Fréttir

Undirbúningur að víðtækari opnun - Leiðbeiningar til ferðaþjónustufyrirtækja

Undirbúningur undir víðtækari opnun landamæra Íslands er í fullum gangi. Ferðamálastofa mun veita íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum nauðsynlegar upplýsingar varðandi framkvæmdina og svara fyrirspurnum eins og kostur er. Íslandsstofa mun sjá um að veita erlendum ferðamönnum og erlendum ferðaþjónustuaðilum nauðsynlegar upplýsingar . Vinsamlegast hafið í huga að þessi framkvæmd verður endurmetin reglulega og getur tekið skjótum breytingum ef þörf krefur.
Lesa meira

Ferðamálastofa birtir fjárhagsupplýsingar atvinnugreina og fyrirtækja í ferðaþjónustu

Ferðamálastofa hefur birt fjárhags- og rekstrarupplýsingar fyrirtækja í öllum helstu greinum ferðaþjónustu fyrir árið 2018 á heimasíðu sinni og í mælaborði ferðaþjónustunnar. Þar er hægt að skoða fjárhag, rekstur, sjóðstreymi og lykilkennitölur eftir undirgreinum ferðaþjónustu, landssvæðum, stærð fyrirtækja og einstökum fyrirtækjum.
Lesa meira

Brottfarir í maí

Um 1900 farþegar fóru úr landi um Keflavíkurflugvöll í nýliðnum maí, þar af voru brottfarir útlendinga 56%. Um er að ræða 99% samdrátt í farþegafjölda milli ára.
Lesa meira

Hvatningarátak vegna ferðalaga innanlands farið af stað - Efni fyrir ferðaþjónustuaðila aðgengilegt

Í kvöld fór af stað nýtt átak stjórnvalda þar sem Íslendingar eru hvattir til að ferðast innanlands og kaupa vörur og þjónustu. Í hvatningarátakinu er fólki í ferðahug beint inn á vefinn www.ferdalag.is þar sem yfirlit er yfir alla þá fjölbreyttu ferðaþjónustu sem Ísland hefur upp á að bjóða. Átakið verður keyrt í öllum helstu miðlum; sjónvarpi, útvarpi, í dagblöðum og á netinu. Á samfélagsmiðlum verður myllumerkið #komdumed notað.
Lesa meira

Ferðagjöf - Efni frá kynningarfundi

Mikill áhugi var á kynningarfundi í morgun þar sem farið var yfir útfærslu á ferðagjöf stjórnvalda. Meginefnið var með hvaða hætti fyrirtæki skrá sig til að taka á móti gjöfinni og hvernig almenningur getur nýtt sér hana. Einnig var kynntur nýr ferdalag.is vefur og ný könnun um ferðaáform Íslendinga.
Lesa meira

Ný könnun um ferðaáform Íslendinga

Langflestir eða um níu af hverjum tíu hafa áform um að fara í ferðalag innanlands í sumar eða haust þar sem gist er yfir nótt samkvæmt könnun sem Ferðamálastofa lét framkalla fyrr í mánuðinum. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á fundi í morgun.
Lesa meira

Skráning tilboða á ferdalag.is

Samhliða hvatningarátaki sem senn fer af stað, þar sem Íslendingar eru hvattir til að ferðast innanlands í ár og kaupa vörur og þjónustu, verður ferðavefurinn www.ferdalag.is opnaður í nýrri mynd. Þar má nálgast upplýsingar um þá fjölbreyttu þjónustu sem í boði er um allt land, útfærslu á ferðagjöf stjórnvalda, viðburði o.fl.
Lesa meira

Stöðuskýrsla Evrópska ferðamálaráðsins - European Tourism: trends and prospects

Ársfjórðungsskýrsla Evrópska ferðamálaráðsins (ETC) kom út í dag en þar er fjallað um þróunina í ferðaþjónustu út frá fyrirliggjandi gögnum; ferðamannatalningum, gistinóttum, flugtölum og hagtölum ýmiss konar. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á stöðuna sem skapast hefur vegna Covid-19. Ferðamálastofa á aðild að ráðinu ásamt ferðamálastofnunum 30 annarra Evrópulanda sem gerir m.a. kleift að meta hvernig íslensk ferðaþjónusta kemur út í alþjóðlegum samanburði.
Lesa meira

Ráðgefandi nefnd um gagnaöflun og rannsóknir skipuð

Samkvæmt reglugerð nr. 20/2020 um gagnaöflun og rannsóknir á sviði ferðamála skal Ferðamálastofa kalla saman ráðgefandi nefnd sem skal vinna að mótun rannsóknaráætlunar. Nefndin hefur nú verið skipuð og tekið til starfa.
Lesa meira

Ný rauntímagögn um verðþróun á hótelum

Ferðamálastofa hóf í byrjun apríl að safna gögnum um verð á tæplega 60 hótelum víðsvegar um land. Gögnin sýna verðþróun þessara gististaða 90 daga fram í tímann og m.a. hvernig verðið breytist eftir lengd á fyrirvara bókunar. Þau eru nú orðin aðgengileg í Mælaborði ferðaþjónustunnar.
Lesa meira