Fréttir

Verða bílaleigubílar flöskuháls í ferðaþjónustu sumarið 2022?

Talsvert hefur verið um fréttir í fjölmiðlum um mikinn skort á bílaleigubílum fyrir erlenda ferðamenn í sumar. Ferðamálastofa hefur unnið stutta greiningu á væntu framboði og spurn eftir bílaleigubílum yfir háönnina í sumar, með það að markmiði að gefa umræðu um þessi mál traustari grunn í fyrirliggjandi tölum og öðrum upplýsingum um meginforsendur bílaleigumarkaðarins.
Lesa meira

Skráning á Iceland TravelTech 2022

Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn standa fjórða árið í röð að viðburðinum Iceland Travel Tech þann 19. maí 2022 frá 13:00-16:00. Með viðburðinum er ætlunin að tengja saman tækniaðila og ferðaþjónustu með það fyrir augum að efla samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu.
Lesa meira

Áskoranir og úrræði ferðaþjónustufyrirtækja í heimsfaraldri - Ný rannsókn og upptaka af kynningarfundi

Ný skýrsla sem Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur unnið fyrir Ferðamálastofu er komin út, ásamt upptöku af fyrirlestri rannsóknarmiðstöðvarinnar um meginniðurstöður hennar. Skýrslan fjallar um upplifun og reynslu fólks í ferðaþjónustu af því að takast á við það krísuástand sem kórónuveirufaraldurinn skapaði. Má nálgast skýrsluna og fyrirlesturinn hér að neðan.
Lesa meira

103 þúsund brottfarir í apríl

Brottfarir erlendra farþega* frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 103 þúsund í nýliðnum aprílmánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Í sögulegu samhengi þá er um að ræða fjórða fjölmennasta aprílmánuðinn frá því mælingar Ferðamálastofu hófust en brottfarir nú voru litlu fleiri en árið 2016. Þriðjungur brottfara var tilkominn vegna Bandaríkjamanna og Breta.
Lesa meira

584 milljónum króna úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Í dag tilkynnti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála, menningar- og viðskiptaráðherra, um úthlutanir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2022. Úthlutunin að þessu sinni nemur rúmum 584 milljónum króna til 54 verkefna um allt land en hæsti einstaki styrkurinn er rúmar 55 milljónir króna.
Lesa meira

Þjóðerni brottfararfarþega í apríl

Bandaríkjamenn og Bretar eru fjölmennastir þegar þjóðernasamsetning erlendra brottfararfarþega um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nýliðnum aprílmánuði er skoðuð. Hlutfallsskiptingin liggur nú fyrir en ítarlegri tölfræði með fjöldatölum verður birt þann 10. maí næstkomandi.
Lesa meira

Ný skýrsla um þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustuna og upptaka af kynningarfundi

Ný skýrsla ráðgjafarfyrirtækisins Hagrannsókna sf. um uppbyggingu þjóðhagslíkans fyrir ferðaþjónustuna er nú komin hér á vefinn. Einnig upptaka af opnum fyrirlestri um efnið sem fram fór í morgun. Skýrslan fjallar um viðfangsefnið með fræðilegum og stærðfræðilegum hætti en fyrirlesturinn nálgast það á almennari máta, fyrir stærri hóp áheyrenda. Sjá tengla að neðan inn á skýrsluna, upptöku af fyrirlestrinum og glærunum sem stuðst var við.
Lesa meira

Ný könnun ETC: Mikill ferðavilji í Evrópu í sumar

Þrír af hverjum fjórum Evrópubúum hafa áform um ferðalög á tímabilinu apríl til september samkvæmt könnun sem Evrópska ferðamálaráðið (ETC) kynnti á heimasíðu ráðsins í síðustu viku. Ríflega helmingur ætlar að heimsækja annað Evrópuland. Ferðaviljinn virðist því til staðar þrátt fyrir stríðsátök í Evrópu en innrás Rússa í Úkraínu var hafin þegar könnunin var framkvæmd. Könnunin er nú lögð fyrir í ellefta sinn meðal íbúa helstu ferðamannaþjóða Evrópu.¹
Lesa meira

Rannsóknaráætlun Ferðamálastofu 2022-2024

Í reglugerð nr. 20/2020 um gagnaöflun og rannsóknir á sviði ferðamála er kveðið á um að Ferðamálastofa skuli móta og láta framkvæma rannsóknaráætlun til þriggja ára í senn. Rannsóknaráætlun stofnunarinnar fyrir tímabilið 2022-2024 liggur nú fyrir og verið staðfest af ferðamálaráðherra. Áætlunina má nálgast hér að neðan.
Lesa meira

101 þúsund brottfarir erlendra farþega í mars

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 101 þúsund í nýliðnum marsmánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Í sögulegu samhengi þá er um að ræða fimmta fjölmennasta marsmánuðinn frá því mælingar Ferðamálastofu hófust en brottfarir nú voru litlu færri en 2016. Ríflega fjórðungur brottfara var tilkominn vegna Breta.
Lesa meira