Fréttir

Hjólum til framtíðar 2018 - Veljum fjölbreytta ferðamáta

Ferðamálastofa er meðal aðila sem koma að áttundu ráðstefnu Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna undir heitinu Hjólum til framtíðar. Ráðstefnan fer fram í dag í Félagsheimili Seltjarnarness og hefst kl. 10. Henni er streymt beint á netinu.
Lesa meira

Mælaborðið birtir lykilmælikvarða ferðaþjónustunnar

Í Mælaborði ferðaþjónustunnar er nú hægt að fylgjast með þróun þeirra lykilmælikvarða sem skilgreindir voru í Vegvísi í ferðaþjónustu og ætlað er að meta stöðu, árangur og ávinning greinarinnar. Tilgangurinn er, að með einföldum hætti sé hægt að fylgjast með hvernig þessir grundvallarþættir eru að þróast og auðvelda þannig ákvarðanatöku og markmiðasetningu.
Lesa meira

Áfangastaðaáætlanir kynntar - breytt dagsetning

Fresta þarf áður auglýstum fundi þann 11. október næstkomandi á Hótel Sögu þar sem til stóð að halda kynningu á áfangastaðaáætlunum. Ný dagsetning verður send út um leið og hún liggur fyrir.
Lesa meira

Mikil fjölgun frá Bandaríkjunum í sumar en fjórðungs fækkun Þjóðverja

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í ágúst síðastliðnum voru um 276 þúsund talsins samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða tæplega átta þúsund færri en í ágúst á síðasta ári. Færri brottfarir í ágúst milli ára má einkum rekja til Þjóðverja, Frakka, Kanadamanna og Breta sem fækkaði á bilinu 15-26%. Bandaríkjamenn voru langfjölmennastir í ágúst í ár og fjölgaði þeim verulega frá árinu áður eða um 23,8%.
Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða: Hægt að hefja undirbúning umsókna

Opnað verður fyrir umsóknir vegna næstu úthlutunar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða öðru hvoru megin við mánaðamótin september-október. Aðilar eru hvattir til að huga að umsóknum sínum í tíma og er ekkert því til fyrirstöðu að þeir hefji undirbúning nú þegar.
Lesa meira

Öryggi erlendra ferðamanna í umferðinni

Umferðaröryggi erlendra ferðamanna er viðfangsefni Umferðarþings Samgöngustofu þann 5. október næstkomandi á Grand Hótel. Ferðamálastofa er meðal aðila sem koma að undirbúningi og framkvæmd þingsins og er yfirskriftin: „Velkomin, en hvað svo?“
Lesa meira

Fosshótel Húsavík komið í Vakann

Fosshótel Húsavík hefur bæst í hóp vaskra Vakafyrirtækja og flaggar með stolti þremur stjörnum superior og brons merki í umhverfishlutanum. Þar með eru 8 hótel undir hatti Íslandshótela komin með stjörnuflokkun Vakans. Auk þess eru veitingastaðir á vegum keðjunnar Haust, Bjórgarðurinn og Grand Restaurant allir með gæðaviðurkenningu Vakans.
Lesa meira

Ferðaskrifstofuleyfi tryggir hagsmuni neytenda

Ferðamálastofa vill vekja athygli á að sala pakkaferða eða alferða (þar sem t.d. flutningur og gisting er selt saman) er leyfisskyld. Aðeins handhafar ferðaskrifstofuleyfa mega selja slíkar ferðir. Ferðamálastofa beinir því til fólks að varast leyfislausa aðila og kaupa pakkaferðir eingöngu af þeim sem eru með ferðaskrifstofuleyfi.
Lesa meira

Bandaríkjamönnum fjölgar í júlí en öðrum fækkar

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar voru brottfarir erlendra farþega frá Íslandi rúmlega 278.600 í júlí sem er 2.5% fjölgun miðað við júlí í fyrra. Fjölgunin í júlí byggir að mestu leyti á Bandaríkjamönnum sem hafa aukið hlutdeild sína til muna. Rúmlega 27% fleiri Bandaríkjamenn fóru frá Leifsstöð í júlí í ár en á sama tíma í fyrra. Norðurlandabúum, Bretum, Frökkum, Þjóðverjum og Kanadamönnum, sem einnig tilheyra mikilvægum markaðssvæðum fyrir Ísland, fækkaði hins vegar um 9-19% í júlí á milli ára.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Umsóknafrestur rennur út á miðnætti 5. september. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
Lesa meira