Fara í efni

Allir hálendisvegir opnir

Allir hálendisvegir opnir

Í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni kemur fram að nú sé búið að opna fyr­ir um­ferð um alla fjall­vegi á há­lend­inu. Síðustu fjall­veg­irn­ir sem voru opnaðir voru um Stórasand og Gæsa­vatna­leið sem og leiðir um Gnúp­verja- og Hruna­manna­af­rétt.

Vegagerðin vill engu að síður vekja athygli á að þótt nú sé ekki leng­ur akst­urs­bann á nein­um leiðum á há­lend­inu þá geta veg­ir orðið ófær­ir á öllum tímum árs. Því er best að leita upp­lýs­inga á www.um­fer­d­in.is áður en lagt er af stað.