Allir hálendisvegir opnir
22.07.2025

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að nú sé búið að opna fyrir umferð um alla fjallvegi á hálendinu. Síðustu fjallvegirnir sem voru opnaðir voru um Stórasand og Gæsavatnaleið sem og leiðir um Gnúpverja- og Hrunamannaafrétt.
Vegagerðin vill engu að síður vekja athygli á að þótt nú sé ekki lengur akstursbann á neinum leiðum á hálendinu þá geta vegir orðið ófærir á öllum tímum árs. Því er best að leita upplýsinga á www.umferdin.is áður en lagt er af stað.