Fréttir

Ferðaþjónusta í tölum - október 2020

Ferðaþjónusta í tölum - október 2020 kom út í dag. Um að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira

Heimild til tímabundinnar lækkunar tryggingarfjárhæðar

Í ljósi heimsfaraldursins og hins mikla samdráttar í ferðaþjónustu vill Ferðamálastofa benda seljendum pakkaferða á að heimild er í lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018 til að sækja um tímabundna lækkun tryggingarfjárhæðar á grundvelli samdráttar eða mikilla árstíðabundinna sveiflna í rekstri.
Lesa meira

Stafræn fræðsla og markaðssetning - Námskeið á Vestfjörðum

Ferðamálastofa býður í samvinnu við Vestfjarðastofu upp á 2ja daga námskeið í stafrænni markaðssetningu, annað á Patreksfirði en hitt á Hólmavík. Námskeiðið ætlað er litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Farið verður í helstu atriði stafrænnar þróunnar og markaðssetningar ferðaþjónustufyrirtækja, svo sem bókunarsíður (Booking og Expedia t.d.), Google, samfélagsmiðla og heimasíður, leitarvélabestun og gerð markaðsáætlana.
Lesa meira

Landamærarannsókn frestað tímabundið

Frá 1. september síðastliðnum hefur Landamærakönnun Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands verið sett í biðstöðu þar til ferðaþjónustan tekur aftur við sér. Landamærakönnunin er eitt mikilvægasta verkefnið í söfnun áreiðanlegra gagna fyrir íslenska ferðaþjónustu. Með könnuninni er fylgst með breytingum og þróun á lýðfræði, ferðahegðun og viðhorfum erlendra ferðamanna.
Lesa meira

Ferðaábyrgðasjóður - eftirlit hefst um næstu mánaðamót

Þann 1. nóvember næstkomandi hyggst Ferðamálastofa hefja formlegt eftirlit með lánveitingum úr Ferðaábyrgðasjóðnum en stofnuninni er m.a. ætlað að sannreyna hvort lánsfjárhæð hafi verið réttilega varið. Áður en til þess kemur, um 10-14 dögum, mun Ferðamálastofa senda lánþegum upplýsingar um form og efni eftirlitsins.
Lesa meira

Tíu þúsund brottfarir erlendra farþega í september

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um tíu þúsund í nýliðnum september samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða 94,5% færri en í september 2019, þegar brottfarir voru tæplega 187 þúsund talsins. Þjóðverjar voru fjömennastir í september eða um fimmtungur brottfara.
Lesa meira

Framkvæmdasjóður - Umsóknarfrestur framlengdur

Vegna tæknilegra vandamála sem upp komu í morgun við vinnslu umsókna í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða, hefur verið ákveðið að framlengja umsóknarfrest um einn sólarhring, þ.e. til kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 7. október.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum - september 2020

Í dag kom út Ferðaþjónusta í tölum - september 2020. Um að ræða mánaðarlega útgáfu hjá Ferðamálastofu, stutta samantekt með nýjustu talnaupplýsingum sem Ferðamálastofa safnar um ferðamenn og ferðaþjónustu ásamt talnagögnum frá Hagstofu Íslands. Áhersla er lögð á að skoða töluleg gögn ár aftur í tímann og þær breytingar sem hafa orðið.
Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum til að vinna þrjú rannsóknarverkefni

Ferðamálastofa óskar eftir umsóknum til að vinna þrjú rannsóknarverkefni. Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir rannsóknaraðila á krefjandi tímum í ferðaþjónustu. Verkefnin eru aðskilin þannig að óskað er eftir sérstöku tilboði í hvert og eitt þeirra. Umsóknarfrestur er til 28. september næstkomandi.
Lesa meira

63.700 brottfarir erlendra farþega í ágúst

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 63.700 í nýliðnum ágúst samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða 74,7% færri en í ágúst í fyrra, þegar þær voru um 251 þúsund talsins. Þjóðverjar voru fjömennastir í ágúst eða um 16% brottfara og fækkaði þeim um helming milli ára.
Lesa meira