10.08.2020
Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 45.600 í nýliðnum júlí samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða 80,3% færri en í júlí í fyrra, þegar þær voru um 231 þúsund talsins. Danir voru fjömennastir í júlí eða ríflega fimmtungur brottfara og fjölgaði þeim um þriðjung frá júlí í fyrra. Næstfjölmennastir voru Þjóðverjar (20,2%) en þeir voru ríflega helmingi færri en í fyrra.
Lesa meira
31.07.2020
Í júlí kom út ársfjórðungsskýrsla Evrópska ferðamálaráðsins (ETC). Eins og alkunna er glímir ferðaþjónusta í Evrópu við mikinn samdrátt en áhrifa ferðatakmarkana vegna Covid faraldursins hefur gætt um alla álfuna undanfarna mánuði. ETC gerir ráð fyrir 54% færri komum ferðamanna til Evrópulanda á árinu 2020 í samanburði við árið 2019. Samhliða því er áætlað að á árinu 2020 tapist á bilinu 14-29 milljónir starfa í ferðaþjónustu í Evrópu.
Lesa meira
29.07.2020
Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast er mikilægt að við tileinkum okkur yfirskriftina hér að ofan „Við erum öll almannavarnir“. Undanfarna daga hafa verið að koma upp einangraðar sýkingar vegna Covid-19. Við þurfum öll að bregðast við og gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir að faraldurinn fari aftur af stað og að smitum fjölgi enn frekar, það er mikið í húfi fyrir okkur öll.
Lesa meira
27.07.2020
Markaðsstofur landshlutanna hafa ýtt úr vör nýjum kynningarvef www.upplifdu.is Vefurinn tengist landshlutavefnum markaðsstofanna og er viðbót við þær. Þarna eru áfangastaðir og afþreying kynnt með myndböndum og getur notandinn skipulagt sína eigin ferð.
Lesa meira
21.07.2020
Ferðamálastofa hefur nú opnað fyrir rafrænar lánaumsóknir í Ferðaábyrgðasjóðinn. Sótt er um lán í gegnum þjónustugátt stofnunarinnar
Lesa meira
20.07.2020
Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, ferðamálasamstarfi Íslands, Grænlands og Færeyja. Lokafrestur til að skila umsókn er 21. ágúst 2020. Hægt er að sækja um styrki til tvennskonar verkefna, þ.e. Þróunar- og markaðsverkefna í ferðaþjónustu og ferðastyrki, t.d. vegna skólahópa, íþróttahópa eða menningarverkefna.
Lesa meira
16.07.2020
Seljendur pakkaferða geta nú hafið undirbúning að umsókn um lán úr ferðaábyrgðasjóði.
Lesa meira
14.07.2020
Hagstofan birti í morgun samantekt á ýmsum áður birtum tölulegum upplýsingum sem þeir kalla skammtímahagvísa ferðaþjónustu í júlí. Meðfylgjandi er það helsta úr samantektinni.
Lesa meira
13.07.2020
Nú er hægt að fylgjast með notkun ferðagjafa í Mælaborði ferðaþjónustunnar. Hægt er að fylgjast með notkuninni eftir landssvæðum og flokkum ferðaþjónustu. Þá er einnig hægt að sjá hvaða tíu fyrirtæki hafa fengið flestar ferðagjafir í sinn hlut. Tölurnar eru uppfærðar daglega.
Lesa meira
10.07.2020
Ferðamálastofa hefur tekið saman einblöðung í því skyni að upplýsa hvaða stærðir er um að ræða þegar menn velta fyrir sér að hversu stóru leyti Íslendingar geti í sumar komið í staðinn fyrir þá erlendu ferðamenn sem verið hafa aðaltekjur íslenskrar ferðaþjónustu á síðustu árum.
Lesa meira