Fréttir

Ferðaþjónusta í tölum – janúar 2022

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum – janúar 2022, sem kom út í gær, má sjá samantekt um brottfarartalningar erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll, skráðar gistinætur, nýtingu á hótelum og nokkrar niðurstöður er varða dvöl ferðamanna á Íslandi s.s. um tilgang ferðar, dvalarlengd, heimsóknir eftir landshlutum sem og upplifun af Íslandsferð.
Lesa meira

Staða íslenskrar ferðaþjónustu - áskoranir og viðspyrnan 2022

Ferðamálastofa og KPMG kynntu í ársbyrjun skýrslu sína Fjárhagsgreining – Staða og horfur í ferðaþjónustu í árslok 2021. Í kjölfar þeirrar vinnu var farið í að skoða nánar fjárhag undirliggjandi greina ferðaþjónustunnar og hvaða áskoranir eru í þeirri viðspyrnu sem fram undan er. Skýrslan sem svarar þessu er nú tilbúin og verður kynnt miðvikudaginn 2. febrúar klukkan 11:00.
Lesa meira

Ný og endurbætt útgáfa gæða- og umhverfisviðmiða Vakans

Ný og endurbætt útgáfa gæða- og umhverfisviðmiða Vakans, fyrir ferðaþjónustu aðra en gistingu, hefur nú tekið gildi.
Lesa meira

Hreint og öruggt / Clean & Safe 2022

Fyrir rúmu ári síðan fór Ferðamálastofa af stað með verkefnið Hreint og öruggt / Clean&Safe. Verkefninu er ætlað að hjálpa ferðaþjónustuaðilum að taka á öruggan og ábyrgan hátt á móti viðskiptavinum sínum á tímum heimsfaraldurs Covid-19.
Lesa meira

Tæplega 700 þúsund erlendir farþegar 2021

Brottfarir erlendra farþega* frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 688 þúsund árið 2021 eða um 209 þúsund fleiri en árið 2020, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Aukningin milli ára nemur 44%. Leita þarf níu ár aftur í tímann til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega. Í kjölfarið á afléttingu ferðatakmarkana í júní 2021 tók ferðamönnum að fjölga en um 95% brottfara árið 2021 voru á síðari hluta ársins (júní-des.). Bandaríkjamenn voru um þriðjungur allra brottfara.
Lesa meira

Dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu 19 janúar

Þann 19. janúar næstkomandi verður Dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu haldinn hátíðlegur í Grósku. Af því tilefni er það fyrirtæki verðlaunað sem þykir hafa skarað fram úr þegar kemur að ábyrgri hegðun, rekstri og framúrskarandi samfélagsábyrgð í ferðaþjónustu á árinu.
Lesa meira

Fjárhagsstaða ferðaþjónustu 2020 og 2021 - Kynning á fjárhagsgreiningu og birting skýrslu

KPMG hefur unnið ítarlega greiningu á fjárhagsstöðu ferðaþjónustunnar fyrir Ferðamálastofu og eru niðurstöður hennar kynntar í skýrslu sem gefin hefur verið út. Byggir hún á ársreikningum ferðaþjónustufyrirtækja fyrir árið 2020, utan flugs og flugtengdrar starfsemi. Þá er sótt í margvíslegar aðrar upplýsingar um rekstur og efnahag greinarinnar.
Lesa meira

Staða íslenskrar ferðaþjónustu í árslok 2021 - fjárhags- og rekstrargreining

Þriðjudaginn 4. janúar klukkan 11:00 verður kynning á fjárhags- og rekstrargreiningu íslenskrar ferðaþjónustu fyrir árin 2020 og 2021. Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra mun opna kynninguna og síðan munu Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri og Benedikt K. Magnússon sviðstjóri ráðgjafasviðs KPMG kynna niðurstöður skýrslunnar. Kynningunni verður streymt beint um netið og gerð aðgengileg á vefsíðu Ferðamálastofu að henni lokinni.
Lesa meira

Jólakveðjur frá Ferðamálastofu

Ferðamálastofa sendir samstarfsaðilum og landsmönnum öllum kærar jólakveðjur og óskir um gæfuríkt nýtt ár.
Lesa meira

Raggagarður í Súðavík hlýtur Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2021

Í dag var tilkynnt hver myndi hljóta Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2021. Ferðamálastofa hefur ákveðið að verðlaunin komi að þessu sinni í hlut Vilborgar Arnarsdóttur fyrir uppbyggingu Raggagarðs í Súðavík.
Lesa meira