við undirbúning og gerð áætlunarinnar er aðkoma ráðgefandi nefndar um gagnaöflun og rannsóknir og hefur hún nú skilað ráðgjöf snni fyrir næsta tímabil, þ.e. árin 2021-23.
Lesa meira

Þingeyjarsveit hlýtur umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2020 fyrir uppbyggingu við Goðafoss

Í dag var tilkynnt hver myndi hljóta Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2020. Ferðamálastofa hefur ákveðið að verðlaunin komi að þessu sinni í hlut Þingeyjarsveitar fyrir uppbyggingu innviða við Goðafoss, sem sveitarfélagið hefur staðið fyrir á síðustu árum.
Lesa meira

Rannsóknamiðstöð ferðamála greinir aðlögunarhæfni og seiglu í ferðaþjónustu

Ákveðið er að semja við Rannsóknamiðstöð ferðamála um rannsóknarverkefni um aðlögunarhæfni og seiglu í ferðaþjónustu hér á landi. Reynslan sýnir að ferðaþjónusta getur verið sveiflukenndur atvinnuvegur. Það er ekki aðeins að grunneftirspurnin geti verið breytileg heldur geta náttúruhamfarir eins og eldgos, innlendar efnahagsaðstæður og heimsfaraldrar eins og Covid-19 valdið verulegum sveiflum í bæði umsvifum í greininni og afkomu. Það er því rík ástæða til að hugleiða hvernig ferðaþjónustan getur mætt þessum breytileika og staðið erfið tímabil af sér.
Lesa meira

Intellecon þróar spágerð í ferðaþjónustu

Ákveðið er að semja við Intellecon ehf. um að þróa spálíkön fyrir ferðaþjónustu hér á landi. Um er að ræða fyrsta áfanga í viðameiri spágerð fyrir ferðaþjónustuna. Þessi áfangi lýtur að gerð spáa fyrir greinina í heild eftir lykilstærðum, svo sem (i) fjölda erlendra ferðamanna til landsins, (ii) meðaldvalartíma þeirra á landinu, (iii) meðaleyðslu, (iv) fjölda gistinátta. Gert er ráð fyrir að verkið verði unnið á þremur árum og fyrstu spár byggðar á því verði birtar í árslok 2022. Síðari áfangar spágerðarinnar gera ráð fyrir meiri sundurliðun spáa, þ.á m. eftir landshlutum og eftir þjóðernum ferðamanna.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum, sumar 2020 - samantekt

Ferðaþjónusta í tölum – sumar 2020 hefur að geyma samantekt um fjölda ferðamanna til landsins, skráðar gistinætur, nýtingu á hótelum og nokkrar niðurstöður er varða dvöl ferðamanna á Íslandi s.s. um tilgang ferðar, dvalarlengd og heimsóknir eftir landshlutum.
Lesa meira

Ferðamenn taldir á 24 áfangastöðum

Eftirspurn eftir rauntímagögnum um fjölda ferðamanna og dreifingu þeirra um landið hefur aukist töluvert á undanförnum árum. Því réðust Ferðamálastofa og Umhverfisstofnun í það samstarfsverkefni að fjölga áfangastöðum ferðamanna sem talið er á. Gögnin sem verða til munu nýtast við að meta álag ferðamanna á náttúru og innviði, ásamt því að meta dreifingu ferðamanna í rauntíma.
Lesa meira

Til mikils að vinna að ná sterkri viðspyrnu sem fyrst

Þrátt fyrir margskonar óvissu sem enn er upp varðandi þróun Covid-19 þá er ýmislegt sem við getum haft áhrif á það sem framundan er. Til mikils er að vinna til að ná sterkri viðspyrnu sem fyrst og geta þannig mætt jákvæðri þróun varðandi almennan bata þegar sú þróun kemur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í sviðsmyndagreiningu sem kynnt var á fundi sem KPMG, Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála stóðu fyrir í dag.
Lesa meira

Skýrslur með niðurstöðum landamærarannsóknar 2019

Tvær skýrslur hafa verið gefnar út á vegum Ferðamálastofu sem byggja á niðurstöðum úr reglubundinni könnun Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands meðal erlendra ferðamanna árið 2019. Annars vegar er um að ræða heildarsamantekt á svörum ferðamanna og hins vegar frekari greiningu á svörum við opnum spurningum könnunarinnar.
Lesa meira

Sviðsmyndir ferðaþjónustu á Íslandi

Miðvikudaginn 28. október frá kl. 9:00-10:30 halda KPMG, Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála, rafrænan kynningarfund á sviðsmyndum um starfsumhverfi íslenskrar ferðaþjónustu á komandi misserum. Sviðsmyndirnar voru gerðar með aðkomu aðila með sérþekkingu á starfsumhverfi greinarinnar.
Lesa meira

Eftirlit með lánveitingum úr Ferðaábyrgðasjóði

Í samræmi við tilkynningu Ferðamálastofu frá 9. október síðastliðnum mun stofnunin hefja eftirlit með ráðstöfun lána úr Ferðaábyrgðasjóði um næstu mánaðarmót. Markmið eftirlitsins er að staðfesta að lánum úr Ferðaábyrgðasjóði hafi verið ráðstafað í samræmi við þau lög sem um hann gilda.
Lesa meira