Fréttir

Framlag innflytjenda í íslenskri ferðaþjónustu

Ýmsar áhugaverðar niðurstöður má lesa út úr rannsókn dr. Hallfríðar Þórarinsdóttur um framlag innflytjenda í íslenskri ferðaþjónustu, sem hún kynnti á hádegisfyrirlestri Ferðamálastofu í gær. Kynningin byggir á rannsókn og samnefndri skýrslu: "Innflytjendur í ferðaþjónustu – drifkraftur vaxtar og hagsældar. Umbreytingar á íslenskum vinnumarkaði", sem kom út á síðasta ári.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum - Febrúar 2020

Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - febrúar 2020. Um er að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira

Varað við hellaskoðun á Reykjanesi

Í gær voru gerðar gasmælingar við Eldvörpin á Reykjanesskaga. Slíkar mælingar eru nú gerðar vikulega sem hluti af viðbragði vegna landriss við Þorbjörn. Breytinga hefur orðið vart og vilja Veðurstofan og Almannavarnadeild Lögreglunnar vara við hellaskoðun á svæðinu en mælingar sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi í helli.
Lesa meira

Perlan og Tanni Travel í Vakann

Tvö öflug fyrirtæki bættust á dögunum í hóp gæðafyrirtækja Vakans. Þetta eru Perla norðursins og austfirska ferðaskrifstofan Tanni Travel.
Lesa meira

13% fækkun milli ára í janúar

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 121 þúsund í nýliðnum janúar eða um 18 þúsund færri en í janúar árið 2019 samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Fækkun milli ára nemur 113%. Er þetta annað árið í röð sem brottförum farþega fækkar í janúar. Bretar voru fjölmennastir í janúar eða fjórðungur ferðamanna og fækkaði þeim um 12% milli ára. Bandaríkjamenn voru næstfjölmennastir, 14,8% af heild, en brottfarir þeirra voru ríflega ellefu þúsund færri en í janúar 2019 eða um 39,4% milli ára. Fækkun Bandaríkjamanna í janúar vegur þannig langþyngst í fækkun farþega í janúar
Lesa meira

Hægari vöxtur í alþjóðaflugi á árinu 2019

Eftirspurn í farþegaflugi á alþjóðavísu jókst um 4,2% á milli áranna 2018 og 2019, samkvæmt nýbirtum tölum Alþjóðsambands flugfélaga (IATA). Mælikvarðinn sem IATA notar er seldir sætiskílómetrar (e. revenue passenger kilometers - RPK).
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum - janúar 2020

Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - janúar 2020. Um er að ræða stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira

Kínverskir ferðamenn á Íslandi

Í ljósi fregna af takmörkun á ferðalögum Kínverja er eðlilegt að spurningar vakni um áhrif þess á íslenska ferðaþjónustu. Þess ber að geta að Ferðamálastofa fylgist vel með framvindu kórónaveirunnar og er í nánu sambandi við sóttvarnalækni varðandi upplýsingar sem miðla þarf áfram til ferðaþjónustunnar.
Lesa meira

Kórónaveira - upplýsingar til ferðaþjónustuaðila

Ferðamálastofa hefur sent út upplýsingar frá sóttvarnalækni vegna útbreiðslu kórónaveiru. Því er sérstaklega beint til gististaða og hópferðaaðila að prenta upplýsingarnar út og hengja upp í móttöku. Tilkynningin er á íslensku, ensku og kínversku. Einnig fylgja tenglar á leiðbeiningar til starfsfólks í framlínu á 4 tungumálum.
Lesa meira

Opið fyrir styrkumsóknir vegna ferðamálasamstarfs við Grænland og Færeyjar

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Lokafrestur til að skila umsókn er 25. febrúar 2020. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
Lesa meira