Fréttir

Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2021

Icelandic Lava Show hlýtur Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2021. Samtök ferðaþjónustunnar afhenda verðlaunin á afmælisdegi samtakanna, 11. nóvember ár hvert. Eliza Reid, forsetafrú, afhenti Icelandic Lava Show verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. SAF afhenda Nýsköpunarverðlaun fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan samtakanna til nýsköpunar. Verðlaununum er ætlað að hvetja frumkvöðla landsins til dáða í ferðaþjónustu. Þetta er í átjánda skipti sem SAF veita nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar en þetta árið bárust 14 tilnefningar í samkeppninni um verðlaunin.
Lesa meira

103 þúsund brottfarir erlendra farþega í október

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 103 þúsund í nýliðnum októbermánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Horfa þarf allt til árins 2015 til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í októbermánuði.
Lesa meira

Lonely Planet setti Vestfirði í efsta sætið

Vestfirðir fengu nýlega viðurkenninguna Best in Travel og eru þar með efstir á lista yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022 samkvæmt vali ferðabókarútgefandans Lonely Planet.Í tilkynningu frá Vestfjarðarstofu segir m.a. að val Lonely Planet muni beina kastljósi heimsbyggðarinnar að Vestfjörðum sem muni reynast mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu og Ísland almennt.
Lesa meira

Þjóðernasamsetning erlendra farþega í október

Ferðaþjónustan heldur áfram að sýna batarmerki frá því að landamærin voru opnuð fyrr á árinu. Fjöldi brottfararfluga í nýliðnum október er 70% af þvi sem það var í sama mánuði 2019. Það hlutfall hefur vaxið undanfarna mánuði og er líklegt að með opnun á ferðamenn til Bandaríkjanna muni það koma til með að halda þeirri þróun áfram í vetur.
Lesa meira

Viðhorf heimamanna til ferðafólks og ferðaþjónustu á tímum COVID-19 - skýrslur og kynning

Kynning á rannsóknarverkefninu Viðhorf heimamanna til ferðafólks og ferðaþjónustu á tímum COVID-19 fór fram í beinu streymi um netið í dag á vegum Ferðamálastofu. Verkefnið er unnið af Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) fyrir Ferðamálastofu og er liður í reglubundinni gagnasöfnun hins opinbera á félagslegum áhrifum ferðaþjónustunnar og tengist framtíðarsýn stjórnvalda um að ferðaþjónusta hafi jákvæð áhrif á nærsamfélag.
Lesa meira

Upptaka af fyrirlestri: Ferðaþjónusta á Íslandi og Covid-19 - staða og greining fyrirliggjandi gagna

Rannsakendur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) kynntu í gær á vegum Ferðamálastofu í beinu streymi um netið stöðu verkefnis og greiningu fyrirliggjandi gagna í rannsókn á seiglu og þrautseigju í ferðaþjónustu og hvernig megi styðja við hana. RMF tók að sér að vinna þessa rannsókn fyrir Ferðamálastofu sl. haust. Skilaði miðstöðin áfangaskýrslu, sem nálgast má hér, um mitt sumar í ár og er kynningin nú fyrst og fremst byggð á henni. RMF vinnur nú að seinni hluta verkefnisins og verður því skv. áætlun lokið fljótlega eftir næstu áramót með fullnaðargreiningu sem kynnt verður betur á þeim tíma.
Lesa meira

Laurentic forum - ráðstefna og samstarfsverkefni strandhéraða

Strandhérað Norður Írlands, Donegal, og Nýfundnaland í Kanada hafa átt með sér samstarf í um áratug er varðar ferðaþjónustu og bláa lífhagkerfið (blue economy) undir nafninu Laurentic forum. Noregur hefur ákveðið að bætast inn í samstarfið og hefur Ferðamálastofa einnig skoðað möguleikann á samstarfi og þá aðallega á sviði ferðaþjónustunnar.
Lesa meira

Hefur faraldurinn breytt afstöðu heimamanna til ferðaþjónustu og ferðamanna?

Fimmtudaginn 28. október, kl. 12:10- 13:00 verður haldinn annar fyrirlesturinn í fyrirlestraröð Ferðamálastofu þetta haust um áhugaverð rannsóknarverkefni á sviði ferðaþjónustu. Að þessu sinni mun Eyrún Jenný Bjarnadóttir hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) kynna niðurstöður úr rannsóknarverkefni um viðhorf heimamanna til ferðafólks og ferðaþjónustu á tímum COVID-19. Fyrirlesturinn verður í streymi beint um netið og gerður aðgengilegur á vefsíðu Ferðamálastofu í framhaldinu.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum, sumar 2021 - samantekt

Ferðaþjónusta í tölum – sumar 2021 hefur að geyma samantekt um fjölda ferðamanna til landsins, skráðar gistinætur, nýtingu á hótelum og nokkrar niðurstöður er varða dvöl ferðamanna á Íslandi s.s. um tilgang ferðar, dvalarlengd og heimsóknir eftir landshlutum.
Lesa meira

Hversu vel var ferðaþjónustan í stakk búin til að takast á við niðursveiflu vegna heimsfaraldurs?

Ferðamálastofa tekur nú upp þráðinn þetta haustið í fyrirlestraröð sinni um áhugaverð rannsóknarefni sem unnið er að í ferðaþjónustu. Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn miðvikudaginn 20. október næstkomandi, kl. 12:10-13:00, í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála, RMF. Fyrirlesturinn verður að þessu sinni í streymi beint um netið og hann gerður aðgengilegur síðar á vefsíðu Ferðamálastofu.
Lesa meira