Fréttir

Ferðahegðun Íslendinga 2020 og ferðáform 2021

Ferðamálastofa birtir nú niðurstöður úr nýrri könnun meðal Íslendinga um ferðalög þeirra á árinu 2020 og ferðaáform á árinu 2021. Könnunin var gerð dagana 27. janúar til 15. febrúar og var framkvæmdin í höndum Gallup. Sambærileg könnun hefur verið framkvæd á vegum Ferðamálastofu í rúman áratug, eða frá árinu 2010. Vart þarf að fjölyrða um að ferðalög síðasta árs voru mörkuð Covid og fróðlegt að skoða niðurstöðurnar í því ljósi.
Lesa meira

Ferðamálastofa telur þá sem skoða gosið

Í gær 24. mars var settur upp teljari á vegum Ferðamálastofu á stikaðri gönguleið að eldgosinu í Geldingadölum. Teljarinn mælir gangandi umferð til og frá gosslóð og sendir frá sér uppfærslu einu sinni á sólarhring. Tölur unnar upp úr talningargögnum eru nú aðgengilegar í Mælaborði ferðaþjónustunnar.
Lesa meira

Árlegt endurmat tryggingarfjárhæða 2021 – Frestun á skilum gagna til 1. júlí

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vinnur nú að breytingum á tryggingarfyrirkomulagi ferðaskrifstofa vegna sölu pakkaferða. Frumvarp þess efnis verður lagt fyrir Alþingi á næstu dögum. Vegna fyrirhugaðra breytinga er nauðsynlegt að fresta skilum ferðaskrifstofa á gögnum vegna árlegs endurmats tryggingarfjárhæða (árlegum skilum). Ferðamálastofa stefnir á að opna fyrir gagnaskil 1. júní nk. en gögnum ber að skila eigi síðar en 1. júlí.
Lesa meira

Nazar Nordic AB. - Útibú á Íslandi

Ferðaskrifstofuleyfi félagsins Nazar Nordic AB. Útibú á Íslandi, kt.450713-0820, Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík, hefur verið fellt úr gildi þar sem félagið hefur verið afskráð samkvæmt upplýsingum úr fyrirtækjaskrá á vef Skattsins.
Lesa meira

North Iceland Trail Running / Úlfhildur Ída Helgadóttir

Ferðaskrifstofuleyfi ferðaskrifstofunnar North Iceland Trail Running skráð á Úlfhildi Ídu Helgadóttur, kt. 171285-3489,Ytri-Álandi, 681 Þórshöfn, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Spjallmennið Sóley mætt til leiks

Síðustu vikur hefur Ferðamálastofa unnið að innleiðingu á spjallmenni (e. Chatbot eða virtual assistant) sem veitir svör um þjónustu Ferðamálstofu og fleira er varðar ferðamál. Markmiðið er aukin og betri þjónusta við þá sem til stofnunarinnar leita.
Lesa meira

Þrjú þúsund brottfarir í febrúar

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um þrjú þúsund í nýliðnum febrúarmánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða 97,7% færri en í febrúar 2020, þegar brottfarir voru um 133 þúsund talsins. Frá áramótum hafa um sjö þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi sem er 97,1 fækkun miðað við sama tímabil í fyrra en þá voru brottfarir erlendra farþega um 254 þúsund.
Lesa meira

Rúmum 1,5 milljarði veitt til innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerðu í dag grein fyrir úthlutun fjármuna til uppbyggingu innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2021. Samtals er nú úthlutað 764 milljónum króna úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða og 807 milljónum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem gerir kleift að halda áfram því mikilvæga verkefni að byggja upp innviði á ferðamannastöðum.
Lesa meira

Textaskrif og vinnsla á efni inn á vefinn visiticeland.com - Umsóknarfrestur framlengdur

Ferðamálastofa leitar að einstaklingum til efnisvinnslu og textaskrifa fyrir vefinn visiticeland.com og miðla tengdum honum. Ferðamálastofa, Íslandsstofa og atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið hafa með samkomulagi sín á milli ákveðið að vefurinn VisitIceland.com verði helsta upplýsingaveita fyrir ferðamenn á leið til landsins, á meðan dvöl þeirra á landinu stendur og eftir að heim er komið. Er þá m.a. horft til upplýsinga um framboð þjónustu, menningu, sögu, náttúru, fjölbreytileika landsins, aðgengi ferðamannastaða, öryggi og umhverfisvernd, veður og færð á vegum.
Lesa meira

UFS Tourism ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi félagsins UFS Tourism ehf, kt. 520314-0750, Tjarnarbraut 24, 260 Reykjanesbæ hefur verið fellt úr gildi þar sem félagið hefur verið úrskurðað gjaldþrota.
Lesa meira